Af netinu, 20. desember 2018

Þessi er líkleg til að vinna til verðlauna sem fallegasta grein ársins. Í henni segir kona söguna af því hvernig pabbi hennar, hefðbundinn úthverfapabbi, varð vinur körfuboltamannsins fræga, Charles Barkley.

The New York Times er hér með ágætan prófíl um sjónvarpsstjörnuna Ellen.

Michel Houllebecq fer hér lofsamlegum orðum um Trump. Við Sverrir erum sammála um að þetta sé hálfgert menntaskólaraus – en dæmi hver fyrir sig.

Hér er fantavel skrifuð og forvitnileg grein um fyrrum fanga sem stofnaði brauðgerð, varð moldríkur og missti svo vitið í kjölfarið.

Rambaði á þessa fínu greiningu Soffíu Auðar Birgisdóttur á stöðu bókmenntaumfjöllunar á vefritinu Skáld.is. Hún gekk einmitt í ráðuneyti Leslistans fyrir ekki svo löngu síðan.

Vísindamenn á sviði loftslagsmála virðast vera á einu máli um það að árið 536 hafi verið glataðasta ár allra tíma vegna eldfjalls sem gaus um það leyti. Hins vegar er deilt um hvort gosið hafi verið á Íslandi eða í Norður-Ameríku. Þeir sem hafa gaman af jöklarannsóknum, eldfjöllum og jarðfræði hafa gaman af þessari grein sem fjallar um málið.

Hér er líklega heiðarlegasti árslisti ársins. Nokkrir hafa hér tekið saman bestu bækurnar til að þykjast hafa lesið árið 2018.

Kanye West, vinur okkar, hefur mikið verið milli tannanna á fólki á árinu. Hérer sagt frá nýrri heimildarmynd um kauða sem varpar nýju ljósi á skrautlegan feril hans og einkalíf.

Hér er mjög forvitnileg grein úr veglegu jólablaði Economist um starfsumhverfi listamanna og ris nýrra „patróna“ með tilkomu vettvanga eins og Kickastarter og Patreon. Góð lína úr greininni:
„Writing in the 18th century, Edmund Burke described patronage as “the tribute that opulence owes to genius”. Today it is the spare change millennials pay podcasters.“

Frábær grein um hvernig internetið hefur breyst á síðustu árum frá írönskum bloggara sem var fangelsaður árið 2008 fyrir að blogga gegn ríkisstjórninni þar í landi og var leystur úr haldi árið 2014 þegar samfélagsmiðlar höfðu hertekið netheima. Nóg hefur reyndar verið skrifað um skaðsemi samfélagsmiðla og við höfum vísað í ýmsar greinar um það málefni, en mér fannst þetta mjög fersk nálgun. Merkilegt líka að greinin er þriggja ára gömul en er enn jafn viðeigandi. (KF.)

Elon Musk, ríka karlbarnið sem þráir að búa á Mars, er greinilega ekki geðþekkasti yfirmaður sem hægt er að hugsa sér.

Hér fær Fréttablaðið nokkra faglega álitsgjafa til að velja, með frekar snubbóttum rökstuðningi, fallegustu og ljótustu bókarkápur ársins. Eins finnst mér allt í lagi að sigta út það sem er fallegt – en til hvers að hæðast að því sem ekki þykir nógu vel gert?

Fyrir áhugafólk um glæpasögur og Agöthu Christie.

Uppáhalds-barnabókahöfundurinn minn, Tomi Ungerer, kveðst aldrei nota strokleður þegar hann teiknar. Spjall við franska dagblaðið Libération.

Ásgeir H. Ingólfsson er ötull í ljóðabókarýninni þetta haustið. Hér skrifar hann vandaða grein um Tregahandbókina eftir Magnús Sigurðsson. Hér er önnur um nýjustu ljóðabók Kristians Guttesen, Hrafnaklukkur; sú þriðja, um aðra ljóðabók Arngunnar Árnadóttur, Ský til að gleyma; og loks afar lofsamlegur dómur um Vistarverur Hauks Ingvarssonar.

Er heimurinn að farast? Tímaritið Nature tekur saman árið sem er að líða. (SN.)


Til að hlusta á:

Daniel Kahneman, einn virtasti sálfræðingur og fræðimaður samtímans, er hér í mjög forvitnilegu viðtali við Tyler Cowen. Fjallað er um atferlishagfræðina, fræðigreinina sem hann lagði grunninn að og einnig væntanlega bók eftir hann sem ég bíð mjög spenntur eftir. (KF.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s