Af netinu, 23. nóvember 2018

Grein vikunnar. Bill McKibben, ein af hetjum samtímans (og ég nota það orð ekki af neinni léttúð), skrifar um hvernig hinn byggilegi heimur okkar er, bókstaflega, byrjaður að skreppa saman. „The poorest and most vulnerable will pay the highest price. But already, even in the most affluent areas, many of us hesitate to walk across a grassy meadow because of the proliferation of ticks bearing Lyme disease which have come with the hot weather; we have found ourselves unable to swim off beaches, because jellyfish, which thrive as warming seas kill off other marine life, have taken over the water. The planet’s diameter will remain eight thousand miles, and its surface will still cover two hundred million square miles. But the earth, for humans, has begun to shrink, under our feet and in our minds.“ (SN.)

Stórskemmtilegt viðtal við listspekinginn Söruh Thornton sem er líklega einna þekktust fyrir bók sína Seven Days in the Artworld sem ég mæli mikið með. Tilefni viðtalsins er bók sem hún var að gefa út sem fjallar um listamanninn og eðli hans.

Þeir Patrick Collison og Michael Nielsen skrifa hér stórmerkilega grein um vísindin og hversu mikið hefur hægt á framförum á því sviði á síðustu árum. Ég er sammála hverju orði í niðurlagi greinarinnar: „The evidence is that science has slowed enormously per dollar or hour spent. That evidence demands a large-scale institutional response. It should be a major subject in public policy, and at grant agencies and universities. Better understanding the cause of this phenomenon is important, and identifying ways to reverse it is one of the greatest opportunities to improve our future.“

Vísindamaðurinn Laslo Barabasi hefur hannað sérstakan algóritma sem reiknar út hvaða vísindamenn eru líklegir til að vinna Nóbelsverðlaun. Samkvæmt þessum algóritma átti maður að nafni Douglas Prasher að vinna verðlaunin árið 2008 en í staðinn vinnur kauði á bílasölu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Hérskrifar hann skemmtilega grein um þetta furðulega mál.

Spámarkaðir (e. prediction markets) eru forvitnileg fyrirbæri. Þau eru svo forvitnileg að mínu mati að ég skrifaði BS ritgerðina mína á sínum tíma um þá. Þess vegna fannst mér gaman að lesa þessa grein um kvikmyndaspámarkaði – þ.e. spámarkaði fyrir sölutölur kvikmynda og af hverju þeir eru ekki til staðar lengur.

Áðurnefndur Barabasi hefur verið ansi duglegur við tölfræðigreiningar. Hér er skrifað um nýlega greiningu hans á starfsferlum listamanna. Hún sýnir fram á að listamenn sem komast snemma undir verndarvæng áhrifamanna í listheiminum eru töluvert líklegri en aðrir til að ná árangri. (KF.)

Ekki líst mér á hvert þessi heimur stefnir. Fólk les minna en áður, heldur minni athygli við hlutina en áður, þénar minna en áður, drekkur minna en áður … og nú er fólk einnig byrjað að stunda minna kynlíf en áður! (SN.)

New York Times tók á dögunum saman lista yfir 100 áhugaverðar bækur sem komu út á árinu 2018.

MMR birti í tilefni af Degi íslenskrar tungu í síðustu viku könnun á lestrarvenjum landsmanna. Mér fannst gaman að sjá hversu margir Íslendingar lesa sér til skemmtunar og alveg sérstaklega forvitnilegt að sjá tölurnar flokkaðar niður eftir stjórnmálaskoðunum þátttakenda. (KF.)

Auður Jóns kemur skáldsystur sinni, Birgittu Haukdal, til varnar.

Dagur Sig. og bleika bindið hans Egils Helgason.

Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson er komin út, Haustsaugu. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp þessi skrif bókmenntafræðingsins Viðars Hreinssonar, um heildarsafn á ljóðum skáldsins. (Þarna leynist einnig grein um bók HP frá 2006, Fyrir kvölddyrum.) Hér er Hannes svo í fínu spjalli í Kiljunni.

Fín grein í The New Yorker um ógnvænlega útbreiðslu, og í raun yfirtöku, Amazon á bandarísku samfélagi. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á tveimur stöðum, í Norður-Vermont annars vegar og hins vegar í Queens. Flestum New York-búum hrýs hugur við þessum áformum, og þó gerðu borgarvöld allt til að lokka Bezos og félaga til borgarinnar, fullyrða að þetta muni reynast borginni vel og hafa heitið Amazon alls kyns skattundanþágum. Mér finnst dapurlegt að í þessum hugsjónalausa og kaldhamraða síðkapítalisma sem öllu virðist stýra í samtímanum skuli borgaryfirvöld New York „neyðast“ til að leyfa einu stærsta fyrirtæki heims (í eigu ríkasta manns í heimi) að komast hjá því að greiða til baka til samfélagsins, sem er jú einu sinni jarðvegurinn sem fyrirtækið spratt upp úr. Í greininni segir meðal annars: „The very idea that a trillion-dollar company run by the world’s richest man could run an American Idol auction on more than two hundred thirty cities across the United States (and Canada and Mexico) to extract data on sites and on incentives, and pick up a handy three billion dollars of taxpayer money in the process, is a sad statement of extreme corporate power in our time.” Niðurlag greinarinnar er líka gott. (SN.)

 


Til að hlusta á:

Ég hef nokkrum sinnum minnst á Benedict Evans og ágætt fréttabréf hans um tæknigeirann. Hér heldur hann mjög góðan fyrirlestur um það sem hann sér fyrir sér sem framtíð tækniþróunar. (KF.)

Nýjasti þátturinn af Kveik er áhugaverður. „Umræður um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands í þeim efnum, enda iðulega á þessum nótum: Til hvers að standa í öllu þessu veseni – orkuskiptum og skógrækt og landgræðslu og að þróa græna tækni – ef 70 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi koma frá framræstu landi?“ (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s