Bækur, 15. febrúar 2019

Ég er nýkominn til Íslands og þar beið mín svo stór stafli af nýútkomnum íslenskum (jóla)bókum að ég veit ekki hvar ég að að byrja. Og hef því ekki byrjað enn!

Annars las ég í flugvélinni The Seven Storey Mountain eftir Thomas Merton, bók sem kom út árið 1948 og sló strax í gegn. Þetta er sjálfsævisaga höfundar, segir af eirðarlausum, hæfileikaríkum ungum manni sem ákveður, tuttugu og sex ára gamall, að ganga í kaþólskt klaustur. Vinsældir bókarinnar skýrast hugsanlega af útgáfutíma hennar. Hún kom út þremur árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, fann fljótlega stóran lesendahóp í Bandaríkunum og síðar úti um allan heim; fólk var langþreytt eftir margra ára stríðsbrölt, í leit að lífstilgangi, andlegri næringu, von – og saga ungs og efnilegs manns, sem snýr baki við lífsgæðakapphlaupi og metorðum og sest að í klaustri, virðist hafa átt upp á pallborðið. Verkinu hefur stundum verið líkt við Játningar Ágústínusar kirkjuföður. Þetta er ágætis-inngangsreitur að verkum Merton, og rödd hans, svo yfirveguð og ljóðræn, er gott mótvægi við asa og at á gervihnattaöld. (SN.)


Orðsnilld vikunnar:

Um daginn rakst ég á nýyrði úr smiðju Hallgríms Helgasonar, flettiorka. Samanber enska orðið pageturner. Skömmu síðar rataði á fjörur mínar annað sambærilegt hugtak, jafnvel ennþá betra og er það Guðmundur Andri Thorsson sem ábyrgð á því: fletta. Það finnst mér alveg snilldarlegt orð og vil endilega að fólk taki það upp. „Það er góð flétta og því frábær fletta í þessari bók.“ (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s