Hlekkir, 7. september 2018

Mögnuð umfjöllun í National Geographic. Kona ein fremur misheppnaða sjálfsmorðstilraun: hún ætlar að skjóta sig í höfuðið en tætir í staðinn af sér allt andlitið og lifir af. Óhugnanlegt. Önnur ung kona, í mikill neyslu, tekur inn of stóran skammt og deyr. Andlitið er tekið af henni og grætt á þá fyrri. Sjón er sögu ríkari. (SN.)

Hér segir Literary Hub (skemmtilegur vefur) frá afrískum dreng sem varð þýskur heimspekingur á átjándu öld.

Financial Times mælir hér með átta nýútkomnum viðskiptabókum (KF.)

Vingjarnleg pólsk hjón reka litla matvörubúð skammt frá heimili mínu og þar má næla sér í ýmsar matvörur frá gamla heiminum sem og erfðabreyttar bandarískar afurðir. Tómata á stærð og þyngd við keilukúlur. Gulrætur á stærð við fullvaxta fótlegg. Þangað fer ég oft til að kaupa mér búrek og feta – og í vikunni einnig ávexti, sem ég tíndi samviskusamlega í taupokann sem ég hef ævinlega yfir öxlina. Eigandinn, karlinn, brosti í kampinn þegar ég tíndi afurðirnar aftur upp úr taupokanum – fjórar plómur, tvær nektarínur, sjö epli og svo framvegis – svo hann gæti vigtað góðgætið. „Ætlarðu að bjarga New York-borg frá tortímingu?“ spurði hann glottandi, í góðlátlegum tón, og vísaði til þess að ég væri eini kúnninn sem ekki stingi öllu í litla plastpoka. Það sama gerist stundum þegar ég bið um að fá brothætt glas frekar en plastglas á kaffihúsum New York-borgar: þá er horft á mig eins og ég sé snobbað merkikerti að setja sig á háan hest. Og sjálfsagt er ég það líka: snobbað merkikerti. Hér má gæða sér á grein um sögu einnota plastokans. (SN.)

Atlas Obscura fjallar um harðfiskinn, það mikla sælgæti.

Economist með vandaða umfjöllun um þrjá hugsuði sem skrifuðu einna mest um frelsi. Isaiah Berlin, John Rawls og Robert Nozick.

Scientific American skrifa um Karl Popper og vísindaheimspeki hans.

Hér eru dregin fram tólf viskukorn um viðskipti frá rapparanum Chance the Rapper, á einu af mínum uppáhalds bloggum, 25IQ. Þetta er eins konar kennslurit um viðskipti þar sem höfundur síðunnar, Tren Griffin, tekur saman spakmæli frá athafnamönnum og stundum röppurum um viðskipti og fyrirtækjarekstur. Mæli mikið með þessu.

Við höfum nokkrum sinnum tekið fyrir umfjöllun um bókina Bullshit Jobseftir David Graeber. Ég var orðinn nokkuð leiður á greinum um þetta málefni en þessi stutti pistill í Slate Star Codex er helvíti góður og setur það í ágætt samhengi.

Japanskur verkfræðingur hefur stofnað sjálfvirkan fjölmiðil. Guð minn góður.

Ég fylgist stundum með blogginu hjá Michael Orthofer sem hefur gagnrýnt ótrúlegt magn af bókum. Rambaði á nýlega gagnrýni hans á bók eftir Braga Ólafsson, sem einmitt var ráðunautur Leslistans fyrir stuttu. (KF.)

Parul Sehgal rýnir svo í verk eftir annan íslenskan höfund, Sjón.

Fyrir nokkrum dögum ýtti Le Monde úr vör ógnvekjandi syrpu, Sept voyages en terres sacrifiées – sjö ferðalög til staða sem stóriðnaður hefur leikið grátt, gjöreyðilagt. Flakkað er frá Anniston í Bandaríkjunum til Dzerjinsk í Rússlandi og þaðan til Kanada, Brasilíu, Japan, Ítalíu, Kyrrahafsins. Stór svæði jarðarinnar, sem áður voru búsældarleg og fögur, eru ónýt.

Og áfram á sömu nótum: Elizabeth Kolbert fjallar um skógarelda í The New Yorker. Svokallaðir risabrunar heyrðu áður til algjörra undantekninga í Bandaríkjunum, en eru nú nýja normið. „A blaze that consumes more than a hundred thousand acres is known as a megafire. It used to be rare for fires to reach this threshold. Now it’s routine.“

Starafugl er kominn úr sumarfríi og gefur í kjölfarið út leshefti. „Um þrifalega staði með góðri lýsingu.“ Skemmtilegt. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s