Hlekkir, 31. ágúst 2018

Einn besti greinandi listamarkaðarins, Georgina Adam, er hér í viðtali við síðuna Fivebooks um þær fimm bækur sem henni finnst lýsa þeim markaði hvað best. Bækurnar eru vel valdar og viðtalið skemmtilegt.

Fann mjög skemmtilegt bingóspjald fyrir bókadóma. Gott að hafa réttu klisjurnar manni til hliðsjónar.

Nassim Taleb, einn af mínum uppáhalds hugsuðum, er virkilega vel lesinn maður. Hér hefur einhver tekið saman uppáhalds skáldverk Talebs. Þetta er langur og virkilega áhugaverður listi. Mér fannst þessi athugasemd frá Taleb mjög góð: “Fiction is a certain packaging of the truth, or higher truths. Indeed I find that there is more truth in Proust, albeit it is officially fictional, than in the babbling analyses of the New York Times that give us the illusions of understanding what’s going on. Newspapers have officially the right facts, but their interpretations are imaginary – and their choice of facts are arbitrary. They lie with right facts; a novelist says the truth with wrong facts.”

Hér ræðir David Simon, höfundur The Wire, um ferilinn og margt fleira.

Errol Morris, einhver besti heimildarmyndagerðarmaður allra tíma, er að gefa út heimildarmynd um Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump. Hér er hann í viðtali við Boston Review og hér ræðir hann við New York Times um myndina og Bannon sjálfan.

Hér segir blaðamaður frá fyrirætlunum sínum um að opna bókabúð á ástralskri strönd í stað þess að fara á eftirlaun. Mjög rómantísk frásögn.

Financial Times birtir hér virkilega áhugaverðan prófíl um Jamie Oliver og þau rekstrarvandræði sem hafa plagað hann vegna veitingahúsakeðjunnar sem ber nafn hans.

Eru samfélagsmiðlar að breyta því hvernig bókakápur líta út? (KF.)

John Coltrane og endalok djassins.

Útópía hinna ríku er staðsett í skýjunum.

Og svo að lokum: aðeins um upphaf emoji-táknanna í Japan (svokallaðra tjákna). (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s