Hlekkir, 3. ágúst 2018

Robert Caro er að öllum líkindum einn allra besti núlifandi ævisagnahöfundurinn. Ég hef áður minnst á bók hans, Power Broker, sem fjallar um ævi Robert Moses en er í raun ýtarleg rannsókn á því hvernig völd einnar manneskju gátu umbreytt heilli borg (New York). Hann er enn að skrifa ævisögu Lyndons Johnson, aðra stóra rannsókn á völdum og beitingu þeirra sem mig langar mjög mikið að lesa (þegar börnin mín verða fullorðin og ég hef loksins tíma til þess). Hér er gott nýlegt viðtal við Caro sem ég hafði mjög gaman af og hér er ágæt grein um stöðu ævisagnaformsins, sem vísar aðeins í Caro.

Elena Ferrante skrifaði nýlega stutt lesendabréf í Guardian um hversu erfitt það er að fylgjast með fréttum og vera upplýst/ur nú til dags. Góður lokahnykkur sem við, karlpungarnir hjá Leslistanum, getum líka tekið undir: “Sometimes I think I understand why we women increasingly read novels. Novels, when they work, use lies to tell the truth. The information marketplace, battling for an audience, tends, more and more, to transform intolerable truths into novelistic, riveting, enjoyable lies.”

Hefur Google og Facebook tekist að drepa auglýsingabransann eins og við þekkjum hann? Í þessari góðu grein er reynt að kryfja málið til mergjar. Góð lína hér í viðtali við auglýsingamógúlinn Rory Sutherland: “One reason I’m not predicting the death of advertising any time soon is that you can see how important it is in nature. A flower is basically a weed with an advertising budget.”

Það er ekki algengt að finna klárt fólk sem styður Donald Trump opinberlega. Tæknifjárfestirinn Peter Thiel, sem var einmitt til umfjöllunar í síðasta lista, er einn þeirra. Hér er hann í mjög áhugaverðu viðtali við þýska blaðið Die Weltwoche (á ensku).

Talandi um samfélagsmiðla og tæknifjárfesta. Það fór líklega ekki fram hjá neinum í síðustu viku að hlutabréfaverð Facebook fór hríðlækkandi eftir uppgjör sem var undir væntingum fjárfesta. Alls konar skýringar og dómsdagsspár um fall samfélagsmiðilsins komu í kjölfarið en það voru ekki margir miðlarnir sem tóku sér tíma til að greina málið vandlega. Sem betur fer kom Ben Thompson hjá Stratechery úr sumarfríi til að fara mjög vandlega yfir stöðuna.

Líður þér eins og þú gætir og jafnvel ættir að skrifa bók? Þessi fína grein kemur þér þá rækilega aftur niður á jörðina.

New York Review of Books er hér með frábæra grein um listamanninn Constantin Brancusi, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ætti að vera mun betur þekktur.

Af hverju eru gáfumannabækur eins og Sapiens orðnar svona vinsælar? Ein ástæða gæti verið sú að eftir því sem heimurinn verður flóknari, því meiri eftirspurn verður eftir gáfulegum bókum sem útskýra hann á einföldu máli. Góð grein hér um einmitt þetta. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s