Af netinu, 30. nóvember 2018

„Í nýútgefinni skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna WWF eru tölurnar sláandi, 60% af dýralífi jarðar hafa horfið á síðustu 45 árum.“
Snorri Sigurðsson skrifar um neyðarkall náttúrunnar. (SN.)

Brynhildur Bolladóttir benti mér nýlega á virkilega vandaðan prófíl um Lenu Dunham, höfund sjónvarpsþáttanna vinsælu Girls. Mér er alltaf minnistætt þegar hún sagði í fyrsta þætti þeirrar þáttaraðar: „Ég held að ég sé rödd minnar kynslóðar … eða rödd einhverrar kynslóðar“. Hvort sem manni líkar það vel eða illa þá held ég samt að hún sé að mörgu leyti holdgervingur minnar kynslóðar (eða einhverrar kynslóðar ef út í það er farið). Þetta er með betri prófílum sem ég hef lesið. Greinarhöfundur virðist mála mjög sanna mynd af Dunham.

Áfram um vinsæla sjónvarpsþætti. Ég hef horft á nokkra þætti af Silicon Valleyog haft gaman af. Hér lofar Bill Gates sjónvarpsþættina á bloggsíðu sinni. Gaman af þessu.

Fannst skemmtilegt að sjá umfjöllun Atlas Obscura um þrjár bækur sem eiga það allar sameiginlegt að fjalla um bókasöfn.

Tyler Cowen, uppáhalds bloggarinn minn, birtir árlega lista yfir bestu bækur ársins. Hér er topplistinn hans yfir skáldverk og hér er topplistinn yfir óskálduð verk (e. non-fiction). Ýmsar bækur á þessum listum hafa verið til umfjöllunar á þessum vettvangi.

Nú er tími árslista og við Leslistamenn fögnum því. Hér velja gagnrýnendur Financial Times bestu bækur ársins

Hér er svo listi yfir fimm bestu hagfræðibækur ársins. Hafði ekkert heyrt um þessar bækur fyrr en ég sá þennan lista, en þær lofa ansi góðu.

Ein besta leiðin til að skerpa hugann er að leggja það í vana sinn að lesa daglega og að skrifa daglega. Morgan Housel, fjármálapenni sem ég mæli oft með, tekur í sama streng í góðri grein.

Ég hef mjög litla þekkingu á málefnum trans-fólks (veit t.d. ekki hvort ég sé að nota rétt hugtak núna) en mér fannst alveg hreint svakalegt að lesa þessa frásögn í New York Times þar sem transmanneskja skrifar ítarlega um umbreytingarferlið. (KF.)

„Einn af síðri fylgifiskum þess sem er kallað ídentítetspólitík er ákveðin tilhneiging til þess að líta fyrst til þess hver segir eitthvað og láta það síðan vega furðu þungt þegar lagt er mat á það sem viðkomandi segir. Við stillum tortryggninemana og viðkvæmni þeirra eftir þessu. Þetta er slæm pólitík af ótal ástæðum.“
Eiríkur Örn Norðdahl í viðtali við Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, tilefnið nýútkomin skáldsaga Eiríks, Hans Blær. Úr nýjasta tölublaði Tímarits Máls & menningar.

Langar þig að sjá bókaskáp Gyrðis Elíassonar?

Í nýjasta tölublaði New Yorker rifjar ritstjórn þess upp gömul, klassísk skrif – hér er til dæmis mögnuð grein frá einum kraftmesta höfundi Bandaríkjana á 20. öld, James Baldwin.

Skýr myndræn útlistun á því hvernig loftslagið á jörðinni mun þróast eftir því hversu stóra skammta af koltvísýringi við losum út í andrúmsloftið á næstu áratugum.

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um Ungfrú Ísland, nýjustu skáldsögu Auðar Övu.

„[…] heimurinn horfist nú í augu við takmörk sín, öll ytri umsvif eiga fyrir höndum að skreppa saman, sá lífs- og neyslumáti sem enn viðgengst á eftir að þykja fáránlegur, glæpsamlegur jafnvel. Að sama skapi mun hið innra vaxa, innlöndin, sköpunin, upplifunin, tjáningin – vistsporið á eftir að grynnka, listsporið að dýpka.“
Frábær hugleiðing eftir Pétur Gunnarsson, um starfslaun listamanna.

Bókmenntaborgin heldur úti vef, fyrir þá sem vilja fylgjast með umfjöllun um ný íslensk skáldverk. (SN.)

Til að hlusta á:

Ég þaut í gegnum Schulz and Peanuts eftir David Michaelis á hljóðbók. Mér fannst gaman að kynnast Charles Schulz betur, eða Sparky, eins og hann var jafnan kallaður, höfundi einnar þekktustu (og virtustu) myndasögusyrpu allra tíma. Sparky krafðist þess alla tíð að hann væri bara sáravenjulegur náungi, alls engin intellektúal, en það var augsýnilega ekki rétt. Og ekki var hann beint mjög hamingjusamur. Ævisagan rekur sögu hans og fjölskyldu allt frá fyrstu stigum til þeirra síðustu – og lygilegu príli teiknihöfundarins upp á tind frægðar og stjarnfræðilegra auðæva. Hér er umfjöllun um bókina í The New York Times. (SN.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s