Af netinu, 12. október 2018

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gefur út og kynnir skýrslu um horfurnar á jörðinni næstu áratugi.

Bill McKibben kveður Trump og kóna hans hafa fullan skilning á þeim hörmungum sem skýrslan boðar – en að þeim sé einfaldlega alveg sama.

Og svo ættu hinir allra huguðustu einnig að lesa þessa hér. (SN.)

Robert Caro hefur borið á góma nokkrum sinnum á þessum vettvangi. Hann er einfaldlega einn besti núlifandi ævisagnahöfundurinn. Hér eru tekin saman nokkur skrifráð frá honum sem mér fannst býsna gagnleg. Góður bútur hér:“Most biographers give you fact after fact. Caro gives you image after image.”

Ný rannsókn staðfestir það sem áskrifendur Leslistans hafa reyndar alltaf vitað: Börn, sem alast upp á heimilum sem eru full af bókum, eru klárari en önnur börn.

Ég talaði aðeins í síðasta lista um nýja ljóðabók sem er væntanleg eftir Leonard Cohen. Þar vék ég að því að hann hefði skrifað stutt ljóð um Ísland. Svo les ég þessa áhugaverðu frétt um að hann skrifaði líka ljóð um Kanye West. Ég er enn að melta þetta.

Stöntið hjá huldulistamanninum Banksy hjá uppboðshúsinu Sotheby’s um daginn fór líklega ekki fram hjá neinum. Blaðamaður New York Times fer héraðeins yfir málið og bendir, réttilega, á að gjörningurinn er líklegur til að auka verðmæti listaverksins, þrátt fyrir að það sé tæknilega séð eyðilagt. Bendið mér á annan markað þar sem slíkt gæti gengið eftir. [Svo kemur í ljós, eftir að ég hafði skrifað þetta, að kaupandi verksins hefur ákveðið að gangast við kaupunum og að Banksy hefur endurskýrt það „Love is in the Bin“. You can’t make this shit up, eins og skáldið sagði.]

Fín hugvekja í Guardian um skortinn á kvenkyns arkitektum og hvernig sá skortur hefur áhrif á nærumhverfi okkar.

Rambaði á þessa ágætu hagfræðiritgerð sem nýtir gögn frá Meniga til að leggja mat á það undir hvaða kringumstæðum fólk notast við skammtímalán (kreditkort) og hvernig gögnin koma heim og saman við kenningarnar. Í ljós kemur að kenningarnar eiga litla stoð við raunveruleikann, eins og svo oft áður.

Önnur skemmtileg rannsókn hér á ferð. Í henni er gefið í skyn að fólk sem fílar raunsæja list er hrifnara af Brexit.

Það er vandasamt verkefni að skrifa myndlistargagnrýni sem er bæði skýr og áhugaverð. Í þessari fínu rýni á Starafugli tekst höfundi ágætlega upp.

Vinir okkar hjá Five Books tóku nýlega viðtal við formann dómnefndar hjá Baillie Gifford Prize sem veita verðlaun fyrir bestu óskálduðu (e. nonfiction) bók ársins. Hafði aldrei heyrt um þessar bækur áður, fannst listinn því áhugaverður.

Fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptum og efnahagsmálum þá er þetta stóra viðtalvið Cliff Asness, stofnanda AQR Capital, virkilega áhugavert. (KF.)

 

Til að hlusta á:

Magnað viðtal við Chris Hedges í Open Source, um Bandaríkin í dag. Ég stóð stjarfur við uppvaskið og hlustaði í hálftíma án þess að hreyfa mig. Við lifum sennilega ekki mjög vitsmunalega tíma – fjölmiðlaumfjöllun versnar; háskólar breytast í starfsþjálfunarstöðvar fyrir fyrirtæki; þvert á áeggjanir vísindamanna höldum við áfram að eitra plánetuna okkar – og þess vegna sæki ég svo mikinn styrk í að heyra gáfað og góðhjartað fólk tala og lýsa heiminum. Að heyra í slíku fólki er eins og að anda að sér súrefni – og Chris Hedges er ein nýjasta uppgötvunin. Niðurlag þáttarins er tilfinningaþrungið og sterkt. (SN.)

Sá skemmtilegt viðtal við sjóðstjóra lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna í Nevada í Kveik í vikunni. Hann er einmitt þekktur fyrir að gera sem allra minnst og ráðstafa fjármagni fyrst og fremst í vísitölusjóði. Ég minnist þess einmitt að hafa lesið skemmtilega grein um þennan mann fyrir nokkrum árum síðan. Gaman að RÚV skildi fara þessa leið og bera saman við íslensku lífeyrissjóðina. Þeim til varnar má reyndar minnast á að meginþorri erlendra fjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna er einmitt varið í slíka vísitölusjóði og að það eru yfirleitt ekki margir starfsmenn á fjárfestingasviði íslenskra lífeyrissjóða. En það má alveg velta því fyrir sér af hverju þeir eru svona margir. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s