Bækur, 22. febrúar 2019

Hendurnar eru kirkjur sem tilbiðja heiminn.

Flott lína! – en hver ætli hafi skrifað hana? Jú, skáldið er Naomi Shihab Nye, ljóðið nefnist „Í dagsins önn“ og þar lýsir skáldið einföldum hversdagsstörfum sem við fremjum með höndunum: 

Umslagið sem ég skrifa utan á 
svo nafnið svífur einsog skýhnoðri 
mitt á heiðum himni

Skýhnoðri – nokkrir slíkir skreyta einmitt kápuna á bókinni þaðan sem þetta er tekið. Þýðandi er Magnús Sigurðsson og bókin nefnist Að lesa ský, safn ljóðaþýðinga gefið út af Dimmu. Þarna leynast einnig nokkrar þýðingar á örtextum uppáhaldshöfundarins Lydiu Davis, svo sem þessi sem ber heitið „Hugmynd að stuttri heimildarmynd“:

Fulltrúar ólíkra matvælaframleiðenda 
reyna að opna eigin umbúðir.

Þetta er gott ljóðasafn sem fer vel í vasa. (SN.)

Ég var aðeins að róta í bókasafninu mínu og sá bók sem ég keypti fyrir einhverjum árum en hef aldrei lesið almennilega. Þetta er bókin The Tacit Dimension eftir ungverska vísindamanninn Michael Polanyi. Hún geymir er samansafn fyrirlestra um sérstakt hugðarefni hans – undirskilda þekkingu. Með undirskilinni þekkingu (e. tacit knowledge) á hann við, í grófum dráttum, þekkingu sem við getum ekki fært í orð. “We know more than we can tell” er hann þekktur fyrir að hafa sagt um þetta hugtak en í hans huga er það nauðsynlegt til að skilja vísindalega þekkingu og hvernig heimurinn virkar í raun og veru. Ég má til með að breiða út fagnaðarerindið um þennan skemmtilega hugsuð, enda veit ég ekki til þess að það hafi mikið verið skrifað um hann og verk hans á íslensku. (KF.)


Óskalistinn:


Sá að það er forvitnileg bók að koma út sem rekur sögu sprotafjármögnunar (e. venture capital (er til einhver almennileg íslensk þýðing á þessu hugtaki?)). Ég er alveg vís til að lesa hana.

Karl Ove Knausgaard er að gefa út bók sem hefur að geyma hugleiðingar hans um listmálarann og landa hans Edward Munch. Lítur út fyrir að vera eitthvað sem ég hef áhuga á. 

Fyrst ég minntist á John Williams (ekki gæinn sem samdi Star Wars lagið) hér fyrir ofan þá má ég til með að minnast á að það er væntanleg endurútgáfa á bók hans Nothing But the Night sem ég bíð spenntur eftir að komast í. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s