Bækur, 20. desember 2018

José Saramago er einn þeirra höfunda sem endurskilgreindu fyrir mér hvað hægt væri að gera í skáldskap þegar ég uppgötvaði hann á sínum tíma. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir vann það þjóðþrifaverk að íslenska þekktustu bók Saramagos, Blindu, og ég hvet alla, sem ekki hafa lesið hana, til að leggja niður störf á stundinni, hætta við að stinga sér ofan í sundlaugina, leyfa smákökubakstrinum að bíða – og hlaupa heldur út í búð eða á bókasafnið til að næla sér í eintak af þessu meistaraverki.

Í vikunni las ég Hellinn, eða The Cave, eftir sama höfund. Sú fjallar um leirkerasmið sem  neyðist til að hætta framleiðslu þegar fólk byrjar að kaupa fjöldaframleiddar plastvörur í staðinn fyrir leirmunina hans. Verkið má lesa sem eins konar dæmisögu um það hvernig kapítalisminn upprætir líf handverksfólks; en styrkur sögunnar býr þó fyrst og síðast í persónusköpuninni. Bókin er, líkt og eiginlega allar skáldsögur, aðeins of löng – og alls ekki mitt eftirlætisverk eftir Saramago – en þó vel lestursins virði, líkt og raunar flest annað sem Saramago sendi frá sér. (Hellirinn var í sérstöku uppáhaldi hjá hinu mætu Ursulu K. Le Guin.) Hér er önnur ágæt umfjöllun um bókina. (SN.)

 


 

Óskalisti Leslistans:

 

Ég sá fyrir stuttu að það er væntanleg í vor ný bók frá ævisagnameistaranum Robert Caro. Það sem gladdi mig sérstaklega var að bókin fjallar fyrst og fremst um skriftækni hans og rannsóknaraðferðir. Ég get ekki beðið eftir að lesa hana. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s