Hlekkir, 17. ágúst 2018

Financial Times tók saman úrval bestu viðskiptabóka sem gefnar hafa verið út á árinu. Margt forvitnilegt að finna þar.

Hér er forstjóri Spotify í áhugaverðu viðtali.

Atlas Obscura spyrja hér bókasafnsverði í 12 bókasöfnum um elstu munina í þeirra fórum. Virkilega fróðleg samantekt.

Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder hefur verið einn ötulasti gagnrýnandi Pútíns og þeirrar spillingar sem hann stendur fyrir í Rússlandi. Hann skrifaði bók um raunir sínar þegar hann stjórnaði fjárfestingafélagi í Rússlandi og lýsti því hvernig vinur hans var pyntaður og loks myrtur af rússneskum yfirvöldum. Sú bók nefnist Rauð viðvörun og kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum árum og ég mæli mjög mikið með henni. Ég tók viðtal við hann þegar hann kom til landsins til að kynna bókina og sá fundur skildi mikið eftir sig. Þetta er rosalegur maður og saga hans er mögnuð. Í nýjasta tölublaði New Yorker er langur og ítarlegur prófíll um kauða.

Eitt af mínum uppáhalds tölfræðibloggum (já, ég les fleiri en eitt tölfræðiblogg) er bloggið hans Andrew Gelman. Þetta er hafsjór af fróðleik og skemmtilegum pælingum fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði og vandaðri rannsóknarvinnu. Það kom mér skemmtilega á óvart að lesa þennan pistil frá honum þar sem hann færir rök fyrir því að feminismi hafi gert hann að betri vísindamanni. Hér er ein góð lína: “It is not that feminism is some sort of superpower that allows one to consider alternatives to the existing defaults, it’s more that these alternatives are obvious and can only not be seen if you don’t allow yourself to look. Feminism is, for this purpose, not a new way of looking at the world; rather, it is a simple removal of blinders. But uncovering blind spots isn’t that simple, and can be quite powerful.”

Það vita þeir sem eiga börn hversu erfitt getur verið að eiga krefjandi starfsferil og sinna barnauppeldi samtímis. En í langflestum tilvikum er það töluvert meira krefjandi fyrir konur. Hér er góð grein sem segir frá því hversu erfitt það er að vera bæði vísindamaður og mamma.

Laphams Quarterly birtir hér stórskemmtilegan lista af bókameðmælum frá Emily Dickinson sem er dreginn úr ýmsum bréfum sem hún skrifaði vinum sínum yfir ævina.

New York Times birtir hér frábæra minningargrein um nýlátinn bókaunnanda. Hann sagðist sjálfur hafa verið víðlesnasti maður jarðar – í hið minnsta þegar kemur að skáldsögum.

Hér er tónlistargagnrýnandinn Jay Nordlinger í skemmtilegu viðtali um listina og mikilvægi hennar. Að hans mati er mun mikilvægara að list sé tímalaus en að hún eigi eitthvað sérstakt „erindi“ við samtímann. Ég deili þeirri skoðun með honum.

Hér spjalla rithöfundurinn David Mitchell og tónlistarmaðurinn Brian Eno um listina. Kannski hefur Eno rætt um þetta áður en mér fannst sérstaklega áhugavert hvernig hann líkir tónlist við myndlist og almennt hvað þeir fara djúpt í að ræða um tónlistina. Mér fannst líka lokaspurningin helvíti góð:

“If you could email your twenty-year-old self about what was ahead, what would you tell him? Or would you tell him nothing and just let him get on with it?

BE: I think I’d say, “Put out as much as you can. It doesn’t do anything sitting on a shelf.” My feeling is that a work has little value until you “release” it, until you liberate it from yourself and your excuses for it—“It’s not quite finished yet,” “The mix will make all the difference,” etc. Until you see it out there in the world along with everything else, you don’t really know what it is or what to think of it, so it’s of no use to you.” (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s