Af netinu, 26. október 2018

Hér er alveg merkilega ítarleg grein um byggingu háhýsa í áranna rás og því velt upp hvort einhver framþróun hefur orðið á því sviði.

Hvað eru góðir litir? Höfundur þessarar ágætu bloggfærslu reynir að svara þeirri spurningu og tekst nokkuð vel til.

G.K. Chesterton var eins konar spakmælavél. Allt sem ég hef lesið eftir hann er skemmtilegt og hnyttið. Flestir minnast hans fyrir að hafa samið Father Brown-bókaflokkinn og jafnframt fyrir eina af mínum uppáhalds skáldsögum, The Man Who Was ThursdayHér dregur fjármálablaðamaðurinn Jason Zweig saman viskukorn frá Chesterton og tengir við fjármálaheiminn. Góð hugleiðing.

Fínt greinarkorn frá frumkvöðlinum Paul Graham, stofnanda Y-Combinator, sem ég sá deilt einhvers staðar á Twitter um daginn. Mæli með því að skoða greinarnar hans sem eru jafnan býsna umhugsunarverðar.

Hér er ítarleg umfjöllun um vellauðug hjón í Kanada sem voru myrt undir lok síðasta árs. Málið er enn óleyst og vekur upp ýmsar spurningar. (KF.)

Fílar hafa löngum verið í uppáhaldi hjá mér og heillað mig á einhvern sérkennilegan hátt sem fæst önnur dýr (eða menn) gera. (Ég mæli í því samhengi með bók sem ég hef áður imprað á hér: Beyond Words eftir Carl Safina.) Í þessari grein eru færð fyrir því rök að fílar hafi skýra sjálfsvitund, ekki svo ýkja ólíkt okkur mönnunum. „I believe it’s possible that elephants have all the cognitive and emotional capacities it takes to be persons. I’m not claiming they belong to the species Homo sapiens, obviously: rather, I mean they might have the potential to deserve the label ‘person’ in recognition of their particular status or identity.“ Ég staldraði sérstaklega við lýsingar á fílum sem eiga erfiða æsku og verða fyrir vikið ofbeldisfullir og óstöðugir á unglings- og fullorðinsárum. Kunnuglegt? (SN.)

Seðlabankinn gaf í vikunni út nýja skýrslu um fjármálastöðugleika landsins sem nefnist … Fjármálastöðugleiki. Þetta er án gríns uppáhalds tímaritið mitt.

Æðislegur prófíll um Tyler the Creator, tónlistarmann sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hér er lýsing á honum úr viðtalinu sem er mjög góð: “He’s a human fidget spinner, and a prolific artist with a keen attention to detail. He’s a provocateur who gleefully shares his favorite YouTube clip of an anaconda eating a vomiting dog, and an asthmatic with a dog allergy who can’t help but pet the nearest puppy. He’s an artist banned in the U.K., in part, because of homophobic lyrics, and yet he has an increasingly open penchant for men himself.” Hér er svo gott nýlegt lag með honum og A$ap Rocky.

Benedikt Jóhannesson benti okkur á að hann skrifaði grein um ljóðabók eftir Völu Hafstað á vefsvæði sínu. Við þökkum honum fyrir ábendinguna.

Flestar spár um framtíðina eru dæmdar til að reynast rangar, sér í lagi vegna þess að við vanmetum hvað það breytist lítið í raun og veru í áranna rás, auk þess sem við vanmetum breytingar í samfélagsgerðinni. Spár um skrifstofur framtíðarinnar frá fyrri hluta síðustu aldar gerðu ekki ráð fyrir einni einustu konu á vinnustaðnum, svo dæmi sé tekið. Þessi fína grein fjallar um einmitt þetta.

Rambaði á þessa fínu síðu um stjórnmálabækur á vegum stjórnmálavefsins Real Clear Politics.

Sá þessa fáránlega ítarlegu grein um svefn og svefnvenjur. Veit ekki hversu mikið mark maður á að taka á þessu en ég tek hattinn að ofan fyrir þeim sem skrifaði þetta fyrir mikla rannsóknarvinnu.

Hér er vönduð umfjöllun um hagvöxt og tekjujöfnuð. Í henni er farið í saumana á þeirri fullyrðingu að hagvöxtur síðustu áratuga hafi aðeins gagnast þeim efnamestu og skilið þá fátæku eftir með sárt ennið. Gögnin segja aðra sögu að mati greinarhöfundar. Það væri skemmtilegra ef svona vandaðar greinar væru skrifaðar í kringum t.d. núverandi kjarabaráttu. (KF.)

Nicholas Carr, sem ritað hefur umhugsunarverðar bækur um Internetið og tækniblæti samtímans, meðal annars hina fínu The Shallows, birtir hér greinarkorn þar sem hann bendir okkur á að nálgast tæknina á skeftískan hátt og taka yfirlýsingum útsendara tækninnar (sem eru yfirleitt fyrst og síðast bissnessmenn sem hagnast ótæpilega á því hversu háð við erum orðin söluvörum þeirra) með hæfilegum fyrirvara. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s