Af netinu, 7. desember 2018

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar í vikunni. Tilnefningar í flokki fagurbókmennta voru vægast sagt … fyrirsjáanlegar. Mætti ekki hætta sér út úr hinum lygna meginstraumi á næsta ári?

Talandi um íslenskar bókmenntir: Svikaskáldin góðu fjalla á skemmtilegan hátt um nýjar íslenskar bækur á Facebook-síðu sinni.

„22 September 1962: Ted [Hughes] beat me up physically a couple of days before my miscarriage: the baby I lost was due to be born on his birthday.“
Út er komið safn með bréfaskrifum Silviu Plath. Hér er fjallað um útgáfuna í The Times Literary Supplement. (SN.)

New York Times hefur tekið saman lista yfir 10 bestu bækur ársins.

Og bókavefurinn Millions hefur tekið saman árið 2018 í bókalestri.

Svo er hérna annar góður listi. Það er listi frá Literary Hub yfir mest seldu bækur síðastliðinna 100 ára. Alveg sérstaklega eftirtektarvert hvað margir metsöluhöfundar fyrri ára hafa fallið í gleymskunnar dá.

Blaðamaðurinn Jason Zweig tekur hér saman ráðleggingar um skrif í þremur góðum og gagnlegum greinum. Fróðleg og skemmtileg yfirferð.

Heimspekingurinn John Gray spjallar við Rowan Williams um trú og trúleysi. Stórskemmtileg lesning frá upphafi til enda. Hnaut um eftirfarandi setningu sem rammar skemmtilega inn hugmyndir Gray um trúleysi:
„Most of the central traditions of atheism have been a continuation of monotheism by other means. Certain beliefs are rejected but the way of thinking that monotheism embodies can still go on in other ways. For example, pretty well all contemporary atheists subscribe to a view of the world in which humankind has some of the functions of the deity that they’ve got rid of, because they imagine that there’s something you could call humanity or humankind that acts as a sort of collective moral agent.“

Áfram um trúmál. Við höfum nokkrum sinnum hlekkjað í pistla vinar okkar, Halldórs Armand, á þessum vettvangi. Nýjasti pistillinn fjallar með beinum og óbeinum hætti um hið ríka erindi sem kristin hugmyndafræði á við okkar samtíma, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Mæli með þessum pistli – og öllum öðrum pistlum eftir hann. (KF.)

Hér eru skemmtilegar vangaveltur um eina af mínum uppáhalds bókabúðum – Strand í New York.

Svo eru hérna mjög gagnlegar ráðleggingar um hvernig maður á að vinna í skapandi verkefnum samhliða fullu starfi. (KF.)

Skordýrin eru að hverfa. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur hin?

Einhvers staðar las ég að 95% mannkyns andi dagsdaglega að sér lofti sem sé heilsuspillandi. Hér segir að loftmengun stytti líf okkar meira en nokkur annar áhrifavaldur.

Skemmtileg grein um hinn frábæra höfund og myndlistarmann Edward Gorey í The New Yorker. Tilefnið er ný ævisaga um Gorey, raunar sú fyrsta sem rituð er um hann – og alls ekki hnökralaus ef marka má yfirferð greinarhöfundar. (SN.)


Til að hlusta á:

Ég rakst á nýtt hlaðvarp, Library Talks, sem haldið er úti af The New York Public Library. Mjög skemmtilegt. Ekki spillir að í þættinum, sem ég hlustaði á, var rabbað við hinn ágæta John McPhee. Nýlega kom út bók með safni fyrri skrifa hans, The Patch, sem hlotið hefur góðar viðtökur. McPhee er allt að því goðsagnakenndur penni innan herbúða The New Yorker og af mörgum talinn einn mesti nonfikstjón-höfundur Bandaríkjanna á síðustu öld. Ég mæli með Draft nr. 4 fyrir þá sem hafa áhuga á hvers kyns ritstörfum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s