Hlekkir, 24. ágúst 2018

Borges er einn af þessum rithöfundum sem ég bara fæ engan veginn nóg af. Í hvert skipti sem minnst er á hann á internetinu þá smelli ég á viðkomandi hlekk og hann er líklega sá höfundur sem ég hef endurlesið oftast. Hér er stutt og laggot viðtal sem heimspekiprófessorar tóku við hann á áttunda áratugnum. Einn þeirra sem tekur viðtalið stofnaði síðu sem heitir Arts & Letters Daily og hefur að geyma skemmtilega hlekki sem birtir eru daglega.

Hér er skemmtilegur dómur um bók um hollenska málarann Vermeer, sem ber titilinn „Hann bjó til meistaraverk úr kúk“. Titillinn vísar til þess hversu strembið ferli það var að búa til málningu á þessum tíma og í hvert skipti sem ég hugsa til þess verð ég hrifnari og hrifnari af gömlu meisturunum.

Þegar ég bjó í New York þræddi ég Bowery götuna nær daglega. Minnist þess oft þegar gamalgróinn New York-búi sagði mér að ég hefði varla lifað af að labba götuna fyrir svona 20 árum síðan vegna þess að glæpatíðnin var svo há. Staðan er allt önnur í dag – fermetraverðið orðið gífurlega hátt á síðustu árum og nær hættulaust að spóka sig þar. Það gladdi mig að heyra að út er komin bók um þessa götu en hér er hún til umfjöllunar í New York Times.

Hér er merkilega vönduð og vel hugsuð grein af blogginu Melting Asphalt, um auðsöfnun.

Ef marka má þessa grein frá tímaritinu Strategy-Business þá lifir hin prentaða bók enn góðu lífi. Við Leslistamenn fögnum því að sjálfsögðu – með kampavíni.

Mér finnst breski rithöfundurinn Will Self alltaf svolítið skemmtilegur. Hér er hann í viðtali við Guardian sem mér sýnist vera að stela Ráðunautaforminu okkar.

John Gray er hér í fínu viðtali um trúleysi. Mér finnst hann með dýpstu og áhugaverðustu núlifandi hugsuðum.

Times Literary Supplement er byrjað með skemmtilega greinaröð um merka hugsuði. Hér er hagfræðingurinn merki John Maynard Keynes tekinn fyrir með glæsibrag. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s