Af netinu, 1. mars 2019

Við viljum vekja athygli á því að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Þetta er alveg dásamleg umfjöllun frá þúsundþjalasmiðnum og gáfumenninu Stephen Wolfram um hvernig hann fer að því að vera svona pródúktífur. Mögulega það nördalegasta sem ég hef lesið í langan tíma.

Rambaði á sígilt minnisblað frá Winston Churchill sem ég hef heyrt mikið um en aldrei lesið. Í því fjallar hann um hvað það skiptir miklu máli að vera hnitmiðaður og stuttorður.

Shane Parrish frá Farnam Street skrifar hér um hvernig maður á að lesa betur.

Halldór Armand flutti pistil í Lestinni í vikunni sem hefur aldeilis slegið í gegn. Þetta er djúp rýni á íslenskt samfélag sem vekur mann til umhugsunar. Mæli með þessu og öllum öðrum pistlum eftir hann.

Talandi um Dóra. Hann sendi okkur góða ábendingu í vikunni:
Þessi grein eftir Snorra Pál er ekki bara framúrskarandi vel skrifuð heldur verulega opinberandi og áleitin. Þá er vefsíðan adstandaupp.com þar sem hún birtist ekki síður áhugaverð og mikilvæg.”

Ég las enn eina fréttina í vikunni um hvernig 4-daga vinnuvika skilar bæði betri afköstum og meiri starfsánægju. Svo rambaði ég á þessa ágætu grein þar sem höfundur kafar ofan í rannsóknina sem fréttin byggir á og sér að ekki er allt með felldu. Blaðamenn mættu taka sér þessi vinnubrögð til fyrirmyndar.

Ég hef lengi furðað mig á því af hverju W.H. Auden þoldi ekki sín frægustu ljóð, “Spain” og “September 1st 1939”. Þessi grein kafar í málið.

Steinar Þór Ólafsson hefur verið að flytja áhugaverða pistla á RÚV upp á síðkastið um skrifstofumenningu. Hans nýjasti fjallar um tölvupóstinn og er bæði fróðlegur og skemmtilegur.

Greinarhöfundur New York Times fjallar hér um hvernig Netflix stuðlar að menningarlegri alþjóðavæðingu. Góðir og umhugsunarverðir punktar.

David Hockney ræðir hér um Vincent van Gogh og snilligáfu hans. Segir m.a. að hann hafi verið svo mikill snillingur að hann hefði getað búið til meistaraverk úr hverju sem er, jafnvel þótt hann væri lokaður inni í litlausu bandarísku mótelherbergi. Sammála því.

Ég hef verið að lofa rithöfundinum John Williams í nokkrum Leslistum. Fannst því forvitnilegt að lesa þessa grein þar sem er beinlínis hraunað yfir hann. (KF.)

Haruki Murakami í löngu viðtali. Mjög lipurlega skrifað og skemmtilegt.

Heimur mannkyns er hannaður fyrir karla, ekki konur. Stundum skerðir sú staðreynd jafnvel lífslíkur kvenna.

Högni Egilsson skýrir, í beittri grein, frá því hvers vegna við eigum að hætta að veiða hvali.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um nýjan einleik Friðgeirs Einarssonar, Club Romantica. Sá lofar góðu. (SN.)


Augu og eyru:


Hef í einhvern tíma verið að hlusta á ágætt hlaðvarp sem markaðsgúruinn Seth Godin heldur úti. Hér fjallar hann um af hverju þú ættir að skrifa bók. (KF.)
 

Sally Rooney, höfundur Conversations with Friends, sem kom út á síðasta ári á íslensku sem Okkar á milli, er hér í ágætis stuði á Louisiana-stöðinni. Setur fram skemmtilegar hugleiðingar um bækur sem markaðsvöru, fólkið sem les bækur og tilheyrir þar með vissri stétt, og hvernig markaðssetning bóka sem neysluvöru dregur úr pólitískum slagkrafti þeirra. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s