Af netinu, 16. nóvember 2018

Don DeLillo, einn virtasti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, er að skrifa bóksem gerist í framtíðinni. Hann ferðast þó ekki langt fram í tímann í skrifum sínum að þessu sinni heldur aðeins um þrjú ár. „I’m not trying to imagine the future in the usual terms. I’m trying to imagine what has been torn apart and what can be put back together, and I don’t know the answer.“

Skemmtilegt viðtal við Hallgrím Helgason um nýju skáldsöguna hans. Lestursins virði, einkum vegna allra orðanna/nýyrðanna sem fæðast jafnóðum á vörum höfundarins: „innanfróð“, „flettiorka“, „feigðarfagurt fyllimenni“.

„It is not remotely implausible that in the near future, a tremendous amount of communication could be conducted in tandem with an A.I.“ Kannski verður Leslistinn brátt tekinn saman og skrifaður af gervigreind? Muntu taka eftir breytingunni þegar það gerist, kæri lesandi?

Heimurinn er að farast og flest okkar eru furðu róleg yfir því. Ekki þó samtökin Extinction Rebellion í Bretlandi.

George Monbiot skrifar um ofannefnd samtök, Extincton Rebellion, og veltir fyrir sér hvers vegna það gangi svo hægt að skipta um orkugjafa og stemma stigu við frekari hamförum. „The oligarchic control of wealth, politics, media and public discourse explains the comprehensive institutional failure now pushing us towards disaster. Think of Donald Trump and his cabinet of multi-millionaires; the influence of the Koch brothers in funding rightwing organisations; the Murdoch empire and its massive contribution to climate science denial; or the oil and motor companies whose lobbying prevents a faster shift to new technologies.“

Íslendingar láta sig einnig umhverfismálin varða. Hér heldur Andri Snær um pennann. (SN.)

Móðir mín er farin að skrifa reglulega pistla í Kjarnann um kynlegan fróðleik. Hér er nýjasti pistillinn hennar, sem fjallar um sköpunarsöguna. Mæli mikið með þessu!

Og talandi um kynlegan fróðleik. Hér er forvitnilegt viðtal við Camille Paglia.

Það þekkja fáir danska heimspekinginn Sören Kierkegaard jafn vel og hann Guðmundur Björn Þorbjörnsson (sem var einmitt fyrsti Ráðunautur Leslistans). Hann benti okkur nýlega á flotta grein um Kierkegaard og mikilvægi hans í netheimum. Þökkum Guðmundi kærlega fyrir ábendinguna.

Ég er nokkuð viss um að Edge.org sé gáfulegasta síðan á internetinu. Á henni birtast reglulega viðtöl við alls konar gáfumenni sem rista verulega djúpt. Þetta spjall við mannfræðinginn Mary Catherine Bateson er eitt þeirra. Í því fjallar hún um hvað okkur skortir almennt kerfishugsun (slæm þýðing mín á hugtakinu systems thinking). Hér er ein góð lína frá henni: „The tragedy of the cybernetic revolution, which had two phases, the computer science side and the systems theory side, has been the neglect of the systems theory side of it. We chose marketable gadgets in preference to a deeper understanding of the world we live in.“

Hér er ágætur langlisti yfir bestu viðskiptabækur ársins að mati 800-CEO READ (sem hljómar eins og símanúmer sem ég gæti hugsað mér að hringja í).

Fáir hafa greint þjóðernishyggju með jafn ítarlegum og gáfulegum hætti og Isaiah Berlin. Hér er ágæt grein í Foreign Policy sem fjallar um skrif Berlin um þjóðernishyggju og það ríka erindi sem sú greining á í dag. Hér er góð lína frá Berlin sjálfum sem rammar hugmyndir hans ágætlega inn: „Few things have done more harm than the belief on the part of individuals or groups (or tribes or states or nations or churches) that he or she or they are in sole possession of the truth.“

Frábær grein eftir John Gray, lærisvein Berlin, um það hvernig þvagskál Duchamp er ein sterkasta tákmynd hins frjálslynda vesturs.

Ég hef lengi lesið Farnam Street bloggið, og oft vísað á það á þessum vettvangi. Það er rekið af hinum kanadíska Shane Parrish. New York Times fjallaði nýlega um kauða og dregur upp fína mynd af honum.

Hér er skemmtileg grein í Guardain um „erfiðar“ bækur og af hverju þær eru mikilvægar.

Þessi skýrsla fjallar um helstu áhugamál mín – bækur og tölfræði. Hér eru tekin saman gögn um lestur fólks, þ.e. hversu margir klára tilteknar bækur. Áhugaverð samantekt – þótt gögnin vísi eingöngu til rafbóka. (KF.)

Tveir þekktir höfundar, Raymond Chandler og Ian Fleming, hittust einu sinnitil að ræða saman um spennusöguna…

Tim Parks skrifar um Leopardi, ítalska skáldið sem var krypplað af bogri yfir bókum. (SN.)

 

Til að hlusta á:

Sverrir spjallaði við Jórunni Sigurðardóttur í þættinum Orð um bækur. Aðrir gestir voru Fríða Ísberg og Haukur Ingvarsson. (SN.)

Ég hlustaði nýlega á virkilega forvitnilegt viðtal við uppeldissérfræðinginn Barböru Coloroso um hvernig maður á að ala upp ábyrg og hamingjusöm börn. Sá sem tekur viðtalið er áðurnefndur Shane Parrish sem heldur úti skemmtilegu hlaðvarpi sem nefnist The Knowledge Project.  (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s