Af netinu, 8. febrúar 2019

Gengur þú með bók í maganum? Hér er góð grein um af hverju þú ættir ekki að skrifa bók.

Vissuð þið að það er til sérstakur iðnaður í kringum svefnbókmenntir, þ.e. bækur sem eru beinlínis skrifaðar í því skyni að svæfa lesendur? Galdurinn, að mati reynslubolta í faginu, er að hafa bækurnar ekki of spennandi – en að sama skapi ekki of leiðinlegar.

Við Sverrir höfum rætt ansi oft um bókina Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson á þessum vettvangi og erum báðir mjög ánægðir með hana. Þetta umfjöllunarefni virðist vera vinsælt út fyrir landsteinana. Blaðamaður Financial Times skrifar hér ansi fína grein um það þegar hann þurfti að róta í bókasafni föður síns að honum látnum.

Hér er býsna forvitnilegt viðtal við manninn sem stýrir norska olíusjóðnum. Skemmtilegt að lesa að hann er menntaður í heimspeki, lögfræði, stjórnmálum, hagfræði og viðskiptum. Virðist býsna klár og áhugaverður af þessu viðtali að dæma.

Nú hef ég bæði mjög gaman af myndlist og bókmenntum, en finnst ekki margar bækur um myndlist neitt sérlega góðar. Þótti þess vegna gaman að lesa þetta viðtal við listgagnrýnandann Andrew Graham Dixon þar sem hann mælir með fimm bókum um myndlist – allt verkum sem ég hafði aldrei heyrt um áður.

Sverrir talaði um bókina The Age of Surveillance Capitalism eftir Shoshönu Zuboff í síðasta Leslista og vakti áhuga minn á henni. Svo sá ég að tveir hugsuðir og rithöfundar, sem ég hef miklar mætur á, birtu gagnrýni um bókina í vikunni; annars vegar breski heimspekingurinn John Gray og hins vegar hvítrússneski rithöfundurinn Evgeny Morozov.  

Ég hef oft átt í miklum rökræðum við sjálfan mig um hvort ég fíli bandaríska myndlistarmanninn Jeff Koons eða hvort ég þoli hann ekki. Þetta frábæra viðtalvið hann fékk mig ekki endilega til að komast til botns í þeim vangaveltum, en það var helvíti áhugavert.

Annað þessu tengt. Hver kannast ekki við það þegar krakkarnir sletta kornflexi á 100 milljón dollara Basqiat málverkið sitt um borð í fjölskyldusnekkjunni? Þið getið vælt eins og þið viljið um flóttafólk og loftslagsbreytingar en hugur minn er hjá auðmönnum sem slysast til að skemma verðmætu listaverkin sín. Hér er skemmtileg grein í Guardian um þetta aðkallandi vandamál.

Friedrich Nietzche hefur af einhverjum ástæðum oft verið álitinn ofstækismaður, ruddi og brjálæðingur. Ný ævisaga um hann færir hins vegar rök fyrir því að hann hafi víst verið algjört ljúfmenni. (KF.)

Ég strengdi þess áramótaheit, af siðferðisástæðum, að byrja aftur að borða kjöt – eða öllur heldur: geta borðað hvað sem er, gerast alæta. (Það hefur reyndar ekki gengið vel.) Hér skrifar íslenskur karlmaður aftur á móti um veganisma – og karlmennsku.

Statistík fyrir áhugafólk um listamannalaunin. Birtist á Starafugli.

Því er ekki tekið út með sældinni að vera offitusjúklingur.

Magnús Guðmundsson skoðar ljóðabækur sem skolaði upp á strendur okkar í síðasta jólabókaflóði.

Nú ætlar fjölskylda J.D. Salingers loks að byrja að tutla út bókunum sem hann dundaði sér við að skrifa í einrúmi í hálfa öld. Sonur Salingers segir að verkin muni koma út næsta áratuginn. Ég fyllist, af einhverjum ástæðum, kvíða. (SN.)


Til að hlusta á:

Sá ágæti sjónvarpsmaður, Jón Ársæll, tekur viðtöl við öðruvísi, og þar með áhugavert, fólk í þáttaröðinni Paradísarheimt. Í þriðja og fjórða þætti spjallar hann meðal annars við ljóðskáldið unga, Soffíu Láru. Mjög gott. (SN.)

Mér fannst þetta viðtal við blaðamannin Celeste Headlee í Knowlegde Project hlaðvarpinu býsna gott. Hún ræðir um samræðulistina og hvað maður þarf að gera til að læra að hlusta betur á annað fólk. Ég heyrði ansi margar hollar áminningar í þessu viðtali og mig grunar að það geri öðrum gott. Hér er líka TED fyrirlestur frá henni (þoli oftast ekki TED fyrirlestra, en sumir eru ágætir, þar á meðal þessi). (KF.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s