Af netinu, 1. febrúar 2019

Ef maður hefur áhuga á „að ná árangri“ (þá kannski sérstaklega sem frumkvöðull í hugbúnaðargeiranum) er þetta ágæt lesning. Fyrir okkur hin, dauðlegt fólk, er þetta fróðleg innsýn inn í heim metnaðarfullra.

Ragnar Kjartansson opnaði nýja sýningu í vikunni og af því tilefni var tekið skemmtilegt viðtal við hann fyrir Mbl.

Ég er mikill aðdáandi Costco, ekki endilega verslunarinnar sjálfrar heldur viðskiptamódelsins sem býr að baki hennar. Hér er ágæt glærukynning sem útskýrir kosti þess.

Dálkahöfundurinn og blaðamaðurinn Russel Baker lést nýlega og af því tilefni dró blaðamaður Atlantic fram nokkura ára gamalt viðtal við kauða. Ég kannaðist ekkert við hann áður en ég las viðtalið en mér fannst það virkilega skemmtilegt.

Það er greinilega ekki séríslenskt vandamál að eiga í erfiðleikum með að kaupa eigið húsnæði. Hér er ágæt erlend grein sem fer í saumana á vandamálinu.

Rory Sutherland skrifar hér algjöra neglu um skilvirknivæðingu auglýsingabransans. Get ekki beðið eftir að hlusta á hann tala í næstu viku.

Munuð þið eftir rokkstjörnunni Andrew WK? Hér er hann með frábært svar við hræðilegri spurningu. Hér er líka myndband með honum sem ætti að keyra helgina í gang fyrir ykkur. (KF.)

Pamela Anderson, fyrrum strandvörður, er hér í bitastæðu spjalli við tímaritið Jacobin og heimspekinginn Srećko Horvat um mótmælaölduna í Frakklandi, vandræði Evrópusambandsins, eigin aktívisma og margt fleira. (SN.)


Til að hlusta á:

Hallgrímur Helgason tók við íslensku bókmenntaverðlaununum og flutti skemmtilega ræðu. (SN.)

Talandi um Rory Sutherland, vin okkar. Ég var að uppgötva að hann væri með nýtt hlaðvarp á BBC. Búinn að hlusta á einn þátt og er vís til þess að klára alla seríuna á einu bretti.

Ég hlustaði í vikunni á stórgott viðtal við Josh Wolfe, sem er framkvæmdastjóri sprotasjóðs. Það sem mér fannst forvitnilegast við viðtalið var viðhorf hans til barnauppeldis og hvað hann telur barneignir eiga stóran hlut í að móta góðan stjórnanda. Annars ágætt spjall um hvernig maður á að taka ákvarðanir og hvernig maður á að tækla stór verkefni.

Ég hef stundum minnst á Patrick Collison, ungan frumkvöðul sem er einna þekktastur fyrir að hafa stofnað greiðslumiðlunarfyrirtækið Stripe. Þrátt fyrir að vera ungur að árum virðist hann bæði djúpur og víðlesinn. Fyrir ekki svo löngu minntist ég á frábæra grein eftir hann og Michael Nielsen, vin hans, þar sem þeir velta vöngum yfir því sem virðist vera minnkandi ábati af vísindum. Á mánudaginn síðastliðinn birtist svo viðtal við hann í uppáhalds hlaðvarpinu mínu, Econtalk, þar sem hann fjallar ítarlega um greinina og margt annað. Þetta var eiginlega með því besta sem ég hef hlustað á lengi – mæli mikið með þessu samtali.

Þetta var greinilega vika góðra hlaðvarpa hjá mér. Hef af og til hlustað á hlaðvarpið The Moment með handritshöfundinum Brian Koppelman. Nýlega tók hann viðtal við rithöfundinn Steven Pressfield sem er þekktur fyrir að skrifa skáldsögur og bækur um ritstíflu og hvernig rithöfundar og aðrir listamenn geta fundið leiðir til að útrýma henni. Ég las einmitt eina þeirra fyrir nokkrum árum sem ég mæli með. Hún kallast Nobody Wants To Reads Your Shit og er góð lesning fyrir hvern þann ætlar sér að starfa við einhvers konar ritstörf. Viðtalið fjallar einmitt um starf rithöfundarins, ritstífluna og hvernig atvinnumenn vinna bug á henni. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s