Hlekkir, 30. mars 2018

Af hverju geta listamenn ekki fundið sér alvöru vinnu? Hér er skemmtileg hugleiðing um daglaunastörf listamanna, þ.e. störf sem listamenn hafa sinnt samhliða listsköpun. Hver vissi t.d. að Philip Glass hefði unnið fyrir sér sem pípulagningamaður og að forsætisráðherra Albaníu væri myndlistarmaður?

Fregnir bárust af því nýlega að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér gögn um milljónir Facebook notenda til að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Nú hefur forstjóri fyrirtækisins sagt af sér og fólk keppist við að stimpla sig út af Facebook (eða í hið minnsta að segjast ætla að gera það). Ég verð að viðurkenna að það tók mig langan tíma að átta mig á því hvað það var nákvæmlega sem hafði gerst og hvaða afleiðingar þetta hneyksli hefur í för með sér. Í þessari góðu grein í London Review of Books er farið vandlega yfir málið og farið í saumana á því hvað það er sem fólk er að hneykslast yfir. Greinarhöfundurinn færir rök fyrir því að hin raunverulega ógn sé fólgin í tangarhaldi stórfyrirtækja eins og Amazon og Facebook á daglegu lífi og persónulegum upplýsingum fólks. Í annarri grein eftir bandaríska hagfræðinginn Tyler Cowen er þetta hneyksli sett í samhengi við fréttir af sjálfkeyrandi bíl frá Uber sem keyrði yfir gangandi vegfaranda á dögunum. Rauði þráðurinn í greiningu hans er sá að það sem fólk er helst uggandi yfir er hvernig það virðist vera eins og við séum að missa stjórn á daglegu lífi okkar í hendur þessara tæknirisa. Lokahnykkurinn á greininni er eftirtektarverður: „We are about to enter a new meta-narrative for American society, which I call “re-establishing the feeling of control.” Unfortunately, when you pursue the feeling rather than the actual control, you often end up with neither.“

Hérna er alveg frábær saga sem bandaríski rithöfundurinn Jay Parini skrifar um kynni sín af Argentínska stórskáldinu Jorge Luis Borges, sem er einn af mínum uppáhaldsrithöfundum. Borges var mikill íslandsvinur og hélt mikið upp á Íslendingasögurnar og íslenska tungu. Þegar hann kom hingað snemma á áttunda áratugnum tók Matthías Jóhannessen viðtal við hann sem ég mæli líka eindregið með.

Nýlega kom út bók um Magnús Eiríksson, samtíðarmann og gagnrýnanda Søren Kierkegaard, og af því tilefni var haldin málþing í síðustu viku um Magnús og arfleið hans. DV tók skemmtilegt viðtal við Guðmund Björn Þorbjörnsson sem skrifaði eina ritgerð fyrir bókina og tók til máls á þinginu. Ég hafði ekki hugmynd um tilvist Magnúsar áður en ég las þessa grein og fannst forvitnilegt að læra um hann. Ég þekki fáa sem vita jafn mikið um Kierkegaard og Guðmund en hann setur hugmyndir Magnúsar í forvitnilegt samhengi við danska heimspekinginn fræga í þessu fína viðtali.

Í þessari stuttu og ágætu grein á vefritinu Aeon er fjallað um þá áhugaverðu þversögn að með vaxandi upplýsingaflóði vegur orðspor þeirra sem veita upplýsingarnar meira en áður. Röksemdin er á þá leið að ekkert okkar nær að fara yfir allar þær upplýsingar sem liggja fyrir um öll þau ólíku málefni sem við höfum skoðanir á. Þess vegna treystum við á orðspor þeirra sem veita upplýsingarnar, frekar en að rýna í upplýsingarnar sjálfar. Flest okkar eru t.d. búin að mynda okkur skoðun á því að bólusetningar séu af hinu góða – en fæst okkar hafa lagt í ítarlega heimildarvinnu til að sannreyna þá skoðun. Við treystum á orðspor lækna og annarra fræðimanna. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s