Af netinu, 25. janúar 2019

Hagfræðingurinn Tim Harford varð vinsæll fyrir rétt rúmum áratug síðan – þegar það var í tísku að skilja hversdagslega hluti út frá lögmálum hagfræðinnar. Hann skrifaði bókina Undercover Economist sem var feikilega vinsæl á þeim tíma, rétt eins og Freakonomics sem margir muna eftir. Svo varð hér hrun, eins og sumir muna, og hagfræðin datt svolítið úr tísku í kjölfarið. Sem meikar alveg sens – ef hagfræðin nýtist ekki við að skilja einmitt það sem hún var hönnuð til að útskýra, af hverju ætti einhver að nota hana til að skilja hversdagsleg fyrirbæri? Ég staldraði samt við þegar ég sá að Harford hafði skrifað skemmtilega grein í Financial Times um hvernig hann beitti kenningum atferlishagfræðinnar (e. behavioral economics) til að venja sig af snjallsímanotkun.

Hér er ansi góð grein um það sem rokkstjörnur geta kennt okkur um rekstur fyrirtækja.

Talandi um rokkstjörnur. Ég sé alveg fyrir mér að einn daginn mun ég eiga samtal við krakkana mína um hljómsveitir eins og Bítlana og Rolling Stones á meðan þau ranghvolfa augum og vita ekkert hvað ég er að röfla um. Einn daginn gleymist allt sem okkur finnst merkilegt í dag. En hvernig gerist þetta? Hvernig hverfa hlutir úr minni heilu samfélaganna? Hér er eðlisfræðingurinn Cesar Hidalgo í skemmtilegu viðtali um rannsóknarverkefni sitt sem fjallar einmitt um þetta – hvernig mannfólkið gleymir á endanum karakterum eins og John Lennon og Mick Jagger. Hidalgo hefur áður borið á góma á þessum vettvangi í tengslum við bókina Why Information Grows sem hann skrifaði og ég held mikið upp á.

Í síðasta Leslista minntist ég á ágæta grein eftir Jökul Sólberg félaga minn þar sem hann skrifaði um umhverfi sprotafyrirtækja. Hann skrifaði aðra áhugaverða grein nýlega um fyrirhugaðan þjóðarsjóð og gagnrýnir þau áform harðlega.

Hér er að finna virkilega góða grein úr New Yorker þar sem greinarhöfundur veltir fyrir sér listinni að taka ákvarðanir og reynir að draga fram hvað raunverulega býr að baki stórum ákvörðunum í lífi okkar.

New Yorker er greinilega með nokkrar neglur þessa dagana. Hér er brot úr dagbók eftir Robert Caro, þann mikla ævisagnameistara, sem hann skrifaði þegar hann dvaldist í Texas við rannsóknarvinnu vegna bókarflokks hans um Lyndon Johnson, bandaríkjaforseta.

Skemmtileg hugleiðing hér um vinnusemi og af hverju hún er ekki jafn mikil dyggð og af er látið. (KF.)

Grein þar sem reynt er að draga fram það jákvæða sem gerðist árið 2018.

Njóttu hvers kaffibolla – á meðan þú getur.
„Among the world’s 124 coffee species, […] 60 percent are at risk of extinction in the wild. Climate change and deforestation are to blame.“

David Byrne heldur úti fréttabréfi og vefsíðu: Reason to Be Cheerful. Ég sá hann ýta verkefninu úr vör á sínum tíma í The New School í New York, þar sem hann lýsti því hvað fyrir honum vakti á sinn einkennandi, taugaveiklaða máta. Hann sagði að við mættum ekki einungis starblína á hið hræðilega – aukna misskiptingu, loftslagsbreytingar, hrottalega valdhafa o.s.frv. – heldur þyrftum við einnig að sækja orku í það góða sem mannfólk áorkar. Og er ekki bara nokkuð til í því?

Heimskan sigrar endanlega á Íslandi.

Blaðamennska tórir enn, í hið minnsta hjá The New York Times. Viðtal við Jill Abramsson, fyrrum ritstjóra New York Times. Hún var að gefa út áhugaverða bók, Merchants of Truth: The Business of News and the Fight for Facts.

Mary Oliver, eitt þekktasta samtímaskáld Bandaríkjanna, lést í hárri elli í vikunni. Viðbrögð lesenda sýna að hún átti sér marga fylgjendur. Falleg lýsing á henni í þessari grein:
„Oliver lived a profoundly simple life: she went on long walks through the woods and along the shoreline nearly every day, foraging for both greens and poetic material. She kept her eyes peeled, always, for animals, which she thought about with great intensity and intimacy, and which often appear in her work not so much as separate species but as kindred spirits.“
Nýlega kom út úrval verka hennar, Devotions.

Óskar Arnórsson, dyggur fylgjandi Leslistans, benti mér á að til eru þessar ágætu íslensu þýðingar á ljóðum gríska skáldsins Kavafís. Þýðandi: Atli Harðarson. Þarna leynist meðal annars eitt eftirlætisljóða minna, „Borgin“, í laglegri (en þó ekki lýtalausri) þýðingu.

… Og þá rifjast upp fyrir mér að annar slyngur þýðandi, Þorsteinn Vilhjálmsson, sendi frá sér úrval þýðinga á grískum og rómverskum ljóðum árið 2016, Mundu líkami (Partus Press), og sú geymir meðal annars þýðingar á ljóðlist Kavafís. Ég sé að bókin er uppseld, sem er súrt því ég var ekki á réttri breiddargráðu þegar hún kom út og gat því ekki orðið mér úti um hana. Ef einhver vill senda Leslistanum eintak, þá má það…

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar fína grein um listamannalaunin.
„Höfum það líka alveg á hreinu að fyrir ríkið eru þessar 650 milljónir smápeningar. Þetta er það sem kostar að malbika 13 kílómetra, Þjóðkirkjan kostar þrefalt meira (og þá eru sóknargjöld undanskilin), sem og varnarmál þessarar herlausu þjóðar, ört fjölgandi aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna munu bráðum kosta nærri því jafn mikið og öll listamannalaun, framlög til stjórnmálaflokka eru hærri en listamannlaun, það kostar meira að reka Íslandsstofu (áður Inspired by Iceland) og jafnvel á menningarsviðinu sjálfu eru þetta litlir peningar; Harpan, Þjóðminjasafnið, Sinfóníuhljómsveitin og Þjóðleikhúsið eru allt stofnanir sem eru töluvert dýrari í rekstri en listamannalaun.“

Magnús Halldórsson ritar einnig ágæta hugleiðingu um listamannalaunin og bendir á hið augljósa:
„Það sem mér finnst slá­andi við lista­manna­launin er hversu lág þau eru. Hugs­unin að baki laun­un­um, eins og umfjöll­unin um þau er í lög­un­um, er að þau geti gefið lista­mönnum svig­rúm til að sinna list­sköp­un­inn­i. 
Ekki er hægt að segja 392.498 krónur á mán­uði séu góð laun. Þau veita ekki svig­rúmið sem þarf, eins og lagt er upp í lög­unum um lista­manna­laun­in. Það held ég að sé nokkuð aug­ljóst.“
 (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s