Bækur, 19. október 2018

Hvernig skrifar maður um hamfarir sem eru svo yfirþyrmandi að þær smætta einstaklinginn niður í ekki neitt? Það er merkilegt hversu fáar (vel heppnaðar) skáldsögur hafa verið samdar um stærsta málefni samtímans, loftslagsbreytingarnar. Besta bókin, sem reynir með einhverjum hætti að glíma við þessi mál og ratað hefur á mínar fjörur, er The Overstory eftir Richard Powers. Hún fjallar fyrst og síðast um tré. Um menn og tré; samband manna við tré; og hvernig trén hafa verið hér miklu lengur en við og hafa vitsmuna- og tilfinningalíf sem okkur er framandi, en er eflaust ekki síður margslungið og flókið. Þetta er doðrantur, og ég er einungis hálfnaður, en það er nokkuð síðan skáldsaga hefur heillað mig jafn rækilega. Strigi höfundarins er svo svimandi stór, og nóturnar sem hann slær spanna svo vítt tónsvið, að leitun er að öðru eins samtímaverki. Haldinn barnslegri tilhlökkun get ég ekki beðið eftir að hverfa aftur inn í hana og ég hugsa að ég láti það eftir mér … Það er komið miðnætti og ég sit hér við kertaljós … Hér skrifar Barbara Kingsolver um The Overstory í The New York Times. (SN.)

Ég forpantaði og fékk afhenda í vikunni bókina Stubborn Attachements eftir hagfræðinginn Tyler Cowen sem ég vék að í óskalistanum um daginn. Mér fannst alveg sérstaklega ánægjulegt að komast að því að Cowen skilar öllum ágóða af bókinni til manns sem hann hitti í Eþíópíu og dreymir um að stofna eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Í örstuttu máli er bókin eins konar óður til hagvaxtar og í henni færir hann mjög sterk rök fyrir því að hagvöxtur sé driffjöður allra framfara heimsins og að við ættum að gera allt sem við getum til að efla og viðhalda honum. Bókin er töluvert dýpri en þú heldur – þetta er ekki bakþanki í Fréttablaðinu eftir einhvern SUS-ara – þetta er úthugsuð og virkilega vönduð bók sem fær mann til að hugsa. Ég er ekki búinn að klára hana, en hún er strax á fyrstu metrunum farin að sitja mikið eftir sig. Hér er höfundurinn í mjög löngu viðtali um bókina. (KF.)

 

Óskalisti Leslistans:

Þessa vikuna langar mig einungis í ljóðabækur.

Væntanleg er Að ljóði munt þú verða eftir Steinunni Sigurðardóttur. Síðasta ljóðabók hennar, Af ljóði ertu komin, var frábær og þetta eru því aldeilis fín tíðindi.

Dagur Hjartarson gefur út ljóðabókina Því miður. Hana má panta eins og pítsu. Síðasta bók dags, Heilaskurðaðgerðin, er í miklu uppáhaldi hjá Leslistanum.

Arngunnur Árnadóttur gefur út Ský til að gleyma, bók sem ég mun lesa.

Loks gefur Ragnar Axelsson út ljósmyndabókina Jökull, „ljóðabók í myndum,“ eins og höfundur lýsir henni sjálfur.

Fjórar ljóðabækur sem ég hlakka til að fá í hendurnar. (SN.)

Ég er búinn að heyra mikið um bókina Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson sem fjallar um vini hans, listamennina Alfreð Flóka, Dag Sigurðarson og Steinar Sigurjónsson. Þetta eru allt listamenn sem ég hef haft áhuga á og vil lesa meira um og því er ég nokkuð viss um að ég útvegi mér þessari bók með einum eða öðrum hætti. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s