Hlekkir, 27. júlí 2018

Við fengum góða ábendingu frá Þorgeiri Tryggvasyni í tilefni þess að Guns & Roses heiðruðu Íslendinga með nærveru sinni í vikunni:

Langaði bara að benda ykkur á þessa frábæru grein eftir einn af mínum eftirlætispennum, John Jeremiah Sullivan. Hún er um Axl Rose og gæti því sómt sér vel í næsta tölublaði.

Fengum einnig ábendingu frá Jóhanni Helga Heiðdal, en það er grein um heimspekinginn Charles Mills.

W.H. Auden er að öllum líkindum uppáhalds ljóðskáldið mitt. Hér er ágætis greining á verkum hans og honum sjálfum. (KF.)

Saknarðu myndbandaleiganna? Ég hef verið á Íslandi síðustu tuttugu daga og veikst tvisvar, sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig og fékk mig til að rifja upp ljúfar minningar af því þegar maður lá heima með flensu í barnæsku og einhver samherji var gerður út af örkinni til að leigja handa manni spólu, eina nýja, eina gamla, og kaupa bland í poka. Nú eru myndbandaleigurnar horfnar. Ein í Alaska hélt þó lífi þangað til mjög nýlega, af ýmsum ástæðum. (SN.)

Virkilega áhugavert viðtal sem blaðamaður Financial Times tók við Henry Kissinger á dögunum. Mér finnst blaðamaðurinn reyndar eyða of miklum tíma í að fá álit Kissinger á Trump, sem hann vildi alls ekki gefa upp í smáatriðum.

Frægir rithöfundar mæla með bókum til að lesa í sumarfríinu.

Hér er falleg saga um konu sem gaf fúlgur fjár til listakvenna í mörg ár og fór huldu höfði þar til nú fyrir skemmstu. (KF.)

Í nýjasta Tímariti Máls & menningar tekur Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur, viðtal við bandaríska starfsystur sína, Eileen Myles. Ég myndi setja hlekk á viðtalið – nema hvað Tímarit Máls & menningar er enn ekki til á Internetinu nema í mýflugumynd. Nú líður hins vegar að því að nýr ritstjóri taki við tímaritinu og maður bindur vonir við að gerður verði skurkur í netmálum og upp fari falleg og læsileg vefsíða – opin áskrifendum og stöku grein/viðtali/smásögu/ljóði jafnframt smokrað út í kosmósið til hugsanlegra framtíðaráskrifenda. (SN.)

Manstu eftir því hvernig internetið var á árdögum þess? Hversu gaman var að vafra um netið og skoða síður um allt milli himins og jarðar? Þessi góða greinhér fjallar um hvernig bloggið gerði Internetið einsleitara. Mjög margt til í þessu.

Grein um hvernig hópur fólks á netinu reyndi að finna allt sem það gat til að sverta mannorð manns eins á netinu eftir að hann hafði verið skipaður í nefnd um skólamál í Bretlandi. Svonalagað virðist orðið skammarlega algengt. Gott dæmi um allt það sem er rangt við umræðu á netinu í dag.

Við Sverrir höfum áður haft til umræðu bækur eftir Steven Pinker, sem er einn af helstu postulum framfaratrúarinnar í dag. Í þessari fínu grein í New Yorkerer velt vöngum yfir hvort heimurinn sé í raun að verða betri eða verri – eða hvort heimurinn sé of flókinn til að hægt sé að líta svo á að hann sé í fram- eða afturför.

Í greininni hér fyrir ofan er vísað í hagfræðinginn Branko Milanovic sem ég hef mjög gaman af að lesa. Mér finnst hann vera einn skarpasti greinandi á ójöfnuði sem fyrir finnst. Hér er nýleg grein eftir hann sem ég hafði gaman af, en annars er alltaf gaman að lesa bloggið hans. (KF.)

Hefurðu hugsað mikið út í reipi?

Æ, elsku Amy. Greinarhöfundur fjallar um vanþekkingu hins almenna leikmanns á alkóhólisma og eiturlyfjafíkn og pælir í því hvers vegna við eigum svo erfitt með að samþykkja að sumt fólk vilji einfaldlega, og kjósi, að tortíma sér, jafnvel þau okkar sem gædd eru himneskum sönghæfileikum. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s