Hlekkir, 15. júní 2018

Ég táraðist við að lesa þessa grein. Hún fjallar um fimm ára dreng sem tekinn var frá föður sínum í nafni einhverra nýrra bandarískra laga sem sporna eiga gegn straumi innflytjenda til landsins. (SN.)

Hérna er frábært spjall á milli tónskáldsins fræga, Philips Glass, og Frederiku Forster, myndlistarmanns. Mér finnst mjög gaman að lesa svona nördalega nákvæmar greiningar á listinni. Taktu sérstaklega vel eftir því þegar Glass talar um hvað rými gegnir veigamiklu hlutverki í dansverkum, bæði fyrir kóreógrafíuna og tónlistina sjálfa. (KF.)

Anthony Bourdain, kokkur, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, lést í vikunni. Hann sló í gegn á sínum tíma með bókinni Kitchen Confidential, sem lýsti á hispurslausan hátt vinnubrögðum kokka í eldhúsum New York-borgar. Hér má lesa vinsæla grein eftir Bourdain, „Don’t Eat Before Reading This“, í þeim anda. (SN.)

Hér fjallar auglýsingamógullinn Rory Sutherland um mikilvægi kímnigáfu í kynningarstarfi. Þarna leynast mjög góðar hugleiðingar: “If humour is a way of making it enjoyable to change our minds, it matters immensely. It matters because advertising is becoming progressively less and less funny. It also matters if we are to solve the most important behaviour change challenges of our time: say what you like about environmentalists, they aren’t exactly a barrel of laughs. Ironically, the one person who could sell the virtues of electric cars to 200 million people isn’t Al Gore – it’s Jeremy Clarkson.

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, hélt ræðu við brautskráningarathöfn skólans síðustu helgi. Ræðan er virkilega vel úthugsuð og forvitnileg, eins og reyndar flest sem hún skrifar og segir. (KF.)

Falleg hugleiðing eftir Soffíu Bjarnadóttur, sem fyrst birtist í Tímariti Máls & menningar, en hér á Facebook-síðu skáldsins. (SN.)

Tónlistarmiðillinn Pitchfork tók nýlega saman 17 bækur um tónlist til að lesa í sumar. Ég hafði ekki heyrt um neina þeirra áður og fannst greinin þess vegna mjög áhugaverð. (KF.)

Í fréttum er helst að rokkhljómsveitin Weezer hefur tekið upp ábreiðu af eitís-slagaranum Africa með Toto. Skemmst er frá því að segja að útgáfa Weezer er heldur máttleysisleg í samanburði við originalinn. (SN.)

Þessi saga hér um sérvitran James Joyce sérfræðing er virkilega skemmtileg og alveg ótrúlega skrítin.

Í tilefni HM í knattspyrnu setti bókmenntavefurinn Literary Hub saman lista yfir bækur frá öllum þátttökuþjóðum mótsins. Smá vonbrigði hvað íslenska bókin er ófrumleg, en þetta er skemmtilegur listi engu að síður.

Það er allt of sjaldgæft í íslenskum fjölmiðlum að finna skemmtilega skrifaðar fréttaskýringar. Hér er ein góð sem birtist á Vísi um daginn um frumvarp sem átti að heimila tollfrjálsan innflutning á ostum en var fellt á síðustu stundu. Greinin nær mjög skemmtilega að lýsa íslenskum stjórnmálum í hnotskurn. (KF.)

Úlfhildur Dagsdóttir skrifar bókadóm um nýútkomna nóvellu Einars Kárasonar, Stormfugla. (SN.)

Hér er annað dæmi um frábæra íslenska fréttaskýringu sem er reyndar á ensku. Greinina er að finna í tímaritinu Northstack (sem áður hét Norðurskautið) og fjallar um sprotafyrirtæki og tæknigeirann á Íslandi. Þetta sýnir svart á hvítu af hverju framtíð fjölmiðlunar er í hendi sérhæfðra miðla sem ganga skrefinu lengra í djúpri umfjöllun. Í greininni er greint frá nýlegri skýrslu um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, sem hefðbundnir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um og alls ekki með jafn gagnrýnum hætti og hér er gert. Blaðamenn mættu taka sér þessa greiningu til fyrirmyndar.

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvað gluggar eru í raun og veru? Hér er góð og ítarleg greining á gluggum og öllu því sem þeir hafa upp á að bjóða. (KF.)

Ég er félagsmaður í Park Slope Food Coop í Brooklyn, kommúnískri matvörubúð þar sem kaupa má allar matvörur heimilisins. Samlagið gefur hálfsmánaðarlega út lítinn fréttakálf og á forsíðu hans rakst ég nýlega á sláandi frétt, um afar virkan og dugandi meðlim til fjölda ára, sem kveikti í sér í Prospect Park. Maðurinn, sem hét David Buckel, lét eftir sig orðsendingu þar sem meðal annars segir: ,Ótímabær dauði minn af völdum kolefnisbruna endurspeglar hvað við erum smám saman að kalla yfir okkur.’ Hér er grein Buckel sem birtist á The New York Times. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s