Af netinu, 15. febrúar 2019

Hér er forvitnileg grein um Andy Warhol.

Fann mjög skemmtilegt íslenskt fréttabréf þar sem birtar eru margvíslegar hugleiðingar um gögn og allt sem þeim tengist. Mæli með skráningu.

Hér er lærdómsrík frásögn frá manni sem reyndi að stofna fyrirtæki með milljarð dollara veltu að markmiði – og mistókst.

Robert Ryman er látinn. Algjör meistari og flottur myndlistarmaður – fullkomlega sjálflærður. Góð minningargrein um hann í NYT.

Áhugaverður leslisti um borgir og borgarskipulag, fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

Ég er hjartanlega sammála höfundi þessarar greinar – enda fjallar hún um mikilvægi góðs nætursvefns. Yngsta dóttir mín mætti gjarnan lesa hana líka.

Og fyrst börn ber á góma. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna gerðar eru reglulegar mælingar á lestrarhraða barna í stað t.d. mælinga á lesskilningi. Hér er fínt viðtal við Hermund Sigmundsson, sálfræðiprófessor, sem skrifaði fína grein um þetta mál í síðasta Sunnudagsmogga.

Og fyrst lestur ber á góma. Hér er ágætis grein um hvernig lestrarvenjur okkar breytast á internetöldinni. (KF.)

Ný íslensk bókmenntaverðlaun – fyrir erlenda höfunda.

Falleg hugleiðing í The New Yorker eftir Oliver Sacks. Texti sem hann ritaði skömmu fyrir andlát sitt. Fjallar yfirvofandi dauða hans (sem Sacks óttast ekki) og jafnframt (yfirvofandi?) dauða þeirrar menningar sem hann lifði og hrærðist í.

Sorgarfréttir: Tomi Ungerer, mikill uppáhalds-listamaður, barnabókahöfundur og teiknari, er látinn. Hann sendi frá sér meira en 150 bækur á ótrúlega frjórri ævi.

Góðar fréttir frá New York: Amazon-risinn hættir við að reisa nýjar höfuðstöðvar á Long Island – vegna þrýstings og mótmæla frá stjórnvöldum og staðarfólki. Peningafólk fær greinilega ekki alltaf sínu framgengt.

Og fleiri góðar fréttir frá New York. Nokkru áður en ég fluttist frá borginni tók ég að heyra slúður um að til stæði að loka eftirlætis-bókabúðinni minni þar, McNally Jackson í Soho. Þar er einnig kaffihús sem gleypt hefur stóra sneið af lífi mínu. Sem sagt: ég get ekki ímyndað mér New York án þessarar bókabúðar. Mér skildist að leigusamningurinn hjá þeim væri að renna út og eigendur húsnæðisins vildu (að sjálfsögðu) skrúfa upp leiguna, meira en tvöfalda hana, hrekja þannig burt bækurnar og fá til dæmis banka, skó eða gleraugu í staðinn. Hér kemur hins vegar fram að þau áform hafi breyst. Búðin verður áfram í Soho. Og tvær nýjar eru meira að segja í bígerð, ein á Manhattan, hin í Brooklyn (og nýlega spratt upp enn önnur í Brooklyn). Er þá enn von í heiminum?

Um Dansað í Odessa eftir Ilya Kandinsky, í þýðingu Sigurðar Pálssonar.

Ráðunautur Leslistans, Þórarinn Eldjárn, segir að íslenskan sé stórmál.

Tveir vinir mínir ferðuðust meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ræddu við fólk sem varð á vegi þeirra. Birtu svo nýlega grein um þá reynslu sína í Time Magazine. (SN.)


Augu og eyru:

Mig langar að benda á frábæra heimildarmynd um hinn einstaka Tomi Ungerer, Far Out Isn’t Far Enough: The Tomi Ungerer Story. Ævi Ungerers er ekki síður áhugaverð en allar bækurnar hans. Til rökstuðnings: Á sjöunda áratuginum fluttist hann til New York borgar og sló þar í gegn sem barnabókahöfundur. Meðfram því hélt hann svo einhverju sinni sýningu á klámfengnum teikningum (eins og allir góðir barnabókahöfundar ættu reglulega að gera) – sýningin fór svo fyrir brjóstið á frómum siðferðispostulum útgáfubransans að Ungerer var bókstaflega hrakinn burt frá Bandaríkunum. Hann bjó um skeið í Kanada en varði síðustu áratugum ævi sinnar á Írlandi. Hugur hans var fjársjóðskista. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s