Af netinu, 19. október 2018

Fólk virðist í dag lesa töluvert meira en það hefur áður gert í krafti tækninnar en lesturinn er orðinn brotakenndari. Í bókinni Reader, Come Home eru færð rök fyrir því að fólk nú til dags sé farið að glata þeirri gáfu að geta lesið lengri texta af einbeitingu. Þessi grein fjallar um þessa áhugaverðu bók.

Hefur þig ekki alltaf langað til að vita hvað Tina Turner les sér til dægradvalar? New York Times er búið að afhjúpa það í þessu stutta viðtali.

Jaron Lanier færir í fínu viðtali sannfærandi rök fyrir því að við ættum að sniðganga samfélagsmiðla.

Stundum væri ég til í að eiga svona körfuboltaspjöld, nema að í stað körfuboltaleikmanna væru heimspekingar og önnur gáfumenni. Þá myndi ég eiga gyllt spjald með mynd af Isaiah Berlin. Hér er góð yfirlitsgrein um hann í Times Literary Supplement í ágætum dálki þeirra um þekkta hugsuði. (KF.)

Þjóðskjalasafn Íslands heldur úti syrpu sem nefnist „Heimild mánaðarins“, þar sem sígrúskandi sagnfræðingar vekja athygli á starfsemi safnsins og skrifa skemmtileg greinarkorn um eitthvað sem vakið hefur athygli þeirra. Heiðar Lind Hansson skrifar hér kostulega lýsingu um hrakfarir Óla norska, sem lenti í því óláni að treflinum hans var stolið með bíræfnum hætti.

Ragnar Jónasson veltir vöngum yfir framtíð íslenskunnar – og það vitaskuld á ensku, í The Guardian. (SN.)

Cy Twombly er einn af mínum uppáhalds málurum. Í þessari fínu grein er farið yfir skrautlegt einkalíf hans.

Mér þótti gaman að sjá þennan lista yfir 10 áhugaverða skandínavíska samtímalistamenn. Þar er að finna nokkra flotta íslenska fulltrúa.

Því hefur oft verið haldið fram að fyrsti abstraktmálarinn hafi verið Vasily Kandinsky. Í þessari grein er hins vegar fullyrt að fyrsti abstraktmálarinn hafi verið hin sænska Hilma af Klint. Hana þekkti ég mjög takmarkað og hafði því mjög gaman af þessari grein.

Hagstofan ber saman, í virkilega áhugaverðri grein, útgjöld heimila fullveldisárið 1918 og í ár. Hvað haldið þið t.d. að kíló af kartöflum hafi kostað fyrir 100 árum á nútímaverðlagi?

Hér eru tekin saman nokkur ágæt ráð til að koma hlutunum í verk og takmarka frestunaráráttu. Alltaf gott að lesa svona greinar þegar maður er að fresta stórum verkefnum.

Paul Allen, einn stofnenda Microsoft, lést fyrir nokkrum dögum. Hér er falleg minningargrein um hann eftir samstarfsmann hans til margra ára, Bill Gates. (KF.)

 

Til að hlusta á:

Joan Baez leit inn í spjall hjá David Remnick, í The New Yorker Radio Hour. Hún flutti einnig tvö lög – og þvílíkur flutningur! (SN.)

Spekingarnir og fjárfestarnir Nassim Taleb og Naval Ravinkat spjalla hér saman um heima og geima. Mæli mikið með þessu.

Heimspekistjarnan John Gray var á dögunum í viðtali við hagfræðinginn Russ Roberts sem heldur úti uppáhaldshlaðvarpinu mínu, Econtalk. Veit ekki hvort þið, kæru lesendur, eruð jafn spenntir fyrir þessu og ég, en jólin komu snemma í ár í mínu tilviki. Gray ræðir í viðtalinu nýju bókina sína, Seven Types of Atheism, sem fjallar um margar gerðir trúleysis. Svo fer hann yfir grundvallarspeki sína sem snýst í grófum dráttum um það að mannkynið þróist ekkert endilega til betri eða verri vegar.

Ofannefndur Heiðar Lind deildi á Facebook ágætu viðtali við yfirmann sinn, þjóðskjalavörð, um störf Þjóðskjalasafnsins. Það endaði á því að verða forvitnilegra en ég bjóst við. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s