Hlekkir, 22. júní 2018

Nú þegar allir eru að að hugsa um fótbolta í Rússlandi, er nauðsynlegt að taka sér öðru hverju frí og spá í eitthvað annað – til dæmis Michelin-matargerð í Færeyjum. Hér er hressileg grein og ýtarlega myndskreytt úr The New Yorker, um „afskekktasta“ hágæðarestaurant í heimi, Koks. (SN.)

Ef þú vilt hins vegar spá í fótbolta þá tók bókmenntavefurinn The Millions saman lista yfir skemmtilegar bækur um fótbolta í tilefni HM.

Og svo tók New Yorker smá greiningu á vítaspyrnu Messi síðustu helgi. Svo ekki meir um fótbolta í bili. Húh! (KF.)

Hér skrifar Valeria Luiselli um innflytjendur sem halda til Bandaríkjanna. Hvers vegna viltu koma hingað? spyr hún.

Hvernig færir maður grimmd bandarískra stjórnvalda að undanförnu í orð? „[If] you can find a way to tune out a headline about your government torturing babies, you can tune out anything. Holocausts happen that way, with well-meaning people deciding to prioritize self-care and stay away from things that aren’t their business.“ (SN.)

Blaðamaður frá Guardian heimsótti Nýlistasafnið nýlega í tilefni 40 ára afmælis safnsins og skrifaði um hana þessa ágætu grein. Greinin stiklar á stóru um sögu safnsins og framtíð þess. Einnig mæli ég með núverandi sýningu safnsins, Djúpþrýstingur.

Af öllum glæpum sem fyrirfinnast þá eru glæpir tengdir myndlist einhvern veginn þeir allra svölustu og áhugaverðustu. Hér er langur og skemmtilegur prófíll um listfölsunarsérfræðing sem hefur oft aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsóknir þeirra. (KF.)

Kristján Atli Ragnarsson skrifar fína hugvekju um baráttu íslenskunnar við enskuna og kemur inn á ýmislegt sem flest okkur ættu að geta samsvarað sig við.

Mér fannst endurgerðin af Draugabönunum, þar sem konur tóku yfir hlutverk karlanna í fyrri myndinni, vandræðalega léleg. Ef gera á bíómyndir með áhugaverðum konum í aðalhlutverkum, er þá virkilega ekki hægt að fitja upp á einhverju kræsilegra en að láta þær leysa af hólmi karlmenn í gömlu efni?

Fín hugleiðing um staðlaðar kynjaímyndir, einkum þó karlmennsku. „To embrace anything feminine, if you’re not biologically female, causes discomfort and confusion, because throughout most of history and in most parts of the world, being a woman has been a disadvantage. Why would a boy, born into all the power of maleness, reach outside his privileged domain? It doesn’t compute.“

Frábært höfundaspjall við Philip Roth í The Paris Review. Höfundaviðtölin í nefndu tímariti eru mikil fjársjóðskista –– þau voru áður öllum opin en eru nú aðeins aðgengileg áskrifendum tímaritsins – en þetta hér er ólæst, að minnsta kosti þegar þetta er skrifuð, og það sjálfsagt gert í minningu Roths, sem lést nú á dögunum. (SN.)

Ég rambaði á nýja þætti um ljóðlist í Bandaríkjunum. Mér til mikillar undrunar og skemmtunar var einn þátturinn um eitt af mínum uppáhalds bandarísku ljóðskáldum, rapparanum Nas. Hér er farið vandlega yfir hans höfundarverk – sérstaklega tímamótaplötuna Illmatic. Það vill síðan svo skemmtilega til að hann var að gefa út nýja plötu í vikunni, framleidda af Kanye West, sem mér finnst mjög skemmtileg. (KF.)

Óskar Örn Arnórsson, doctorsnemi við Columbia University í New York, skrifar bráðskemmtilega grein um íslensk knattspyrnuhús, sem hugsanlega eru lykillinn að baki lygilegum árangri íslenska landsliðsins í fótbolta.

Ætti ég að kenna barninu mínu rússnesku? Vel skrifuð frásögn og geymir ýmis álitamál um fjöltyngi, sem mun án vafa aukast meðal Íslendinga í sítengdum heimi á komandi árum, og einnig hugleiðingar um þær pólitísku og menningarlegu klyfjar sem fylgja tungumálum.

Hugleiðing um plast í The Economist. Er það kannski ekki jafn slæmt og við óttumst? 

Hér birtir Soffía Auður Birgisdóttir áhugaverða grein á FB-síðu sinni, um Íslendingasögur og íslenska alþýðu fyrr á tímum. „Það kann að vera erfitt fyrir fólk sem fæddist eftir að íslenska bændasamfélagið með kvöldvökulestri leið undir lok að skilja hversu sterkan þátt Íslendingasögurnar áttu í tilveru þeirra sem ólust upp við lestur þeirra og þá sannfæringu að þau væru að fræðast um forfeður sína og sögu þegar hlýtt var á lesturinn.“ (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s