Af netinu, 2. nóvember 2018

Þetta er frábær grein um listsköpun og peninga. Fíllinn í herberginu, þegar kemur að því að fólk hafi ráðrúm til að búa til list, er einmitt sá að fjárstuðningur þarf að vera fyrir hendi og það eru jafnan foreldrar listamanna sem borga brúsann.

Og talandi um foreldra. Móðir mín skrifar hér geggjaða grein í Kjarnanum þar sem hún fer yfir „kynlegan fróðleik um menn“.

Mig langaði að vekja athygli á því að Nýlistasafnið er að fara af stað með skemmtilegt verkefni. Þar er nýbúið að stofna lestrarfélag sem kemur til með að hittast á vel völdum fimmtudagskvöldum til að ræða áhugaverðar greinar eða bókakafla. Fyrsta kvöldið er í næstu viku en hér er hægt að finna frekari upplýsingar.

Hér er viðtal við Susan Orlean um nýju bókina hennar, sem fjallar um bókasöfn. Mér finnst í raun bara áhugavert út af fyrir sig að það sé verið að gefa út bækur um bókasöfn.

Starf bóksalans er ekki jafn rómantískt og það virðist í fyrstu – í hið minnsta skv. þessari grein. Hún er ekki fyrir viðkvæma, enda koma ógeðfelldir líkamsvessar við sögu.

Yuval Noah Harari, höfundur Sapiens og eitt vinsælasta gáfumenni samtímans, mælir hér með bókum sem hafa haft mikil áhrif á hann.

Talandi um bókameðmæli, þá er hér skemmtileg samantekt frá handahófskenndum gáfumönnum um áhrifamestu bækur síðustu 20 ára.

Morgan Housel skrifar hér mjög mikilvæga hugleiðingu um „brjálaðar“ ákvarðanir. Eins og t.d. þá að kaupa gommu af lottómiðum þegar maður er fátækur. (KF.)

Ágúst Borgþór Sverrisson ritar rýni um nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Sorgarmarsinn.

Skemmtileg grein í Bókaskáp Ástu um þekkta bókmenntaritstjóra, skrifuð af því tilefni að einn af helstu samtímaritstjórum okkar Íslendinga, Sigþrúður Gunnarsdóttir, flutti nýlega erindi um bókaritstjórn á vegum Félags íslenskra fræða. Erindið byggðist á meistararitgerð hennar.

George Monbiot skefur ekki utan af hlutunum þegar hann skrifar um neysluvenjur okkar Vesturlandabúa.

Og hér er svo ein fyrir þá sem fá bara ekki nóg af Elenu Ferrante – hver svo sem hún annars er. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s