Af netinu, 11. janúar 2019

Ég hef gaman af kommúnistatímaritinu bandaríska Jacobin þrátt fyrir að vera býsna langt frá því að geta talist vinstrisinnaður sjálfur. Fannst þess vegna áhugavert að lesa þessa fínu grein um tímaritið og stofnanda þess.

Hér er viðtal við bjartsýnispostulann Steven Pinker þar sem hann svarar m.a. gagnrýnendum sínum. Hann gerir það frekar illa að mínu mati, en dæmi hver fyrir sig.

Að öðrum bjartsýnispostula. Matt Ridley er rithöfundur sem ég hef ekkert sérstaklega gaman af en mér fannst þessi pistill hans (sem er mjög í anda bókarinnar Factfulness sem ég fjallaði um í árslistanum okkar) nokkuð fínn. Hann fjallar um af hverju fólk, og þá sérstaklega fjölmiðlar, heillast svona mikið af svartsýni.

Nokkuð góð grein í New York Times um breyttar siðgæðiskröfur til rithöfunda frá útgefendum.

Mér fannst þetta vera svakalega góð grein eftir Malcolm Gladwell um lögleiðingu maríjúana. Fékk mig til að hugsa tvisvar um þetta hitamál.

Hér eru ágætar skrifráðleggingar frá J.K. Rowling.

Þessi fína grein fer í ágætlega í saumana á verkum Nassim Taleb.

Frábær og ítarleg grein um bandaríska háskóla og af hverju þeir eru svona andskoti dýrir.

Hér er fjallað um nýja bók sem hefur að geyma verk eftir breska listmálarann Lucian Freud sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Annar höfunda þessarar bókar skrifaði líka kraftmikla bók um sama málara sem nefnist Man With a Blue Scarfog fjallar um það þegar hann sat fyrir á mynd eftir hann. Sú bók er ein allra besta bók sem ég hef lesið um myndlist – og ég hef lesið þær ansi margar.

Hér hefur snjall greinarhöfundur tekið saman gagnrýni um klassísk verk á Goodreads og komist að þeirri niðurstöðu að því lengri sem bækur eru – því betri séu þær.

Sálfræðingurinn Judith Rich Harris lést fyrir skömmu og af því tilefni tók gáfumannavefurinn Edge saman nokkrar greinar eftir hana og viðtöl við hana. Hér er mjög forvitnilegt viðtal við hana þar sem hún heldur því fram að foreldrar hafi lítil sem engin áhrif á börn sín.

Fann þessa mögnuðu frásögn frá ungum viðskiptablaðamanni sem glímdi við skæða heróínfíkn samhliða störfum sínum sem blaðamaður. (KF.)

Langar þig að lesa hnitmiðað yfirlit – að minnsta kosti nokkuð hnitmiðað – um fyrri heimsstyrjöldina? Þá er William T. Vollmann, sá yndislega ýkti og öfgakenndi höfundur, þinn maður.

Jón Bjarki Magnússon skrifar góða grein um dapurlega hlið á íslenskum leigumarkaði.
„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áætlar að á bilinu fimm til sjö þúsund manns haldi nú til í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af 860 börn. […] Atvinnu- og iðnaðarhverfi voru ekki hönnuð með íbúabyggð í huga og eru því almennt ekki hentug til búsetu.“

Rakst á þetta skemmtilega spjall, nokkurra mánaða gamalt, við teiknarann flinka, Elínu Elísabetu.

Maður sem starfað hefur árum saman sem penni hjá Sports Illustrated ekur nú á seinni hluta starfsferilisins sendibifreið á vegum Amazon. Tímanna tákn?
„Let’s face it, when you’re a college-educated 57-year-old slinging parcels for a living, something in your life has not gone according to plan.“

Og fyrst Amazon ber á góma: Ættum við öll að gefa skít í gamaldags bókaútgáfur og hverfa á náðir sjálfsútgáfu í faðmi Amazon-báknsins? Eru ritstjórar ekki brátt bara útdauð dýrategund og tilheyra gamaldags bókaforlög ekki eins fljótlega fortíðinni? Ég held ekki – en hitt er þó ljóst, að rithöfundar þurfa að hugsa og skipuleggja útgáfustarf með ólíkum hætti en áður.

Smásaga eftir ungan höfund, Maríu Elísabetu, en hún frumflytur annan hvern föstudag smásögu eða annan frumsaminn texta í morgunþættinum Múslí. (SN.)


Til að hlusta á:


Hér er áhugaverður þáttur af This American Life, „The Room of Requirement“, sem fjallar um bókasöfn. Í fyrsta hluta þáttarins er bókasafn eitt á landamærum Kanada og Bandaríkjanna tekið til umfjöllunar. Þetta er afar óvenjulegt bókasafn að því leytinu til að það tilheyrir, bókstaflega, tveimur löndum: landamærin kljúfa safnið í tvennt. Íranskir stúdentar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu nýtt sér þetta safn í óvæntum tilgangi. Í öðrum hluta þáttarins er fjallað um The Richard Brautigan Library Project, sérkennilegt bókasafn sem sprettur beint út úr The Abortion, skáldsögu eftir Brautigan. Mjög skemmtilegt. Vinkona mín, Constance Parpoil, á heiðurinn að þessari fínu ábendingu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s