Hlekkir, 13. júlí 2018

Hér er frábær grein um vaxandi mikilvægi Thomas Bayes sem er faðir skilyrtrar líkindafræði og einn merkasti kenningarsmiður tölfræðinnar fyrr og síðar. (KF.)

Við fengum ábendingu frá Brynhildi Bolladóttur:
Var að lesa þessa grein eftir að hafa séð þetta tíst. Fannst hún eiga erindi til ykkar og lét mig ekki aðeins velta vöngum yfir því hvort við séum öll opinberar persónur núna heldur líka Snapchat og Instagram stories þar sem öllu er sífellt sjónvarpað – með og án vitundar okkar.

Þá benti Óskar Arnórsson Leslistanum á þessa vel rituðu grein eftir Guðmund Gunnarsson og í beinu framhaldi á þessa hér, sem hefur þann frábæra titil „The Limits of the Livable City: From Homo Sapiens to Homo Cappuccino“. Þessar ábendingar komu í kjölfar þess að ég kvaðst í framhjáhlaupi hafa rennt í gegnum Borgina, heimkynni okkar eftir Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttur, svolítið einkennilegt verk sem orkaði á mig eins og nokkurs konar varnarræða fyrir núverandi deiliskipulagi í Reykjavík og er ritað, að vísu lipurlega, af svo mikilli sannfæringu fyrir málstað höfundanna að textinn er laus við öll innri átök og fyrir vikið verður sú reynsla að lesa hann frekar frústrerandi og léleg upplifun, vitsmunalega séð. Mann grunar nefnilega að höfundana skorti alls ekki gáfur til að kafa aðeins dýpra í efnið og þjarma að eigin málstað og sannfæringu, en því er ekki að heilsa og úr verður því eins konar einstrengingsleg og stundum hálf-naíf söluræða fyrir vissri tegund af nútímaborg. Kannski meira um það síðar! (SN.)

Klikkuð grein sem Paris Review birti nýlega úr endurminningum rússneska rithöfundarins Varlam Shalamov. Greinin heitir 45 hlutir sem ég lærði í Gúlaginu og í henni dregur hann fram rosalega viskumola frá dvöl hans í fangelsinu alræmda. Hér er t.d. einn mjög góður: “30. I discovered that the world should be divided not into good and bad people but into cowards and non-cowards. Ninety-five percent of cowards are capable of the vilest things, lethal things, at the mildest threat.”

Flestir þeir sem vinna skrifstofuvinnu vinna í svokölluðu opnu rými, þar sem engin skilrúm eru á milli starfsmanna og allir geta gjammað hver upp í annan. Upphaflega pælingin með þessu var að auðvelda samskipti á milli fólks og stuðla að samvinnu en samkvæmt þessari rannsókn eru áhrifin í raun þveröfug. Opin rými draga beinlínis úr samvinnu. Minn grunur er reyndar sá að opin rými séu sparnaðarráð fyrirtækja, en hvað veit ég svosem? (KF.)

Ein kjánalegasta skrifráðlegging sem ég hef lesið frá rithöfundi er svohljóðandi:„Here is a lesson in creative writing. First rule: Do not use semicolons. They are transvestite hermaphrodites representing absolutely nothing. All they do is show you’ve been to college.“ Svo ritaði Kurt Vonnegut, og jú jú, þetta er pinku fyndið, en litað af skrítnu óöryggi og bandarískum antí-intellektúalisma. Í fyrsta lagi fæ ég ekki séð að notkun á semikommum endurspegli menntun þess sem ritar á nokkurn hátt; semikommur eru notaðar til að hnykkja á eða hnýta við málsgrein einhverri viðbót og eru einungis sakleysisleg tegund af greinarmerkjasetningu, ekki einhvers konar spegill sálar þess sem ritar eða vísbending um ferilskrá viðkomandi. En kannski var Vonnegut nú ekki fyllilega alvara? Hvernig sem því liður, þá hafa þessi varúðarorð karlsins reynst furðu lífsseig og hreiðrað um sig í vitund margra ungra höfunda. En hvað býr til lélegri höfunda en stofnanaumhverfi tölvunnar þar sem þúsundir, ef ekki milljónir óöruggra kvíðabúnta gúgla, á sams konar vélar, í sams konar notandaviðmóti, á sams konar kaffihúsi, með sams konar kaffi, orðin „good writing rules“ og fá upp sama bullið um einhverjar semikommur – nær allir sömu niðurstöðuna – og reyna svo að tileinka sér þær og má í leiðinni út sjálfa sig. Ef fólk ætlar sér að þroskast í að verða áhugaverðir rithöfundar, þá þarf að brenna heiminn og búa til sínar eigin reglur. Hér er þetta með semíkommurnar aðeins tekið fyrir. (SN.)

Fann þessa skemmtilegu grein um Ferrero fjölskylduna sem á m.a. heiðurinn af Ferrero Rocher molunum og Nutella smjörinu. Veldi þeirra hefur risið hægt og bítandi í að verða stórveldi í sælgætisbransanum. Vissir þú t.d. að þau kaupa um þriðjung allra þeirra heslihneta sem framleiddar eru í heiminum?

Sammála Ólafi Elíassyni í nýju viðtali þar sem hann segir að allir fjármálaráðherrar þyrftu fyrst að vera menningarmálaráðherrar. Finnst líka kominn tími á sérstakt menningarmálaráðuneyti á Íslandi. (KF.)

Hér er fjallað um hagnýtt gildi tækjaúrgangsins okkar. Og hvað efnahagslega módelið, sem er að rústa heimkynni okkar með undraverðum hraða, er bjánalegt. Meðal annars tæpt á hugtaki sem kalla mætti „ráðgerða úreldingu“ upp á íslensku: „“Planned obsolescence,” the intentional creation of products that rapidly become outdated so customers must replace them with ever-newer models, remains the modus operandi of the tech industry.“ (SN.)

Sama hvaða skoðun maður kann að hafa á Kardashian systrunum þá verður maður að viðurkenna að árangur Kylie Jenner á viðskiptasviðinu er rosalegur. Hún er núna á forsíðu Forbes og í áhugaverðri grein í því tímariti er því haldið fram að hún verði undir lok árs yngsti sjálfgerði milljarðamæringurinn. (KF.)

Falleg, allt að því ljóðræn hugleiðing um næturklúbbinn Berghain í Berlín, sem er eins konar andsvar við kapítalískri yfirtöku á hverju sviði samfélagsins og upphefur næturlíf í listgjörning. Besta grein sem ég las í vikunni!

Á Sýsifosi virðist ýmislegt leynast sem bæði er ágætlega ritað og hugsað.

Og svo að lokum athyglisverð hugleiðing um vitsmunagreind og hendur. Erum við svona klár vegna þess að við höfum hendur? Eða er það öfugt? (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s