Bækur, 14. desember 2018

Í síðasta Leslista nefndi ég að ég væri að lesa Guadalupe Nettel, mexíkanskan höfund, og væri afar ánægður með þá uppgötvun mína. Í kjölfarið barst Leslistanum bréf frá Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur, dósent í spænsku við Háskóla Íslands: 
„Ég fylgist reglulega með leslistanum ykkar og hef gaman af. Ég sá ykkur minnast á Guadalupe Nettel í síðasta listanum. Kannski hafið þið gaman af því að vita að ég er að þýða Historias naturales á íslensku. Og aldrei að vita nema að þýðingarnar verði fleiri. Sennilega þá El cuerpo en que nací.“
Við höfum sannarlega gaman af því! – Historias naturales var einmitt önnur bókanna sem ég las eftir Nettel, og hreifst af. Tilhlökkunarefni.

Ég færði mig annars í skáldsögulestri frá Mexíkó til Morokkó í vikunni og las (í enskri þýðingu) bók eftir hinn franska Matthias Énard, Street of Thieves. Fyndin, ævintýraleg, fjörug – og afar hressilega rituð. Sögusviðið er Tangier í Morokkó, leikar berast einnig til Túnis og Spánar, og efniviðurinn arabíska vorið.

Þá endurnýjaði ég kynni mín við Thomas Bernhard; kveikjan var sú að Bragi Ólafsson talaði svo fjálglega um hann í frábæru spjalli við Leslistann síðastliðið sumar. Konan mín hafði orð á þessu nýlega þegar ég sat snemma morguns í rólu á leikvelli á meðan þær dóttir mín léku sér í kastalanum: „Mér finnst eitthvað dásamlegt við að þú sért að lesa Útrýmingu eftir Thomas Bernhard hér á rólóvellinum.“ Ég kom af fjöllum; er ekki daglegt brauð að fólk uni sér á rólóvelli á kafi í bók eftir Thomas Bernhard? Þetta er mögnuð skáldaga – en líka óþolandi, langdregin, þung, erfið, ruglingsleg, klikkuð. Ég get ekki lesið hana nema í smáskömmtun, annars missi ég vitið. (SN.)

 


 

Óskalisti Leslistans:

 

Þar sem ég er búinn að vera að röfla á þessum vettvangi um að taka upp úr bókakössum þá benti Gyrðir Elíasson mér á mjög forvitnilega ævisögu Donald Hall sem heitir einmitt Unpacking the Boxes: A Memoir of a Life in Poetry. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s