Af netinu, 28. september 2018

Móðir mín skrifaði frábæra grein í Kjarnann á dögunum tengda vandræðunum í Orkuveitunni.

Hvort kom á undan, brauðið eða bjórinn? Ný rannsókn virðist hafa svarið á reiðum höndum.

Gunnar Gunnarsson, samstarfsmaður minn, skrifaði góða grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann veltir vöngum yfir tækniþróun á íslenskum fjármálamarkaði.

Áhugaverð hugleiðing frá Branko Milanovic um kínverskt stjórnskipulag – Kommúnismi að hætti Hayek.

Hvernig á maður að skrifa vel? Hér er flott grein í Guardian um einmitt það viðfangsefni sem vísar í orðheppna snillinga á borð við George Orwell, Virginiu Woolf, Rainer Maria Rilke og Kate Moss. (KF.)

The Village Voice, götublaðið sögufræga sem barðist gegn misrétti á strætum New York-borgar, hefur nú endanlega lagt upp laupana. The New York Times fjallaði í síðustu helgarútgáfu um ýmis þekkt atvik úr sögu Raddarinnar, Seven Ways the Village Voice Made New York a Better Place.

Góð leið til að ýta undir sölu í bókabúðum … virðist vera að falbjóða þar einnig lostætar pylsur. (SN.)

Af hverju eru bækur orðnar svona langar? Hér er skrifað um þessa skrítnu þróun í bókmenntaheiminum. (KF.)

Maður heyrir stjórnmálamenn oft tala um „þarma atvinnulífsins“, ég meina, „þarfir atvinnulífsins“ í tengslum við menntakerfið. Hér er imprað á því hvernig skólakerfið víða í heiminum hefur breyst í útungunarvél fyrir framtíðarstarfsfólk fyrirtækja frekar en fræðasetur þar sem fólk ræktar hug og sál. Spurning hvort að það er heillavænleg þróun?

Vel stætt fólk hörfar sífellt hærra upp á land á flótta undan rísandi yfirborði sjávar og hinir efnaminni sitja eftir með sárt ennið – og stundum vatn upp að hnjám. Hér eru frásagnir fólks í Bandaríkjunum sem orðið hefur fyrir barðinu á loftslagsbreytingum.

Listin að fanga veðurkvíða. Spjall Nönnu Hlínar Halldórsdóttur við myndlistarhópinn International Young Female Artists Club. Birtist á Starafugli.

Og talandi um snjallar listakonur: Ein vinsælasta listakona heims er 89 ára gömul japönsk kona, sem hefur búið áratugum saman sjálfviljug á geðsjúkrahúsi. Hvernig útskýrum við vinsældir hennar? Jú, með einu orði: Instagram. Ýmsar áleitnar pælingar settar fram þarna, og því til að mynda velt upp hvort framsetning listaverkasýninga sé tekin að litast af því hvernig verkin líta út á Instagram, og hvort það hefur bein áhrif á hönnun og uppsetningu sjálfra sýninganna.

Viðtalið sem Kristín Ómarsdóttir tekur við Anne Carson í nýjasta tölublaði Tímarits Máls & menningar er frábært – en því miður er tímaritið ekki enn fáanlegt á netinu. Myndi hlekkja á það – en þið verðið bara að næla ykkur í ilmandi prenteintak. (SN.)

 

Til að hlusta á:

Hér sitja bandarísku rithöfundarnir Malcolm Gladwell og Michael Lewis og ræða ýmislegt skemmtilegt.

Það má alltaf finna eitthvað áhugavert í Econtalk hlaðvarpinu, sem ég held að ég hafi mælt með svona fjórtán sinnum á þessum vettvangi. Hér ræðir þáttastjórnandinn, Russ Roberts, við Rodney Brooks – sérfræðing í gervigreind – um hvernig framtíð gervigreindar og vélmenna verður í raun og veru. Virkilega djúpt, fróðlegt og skemmtilegt.

Frábært spjall við portúgalska stjórnmálaspekinginn Bruno Maçães um stjórnmál í Evrasíu. Spjallið er byggt á nýlegri bók eftir hann, The Dawn of Eurasia, sem fer rakleiðis í innkaupakörfuna mína á Amazon. Hér er t.d. ein lína frá honum sem vakti mig til mikillar umhugsunar:
„The most impressive thing about Russia is, in fact, something that you might not think at first: the power of organization. We have this image of Russia as a failed state in many respects.

But in order to keep that empire, in order to keep it together throughout the centuries, in order to develop it to some extent, in order to bring together so many ethnicities, so many religions . . . it’s fair to say that Russia has done a better job of integrating its Muslim population, which is close to 15 percent, than any other country, I would argue — certainly any other major country.“ (KF.)

„To this day I wake up early and I have to get to my desk to write almost immediately. I mean fast. Before the demons get me. I got to get writing. And once I’ve written almost anything, I’ll pretty much write all day, I don’t leave my desk, I have no other life. I’m not part of the world except when I go to see shows.“ Jerry Saltz, listgagnrýnandinn þekkti, í Longform-hlaðvarpinu. Bráðskemmtilegt. Áður en Saltz landaði, fyrir algjört slembilán, starfi listkrítíkers, rak hann listgalleríi, reyndi fyrir sér sem listamaður – og starfaði sem trukkabílstjóri. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s