Af netinu, 21. september 2018

Rithöfundurinn Steven Johnson er að gefa út bók um hvernig á að taka stórar ákvarðanir. Þessi fína grein er dregin úr þeirri bók.
Mikið hefur verið talað um falsfréttir síðustu misserin og hætturnar af því að dreifa röngum upplýsingum í fréttamiðlum. Ég fann nýlega tvær greinar sem fjalla um hætturnar af raunverulegum fréttum – hvernig fjölmiðlar geta dregið ranga mynd af samtímanum, þrátt fyrir að þeir segi satt og rétt frá. Fyrri greinin er hér, seinni greinin hér. Mér finnst þetta vera virkilega umhugsunarvert. (KF.)

„I had not been alone in a decade. I had not been alone because I am a mother, and a mother is never alone.“ Claudia Day skrifar um hlutskipti rithöfundarins sem einnig er móðir.

Og fyrst móðurhlutverkið ber á góma: Nýtt íslenskt veftímarit, Flóra, hefur hafið göngu sína, og í fyrstu útgáfu þess er fjallað um móðurhlutverkið á tímum loftslagsbreytinga.

Þetta fannst mér áhugaverð lesning um Ingibjörgu Þórðardóttur, ritstjóra stafrænna teyma CNN á heimsvísu. Greinilega leiftrandi klár kona (en ljóður á umfjöllunni hversu heimskuleg fyrirsögnin er!).

Af hverju tökum við ekki upp norsku leiðina í bókaútgáfu? spyr Margrét Tryggvadóttir í grein sem birtist í apríl síðastliðnum en vert er að rifja upp nú. „Norð­menn skil­greina tungu­málið sitt sem örtungu­mál í útrým­ing­ar­hættu sem beri að styðja og styrkja með ráðum og dáð. Í Nor­egi er starf­rækt sér­stakt inn­kaupa­ráð sem kaupir ákveð­inn ein­taka­fjölda af öllum almenni­legum norskum barna­bók­um, þó ekki fleiri en eina frá hverjum höf­undi á hverju ári. Bæk­urnar eru keyptar á föstu verði óháðu mark­aðs­verði (þótt heim­ilt sé að hækka eða lækka greiðslur þegar ástæða er til). Greiðslan er styrkur sem skipt­ist á milli útgef­and­ans og höf­und­ar­ins en í stað­inn fær inn­kaupa­stofn­unin ein­tök af bók­inni sem dreift er á almenn­ings­bóka­söfn og söfn grunn- og leik­skóla. Norska leiðin tryggir bæði höf­undum og útgef­endum „sölu“ svo bæði skrifin og útgáfan standa undir sér og síð­ast en ekki síst, öllum norskum börn greiðan aðgang að nýjum vönd­uðum og skemmti­legum bók­um.“ Ekki svo galið, ha? (SN.)

Hér er grein um svipuð málefni eftir þær Auði Jónsdóttur og Báru Huldu Beck.
(KF.)

Greinarhöfundur starfaði um þriggja vikna skeið í Amazon-vöruhúsi í Bretlandi. Hann ber stórfyrirtækinu ekki vel söguna„I fully expected warehouse work to be tough. Yet what I witnessed at Amazon went far beyond that. This was a workplace environment in which decency, respect and dignity were absent.“Berum við, sem neytendur, einhvers konar móralska skyldu til að skipta ekki við stórfyrirtæki sem kemur svona fram við starfsfólk sitt? Spyr sá sem ekki veit. (SN.)

Eru tölvuleikir list? Ég hef sjálfur aldrei fengið almennileg svör við þeirri spurningu og hef ekki náð að mynda mér skoðun. Hér er fín grein um einmitt þetta.

Auðjöfurinn Marc Benioff keypti Time tímaritið á dögunum. Blaðamaður New York Times tók viðtal við hann af því tilefni í gegnum SMS á meðan téður auðjöfur var í nuddi.

Hér er skemmtileg grein um nýja bók um ævi og störf Nietzsche. (KF.)

Hugljúf skrif um fornbókabúðir.

Valda góðu vestrænu sjálfboðaliðarnir kannski meiri skaða en þeir gera gagn? Ekki útilokað. Og eins auðvitað ekki fráleitt að vestrænt fólk í sjálfboðastarfi í öðrum heimshlutum sé ekki síður að rembast við að bjarga sjálfu sér – eigin sál – en heiminum.

John Bunn lenti í því að vera ásakaður um morð aðeins fjórtán ára gamall og settur í fangelsi, blásaklaus. Saga hans er nöturleg og lýsandi fyrir þá meðferð sem hörundsdökkir Bandaríkjamenn þurfa oft að sæta, einkum ungir karlmenn; lagakerfið virðist álíta sem svo að þeir bara hljóti að vera sekir um eitthvað. Í fangelsinu björguðu bækur lífi Bunns og nú er það lífsköllun hans að auka aðgengi krakka að bókum og hvetja þá til lesturs.

Guardian tekur saman lista yfir 50 spennandi (enskar) bækur sem eru að koma út. (SN.)

 

 

Til að hlusta á:

Ég hef lengi hlustað á hlaðvarpið Invest Like the Best, sem er eitt besta viðskiptahlaðvarp sem fyrir finnst (þótt titillinn sé býsna hallærislegur). Þáttastjórnandinn, Patrick O’Shaughnessy, hefur haldið úti hlaðvarpinu í tvö ár og skrifaði af því tilefni fínan pistil um það sem hann hefur lært á þeim tíma. Langflestir þættirnir eru góðir en ég mæli sérstaklega með heimildaþáttaröðsem hann gerði um dulmyntir. Held að ég hafi aldrei fengið jafn góða útskýringu á þessu annars mjög flókna viðfangsefni. Svo mæli ég líka með fréttabréfinu hans þar sem hann skrifar um allar þær bækur sem hann les á hverjum mánuði.

Fyrst ég er að þvaðra um viðskiptahlaðvörp, þá var bandaríska sjóðsstýringafélagið AQR Capital að byrja með nýtt hlaðvarp þar sem leitast er við að fræða fólk um fjárfestingar. Virkilega fróðlegt og vel unnið. (KF.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s