Af netinu, 22. febrúar 2019

TLS skrifar hér skemmtilega yfirferð um heimspeki Iris Murdoch.

LA Review of Books er hér með til umfjöllunar forvitnilega bók um ævi og störf Isaiah Berlin, sem ég fjalla mikið um á þessum vettvangi og er hvergi nærri hættur.

Sjón velur í samtali við Vulture 10 uppáhalds bækurnar sínar. Ég þekki þær fæstar og finnst listinn því mjög áhugaverður. Svo má ekki gleyma því að hann gekk í ráðuneyti Leslistans á dögunum.

Annar góðvinur Leslistans, Jóhann Helgi Heiðdal, skrifar í Starafugli rýni um nýjustu kvikmynd Lars Von Trier. Ég hef  verið á báðum áttum með hvort ég ætli mér að sjá hana en grein Jóhanns gerir mig mjög áhugasaman.

Þetta er bæði spennandi og ógnvænleg lesning. Nýr gervigreindarbúnaður er farinn að skrifa ansi sannfærandi texta. Mun Leslistinn brátt vera skrifaður af gervigreindarhugbúnaði? Er hann það kannski nú þegar? Starafugl fjallaði einnig stuttlega um málið í vikunni.

Mjög skemmtilegt viðtal við hershöfðingjann fræga Stanley McChrystal.

Hvað geta taugavísindin kennt okkur um listina? Ég er ekki viss um að það sé mikið en þessi grein færir sannfærandi rök fyrir hinu gagnstæða.

Börnin mín hafa tekið ástfóstri við nýtt leikfangaæði, svokallaðar LOL dúkkur, sem ég er ekki hrifinn af. Svo virðist sem fjörið snúist aðallega í kringum andartakið þar sem leikfangið er opnað – ekki endilega leikfangið sjálft. Það kom mér því ekki mjög á óvart þegar ég las í ágætri grein um þessar dúkkur að tilurð þeirra megi rekja til vinsælla myndbanda á Youtube þar sem börn opna leikföng í gríð og erg. Nú veit ég hvernig foreldrum mínum leið yfir ruglinu sem ég hafði gaman af þegar ég var lítill.

Ég fjallaði fyrir ekki svo löngu um bókina Stoner eftir John Williams (ekki tónskáldið) sem ég hafði mikið gaman af. Hér er að finna vandað viðtal við eiginkonu Williams um þennan frábæra rithöfund.

Karl Lagerfield lést fyrir nokkrum dögum. Ég hef í raun ekki mikla skoðun á honum. Heyri að hann hafi ekki borið mikla virðingu fyrir konum en einnig að hann hafi verið merkilegur hönnuður og bókasafnari. Hér er gamall prófíll um hann úr The New Yorker sem varpar einhverju ljósi á þennan furðulega mann.

Rambaði á þessa frétt um fjárfestingasjóð í eigu Peter Thiel sem virðist vera mjög undarlega rekinn. Rak sérstaklega augun í neðangreinda klausu sem lýsir „vandamáli“ sem ég væri til í að glíma við:
“Royan was known internally for a “book ordering problem” — a former employee said that “unbelievable amounts of books” would be delivered each week to the office by Amazon to maintain the firm’s extensive library.” (KF.)

Tvær hæfileikaríkar nöfnur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Kristín Ómarsdóttir og Kristínar Eiríksdóttir. Leslistinn óskar þeim hjartanlega til hamingju!

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur skrifar um vörslumenn víðernanna– okkur Íslendinga.

David Wallace-Wells kveður löngu orðið tímabært að panikkera. (SN.)


Augu og eyru:

Mér hefur lengi þótt tölvuleikjaiðnaðurinn ansi áhugaverður bransi, þó ég sé fyrir löngu hættur að spila tölvuleiki sjálfur. Fannst þess vegna mjög gaman að hlusta á þetta viðtal við forstjóra Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjaframleiðanda heims.

Það gladdi mig verulega þegar gáfumannatímaritið Edge tilkynnti í vikunni að það hefði stofnað hlaðvarp í kringum viðtölin sem þar eru tekin reglulega við „gáfaðasta“ fólkið í heiminum.

Svo þótti mér frábært að hlusta á þetta viðtal við rithöfundinn Jim Collins sem er þekktur fyrir vandaðar viðskiptabækur sínar. (KF.)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s