Hlekkir, 4. maí 2018

Ég hef gaman af því að kíkja á Farnam Street bloggið, sem var upphaflega stofnað sem blogg um fjármál og fjárfestingar en hefur vaxið út í að verða samfélag fólks sem hefur áhuga á því að verða klárara í dag en það var í gær. Upphafsmaður bloggsins, Shane Parrish, heldur líka úti skemmtilegu hlaðvarpi, The Knowledge Project, þar sem hann fær til sín góða gesti í spjall. Hér er ein nýleg færsla sem ég rak augun í nýlega og fjallar um ákvarðanatöku og gefur góða mynd af því ágæta efni sem birt er á þessu bloggi. (KF.)

Af hverju í ósköpunum eru karlmenn til? Það er spurning sem herjar á hug minn daglega. Hinn bitri sannleikur er sá að ég er enn víðsfjarri því að hafa fundið nokkurt fullnægjandi svar. Hér glímir annar leitandi karlmaður við þessa áleitnu spurningu. Ég gríp biður í skrif hans af handahófi: „The purpose of males has […] become one of the biggest unanswered questions in science.“ (SN.)

Hnignun fjölmiðla er málefni sem er mér mjög hugleikið og ég sæki mikið í að lesa um það. Ég er viss um að ótalmörg tækifæri liggja í útgáfustarfsemi á netinu en eins og staðan er í dag er róðurinn þungur fyrir hvern þann sem vill gera blaðamennsku að fullri vinnu. Ég les gjarnan greinar eftir Megan McArdle, sem mér finnst skarpur greinandi á málefni líðandi stundar, og fannst sérstaklega gaman að sjá að hún hefði gert sér mat úr framtíð fjölmiðlunar á netinu. Í stuttu máli sagt er hún ekki björt að hennar mati. (KF.)

Open Source er eina hlaðvarpið þar sem ég missi aldrei af þætti. Aldrei! Hin æðislegi Christopher Lydon stýrir þar seglum og fer létt með að ræða af innsæi, auðmýkt og skarpskyggni um allt milli himins og jarðar; ódauðlegar bókmenntir, tæknibreytingar, stofnfeður Bandaríkjanna, Kína, sagnfræði, gospeltónlist, stjórnmál, réttindabaráttu minnihluta, hvað sem er. Síðasti þátturvar frábær, og fjallar um tré. Við sögu koma Richard Powers, skáldsagnahöfundur, og hin óviðjafnanlega Diana Beresford-Kroeger. Áheyrn er endursögn minni ríkari. (SN.)

Nýlega kynntist ég skemmtilegu bloggi sem kallast Wait but Why? Þar sem birtar eru greinar um bókstaflega allt milli himins og jarðar. Þar er hægt að finna greinar um frestunaráráttu, góð tölvupóstssamskipti og langan greinarflokk um Elon Musk og ævintýri hans. Stíllinn er skemmtilegur og nördalegur og ekki spillir fyrir að greinarnar eru yfirleitt skreyttar með fáránlegum óla-prik-teikningum. Hér er ein nýleg grein um starfsferlilsleit sem mér fannst skemmtileg, en annars er hægt að gleyma sér við að lesa gamalt efni á síðunni.

Þetta er alveg frábær grein um breska prestinn, rithöfundinn og fræðimanninn Sabine Baring-Gould sem ég hafði aldrei áður heyrt um. Greinin er undir yfirskriftinni „Síðasti maðurinn sem vissi allt“ og vísar titillinn til þess hversu ótrúlega víðlesinn og fróður hann var. Eftir hann liggja um 130 bækur um allt frá sögu dýrlinganna, ævisögur Napóleons og rómverskra keisara, auk fjölmargra skáldsagna, smásagna, ritgerða o.fl. Allt þetta á meðan hann sinnti fullu starfi sem prestur og eignaðist 15 börn! Það sem vakti einna helst áhuga minn var sú staðreynd að hann hafði skrifað bók um sögu Íslands og skáldsögu sem var byggð á ævi Grettis sterka. Hann kom hingað til lands 27 ára gamall og var yfir sig hrifinn af landi og þjóð. Hann var sérstaklega hrifinn af Íslendingasögunum og tókst að læra íslensku, einn síns liðs, með hjálp þýsk-íslenskrar orðabókar. En já, greinin er stórskemmtileg og ég er vís til að lesa meira um þennan áhugaverða mann.

Manstu eftir TED fyrirlestrinum fræga sem fjallaði um að skólar væru að drepa sköpunargáfuna í börnunum okkar? Ég man þegar ég sá þetta myndband fyrir mörgum árum síðan, kinkaði kolli reglulega og fussaði svo og sveiaði yfir menntakerfinu eins og það leggur sig. Eftir því sem ég hef hugsað um þetta mál betur og haft kynni af skólakerfinu sem foreldri er mig farið að gruna að þessi nálgun risti ekki alveg nógu djúpt. Þessi fína grein fjallar einmitt um þetta mál og einnig um hættur þess að skilgreina sköpunargáfu of vítt. Hér er ein góð klausa: “Creativity is not a single thing, but in fact a whole collection of similar, but different, processes. Creativity in mathematics is not the same as creativity in visual art. If a student decides to be creative in mathematics by deciding that 2 + 2 = 3, that is not being creative, it is just silly since the student is no longer doing mathematics…Creativity involves being at the edge of a field but still being within it.” (KF.)

Góð vísa er aldrei of oft kveðin: Hér fjallar Peter Singer um málstað dýranna, í grein frá árinu 1973. Þekktasta verk Singers er öndvegisritið Animal Liberation, sem ég mæli líka með að allir lesi. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s