Af netinu, 9. nóvember 2018

Við fengum ábendingu frá Jóhanni Helga Heiðdal en hann skrifaði nýlega grein um Ísland, Nato og kjarnavopn. Þökkum honum kærlega fyrir ábendinguna.

Anna Pigott heldur því hér fram að mannkynið þurfi ekki að stráfella lífríki jarðar, eins og við gerum nú, heldur sé við ráðandi samfélagskerfi okkar að sakast: kapítalismann.

Starafugl birtir brot úr Stormskeri – fólkið sem fangaði vindinn, nýjustu bók Birkis Blæs Ingólfssonar, en fyrir hana fékk hann Íslensku barnabókaverðlaunin nú á dögunum. (SN.)

Mér fannst þessi grein eftir hagfræðinginn Eirík Ragnarsson um Evruna helvíti fín. Góð greining á mannamáli – sem er býsna sjaldgæft á meðal hagfræðinga, því miður.

Ég hef haft miklar mætur á því sem Scott Adams, höfundur Dilbert teiknimyndasagnanna, hefur skrifað í gegnum tíðina. Upp á síðkastið hefur hann öðlast frægð að nýju eftir að hann spáði því réttilega að Donald Trump myndi sigra forsetakosningarnar. Hann er enginn stuðningsmaður Trump en hann bendir (að mínu mati réttilega) á að Trump hefur alveg ótrúlegan sannfæringarmátt og að það hafi verið sá kraftur sem tryggði honum forsetastólinn. Hér er Adams í skemmtilegu viðtali þar sem hann ræðir m.a. um Trump.

Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, skrifar hér flotta grein um nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi. Yfirveguð og góð greining á þessu skrítna máli.

Hér færir blaðamaður hjá tónlistarmiðlinum Pitchfork ágætis rök fyrir því að rapparinn Old Dirty Bastard úr Wu Tang Clan hefði verið stórstjarna í dag ef hann væri á lífi. (KF.)

Götustrákur í Reykjavík – um Hasim Ægi Khan, aðalviðfangsefni nýrrar bókar eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur.

Viðar Hreinsson ritar um Hvalárvirkjun – og samband okkar við náttúruna.

Gauti Kristmannsson fjallar um nýútkomna þýðingu á Víti eftir Dante. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s