Bækur, 14. september 2018

Mér barst í pósti falleg ljóðabók, nýútkomin: Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Ég er búinn að lesa hana einu sinni, en það er erfitt að tjá sig af viti um ljóðabækur eftir aðeins einn lestur. Staldraði við margt sterkt og fallegt. Eflaust meira síðar.

Ríkisstjórnin kynnir nýja stefnu í loftslagsmálum og því er viðeigandi að tæpa á doðranti sem ég hef verið að lesa meðfram öðru, No Immediate Danger eftir hinn skemmtilega ýkta William T. Vollmann. (Seinni hluti verksins, No Good Alternative, kom út fyrir skemmstu.) Það sem er hressandi við þetta tröllaukna verk Vollmanns, sem fjallar um loftslagsbreytingar og (ó)meðvitað sjálfsmorð okkar mannkyns, er að hún boðar enga bjartsýni. Við erum búin að eyðileggja jörðina og ástandið mun bara versna og versna. Og hvað táknar það, siðferðilega, fyrir okkur sem dýrategund? Nathaniel Rich ritar um bókina í The Atlantic (og ég mæli með þeirri grein fyrir þá sem vilja fá fyllri lýsingu á verki Vollmanns): „Nearly every book about climate change that has been written for a general audience contains within it a message of hope, and often a prod toward action. Vollmann declares from the outset that he will not offer any solutions, because he does not believe any are possible[.]“  Uppörvandi orð, það. Ég segi ekki að ég sé sammála; á maður ekki alltaf að reyna sitt besta jafnvel gegn ofurefli og í vonlausum aðstæðum? Í greininni segir enn fremur: „The victims of these carbon ideologies are not only the species of fauna and flora that are going extinct, the fragile ecosystems that will collapse, and the future generations of humans who will have to subsist on insects. The victims are us—we who are now living and who deny, to varying extents, the degree of damage we are inflicting upon ourselves. Carbon Ideologies is a chronicle of self-harm.“ (SN.)
 

Óskalisti Leslistans:

Hið íslenska bókmenntafélag gefur út bók eftir nafna minn Sverri Jakobsson, Kristur. Saga hugmyndar. Sú finnst mér lofa afar góðu.

Bryndís Björgvinssdóttir er að gefa út bókina Krossgötur; álfatrú á Íslandi og áhrif álfabyggða og annarrar bannhelgi á landslag og umhverfi. Ég hef oft hugsað með mér að einmitt slíka bók vantaði tilfinnanlega í bókaskápinn minn. Og nú hefur Bryndís sem sagt skrifað hana. Takk. Svala Rögnvaldsdóttir skreyttir verkið ljósmyndum sínum. Væntanleg.

Partus forlag gefur út Hefnd grasflatarinnar, þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar á The Revenge of the Lawn eftir Richard Brautigan, bók sem ég hef líklega lesið tólf sinnum. Fengur að því.

Helgi Ingólfssonar gefur út Kver um kerskni og heimsósóma og sameinar þar tvö helstu áhugasvið mín í einum titli.

Þá kom út þann 11. september bókin Fear: Trump in the White House eftir Bob Woodward. Mér skilst að fólk hafi flykkst í bókabúðir og myndað langar biðraðir. Ég er byrjaður að lesa hana og hún er lipur og grípandi. Og skelfileg auðvitað. Stephen Bannon er, ef marka má bókina, afar áhugaverð blanda af snillingi og hálfvita, einfeldningi og djúpum hugsuði. (SN.)

Hlustaði á hlaðvarp um bókina The Virtue of Nationalism eftir Yoram Hazony. Var skeptískur fyrirfram en er frekar spenntur fyrir henni eftir þáttinn.

Út er komin bókin Coddling of the American Mind eftir Jonathan Haidt. Held að þetta verði algjör negla.

Hér er umfjöllun um væntanlega bók um Ólaf Elíasson og list hans. Þetta er svona kaffiborðsbók (þoli þær ekki) en virðist vera virkilega forvitnileg – sérstaklega ef maður er jafn áhugasamur um list Ólafs og ég er. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s