Af netinu, 18. janúar 2019

Fallegt viðtal við Kristínu Jóhannesdóttur, þá snjöllu leikhús- og kvikmyndagerðarkonu, um Núna, verk sem hún sviðsetur í Borgarleikhúsinu og geymir frumraun þriggja höfunda í leikritaskrifum.
Talið berst að Sigurði Pálssyni, skáldi, sem kvaddi okkur á síðasta ári.
„Ég ætla að hafa Sigurð með mér hér áfram, þangað til ég veit ekki hvenær,“ segir hún ofureðlilega. „Það var einhver að minnast á það við mig um daginn, varfærnislega, að röddin hans væri enn í símsvaranum hér heima, hélt þetta væri eitthvað sem ég hefði ekki athugað. En ég geri það stundum bara sjálf að hringja heim og þá heyri ég röddina hans … ljóð muna rödd, segir einhvers staðar!“

Snorri Másson, blaðamaður, birti langt viðtal við Halldór Armand í Stúdentablaðinu. Talið barst meðal annars að stöðu skáldskapar, og bókarinnar, á okkar skrítnu tímum, og að listamannalaunum. (SN.)

Talandi um Halldór. Hann flutti nýlega mjög skemmtilegan pistil í Lestinni á RÚV um það hvernig hann misskildi góða tilvitnun í Andy Warhol.

Jökull Sólberg, stofnandi sprotafyrirtækisins Takumi, skrifaði aðsenda grein í Viðskiptablaðið í síðustu viku um umhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi. Mikið real-talk hér á ferð.

Hér er frábær greining á skapandi listum og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Góð hugleiðing í tilefni útnefninga listamannalauna.

Marie Kondo og tiltektarráð hennar hafa öðlast miklar vinsældir. Hún hefur gefið út vinsælar bækur um naumhyggjulífstíl og var að byrja með þætti á Netflix um snyrtitlegt líferni. Hún hefur m.a. talað fyrir því að fjarlægja bækur af heimilum (í hið minnsta þeim sem vekja ekki gleði innra með manni). Hér er skrifað skemmtilega um einmitt það.

Fannst áhugavert að lesa þessa skýrslu frá Reuters þar sem rýnt er í framtíð fjölmiðla. Þar er m.a. talað um aukið mikilvægi hlaðvarpa og áskriftarmiðla á kostnað netmiðla sem reiða sig á auglýsingar og samfélagsmiðla.

Ég ræddi fyrir nokkrum mánuðum um bók sem ég las eftir Winston Churchill þar sem hann talar um ástríðu sína fyrir listmálun. Nú sé ég að út er komin ný bók þar sem fjallað er ítarlega um Churchill sem listmálara. Hér er fín grein um hana.

Uppáhalds slóvenski heimspekingur allra, Slavoj Žižek, skrifar hér ágæta greinum Metoo-byltinguna og afleiðingar hennar. Í henni minnist hann m.a. á Klaustursmálið alræmda.
(KF.)

Ef Pétur Gunnarsson skrifar eitthvað, les ég það. Hér er fjallað um klukkuna og tímann: „Það jaðrar við ofskynjanir að sjá þau trítla í myrkrinu með töskurnar á bakinu eins og litlir fallhlífarhermenn innan um æðandi stálflykkin, oft við akstursskilyrði sem nálgast blindakstur.“ (SN.)


Til að hlusta á:


Friðrik Rafnsson, íslenskur þýðandi Michels Houllebecq, segir frá nýjustu bókfranska ólíkindatólsins. (SN.)

Fannst skemmtilegt að heyra þetta viðtal við listfræðinginn Ólaf Gíslason á RÚV um ítalska ljóðskáldið og fræðimanninn Giacomo Leopardi sem hefur nokkrum sinnum verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Við Sverrir erum einmitt báðir miklir aðdáendur doðrantsins Zibaldone sem hefur að geyma hugleiðingar þessa merka manns. Leopardi er kannski þekktastur hér á landi fyrir að hafa skrifað Samtal á milli náttúrunnar og Íslendings sem er aðgengileg í íslenskri þýðingu Ólafs hér.

Ég hef sjaldan náð að klára að hlusta á heilt hlaðvarp frá Joe Rogan, sem er ein stærsta hlaðvarpsstjarna hins vestræna heims. Ég hlustaði þó á viðtal hans við bandaríska sálfræðinginn Jonathan Haidt frá byrjun til enda á dögunum og hafði mjög gaman af. Í viðtalinu fjallar hann fyrst og fremst um nýja bók sem hann skrifaði ásamt Greg Lukianoff og nefnist The Coddling of the American Mind. Í henni fjallar hún um hvað ofverndun barna getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og að slík ofverndun sé farin að hafa mikil áhrif á bandarískt samfélag. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s