Hlekkir, 6. júlí 2018

Hér er að finna ágætis viðtal við hinn mikla Daniel Kahneman. Þetta er góður inngangur inn í heimspeki hans og fyndið líka að sjá hvað hann er lítillátur og hógvær karakter. (KF)

Við fengum ábendingu frá Kristjáni Atla Ragnarssyni:
Hér er gott viðtal við Tim Winton, einn af mínum eftirlætis, þar sem hann fjallar m.a. um nútímakarlmennsku. Mjög áhugavert.

Ég hafði til umfjöllunar í síðasta pistli góða grein um gervigreind og möguleika hennar. Hér er geggjuð útskýring á því hvað gervigreind snýst um. Ótrúlega flott og myndræn. (KF)

Í þessari grein úr The New Yorker er fjallað um hið ærslafulla líf Ice Poseidon, sem streymir hversdegi sínum í beinni útsendingu yfir netið til þúsunda aðdáenda sinna. Aðdáendurnir fylgjast í rauntíma með sínum manni og koma honum í margvíslegt klandur með símaati og öðrum bellibrögðum. Með þessu móti rakar Ice Poseidon, réttilega, inn mörgum milljónum á mánuði. (SN.)

Mér fannst þetta góð tækni til að muna betur það sem maður les. Nú les ég mikið og finn eftir því sem aldurinn færist yfir mann hvað maður á erfiðara með að muna öll þessi ósköp. Þótt ég muni kannski ekki fylgja nákvæmlega þessari tækni þá held ég að það sé ráðlegt að hafa svona reglur til viðmiðunar.

Nú á ég þrjú börn og eitt af því helsta sem ég pæli í dags daglega er hvernig ég næ athygli þeirra. Þessi fína grein fer í saumana á því hvernig er best að ná athygli barna og hvernig vestrænar aðferðir duga skammt í þeim efnum.

John Gray, breski dómsdagsspekingurinn frægi, er hér í stuttu en skemmtilegu viðtali.

Financial Times tók saman bestu bækur ársins hingað til fyrir sumarfríið. Margt mjög gott að finna hér. (KF.)

Spáð í borgaralaun. Hugmyndin um að fráleitt sé að borga fólki fyrir „að gera ekki neitt“ er lífsseig. En auðvitað má skoða það mál frá ýmsum sjónarhornum. Eru borgaralaun eitthvað fáránlegra samfélagsfyrirkomulag en margt sem tíðkast í dag?

Og svo er það moldin og hlýnun jarðar.

Mér fannst þetta viðtal við Jonathan Franzen í The New York Times-helgartímaritinu skrambi fínt. Franzen er auðvitað einn lofaðasti og virtasti núlifandi skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, en gáfnaljós og réttsýnisspekingar elska líka að hata hann og gera óspart grín að honum. Franzen hefur oft verið sakaður um óþarfa viðkvæmni –– samanber að hann forðast að lesa um sjálfan sig á netinu og auglýsa snilld sína á samfélagsmiðlum –– en hann svarar því til á snjallan hátt og segir að Internetið, og einkum samfélagsmiðlarnir, geri okkur öll einmitt svo brothætt og stöðugt háð viðbrögðum og/eða viðurkenningu annarra. Og svo ypptir hann bara öxlum og fer í fuglaskoðun. (Hann er mikill fuglaskoðari.) Ég segi fyrir mitt leyti: ég vildi óska að náungar af sömu vitsmunagráðu og J.F. væru algengari og/eða fyrirferðarfrekari í samtímanum. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s