Af netinu, 8. mars 2019

Stórtækur listaverkaþjófur leysir frá skjóðunni í skemmtilegu viðtali við GQ.

Þar sem áskrifendur Leslistans eru upp til hópa skapandi og áhugavert fólk fannst mér tilefni til að minna á að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Rambaði á brot úr æviminningum rithöfundarins David Pryce Jones þar sem hann ræðir um kynni sín af ungverska rithöfundinum Arthur Koestler, sem er einn af mínum eftirlætis rithöfundum. Mér þótti alveg sérstaklega gaman að sjá að niðurlag þessa greinarstúfs fjallar um hálf súrrealíska Íslandsför þeirra tveggja í tengslum við skákeinvígi Spasskí og Fischer ‘72. Hér er einn bútur:
“Could the restaurant where we took our meals really have been called Nausea? The place had its comic turn too. A man alleged to be the Icelandic national poet was lying at the foot of the bar. Every so often he would haul himself up, point a finger and bellow, “I know you! You are Hungarian, yes! But not Koestler — your name is Istvan Szabo!” and then relapse to his position on the floor.”
Veit einhver hvaða veitingastað hann gæti verið að vísa í? Eða hvaða skáld hefði verið flokkað sem þjóðskáld Íslands árið 1972? 

Fjárfestirinn og hugsuðurinn Naval Ravikant er hér með ágætis hugleiðingar um auðævi.

Svakaleg greining á því hvernig viðskiptamódel samfélagsmiðla eru með allt öðru sniði en hjá öðrum fyrirtækjum.

Flott hugleiðing frá Kolbeini Hólmari Stefánssyni um fátækt íslenskra öryrkja.

Rory Sutherland, vinur okkar, hittir naglann á höfuðið í nýjasta pistli sínumsem fjallar m.a. um af hverju það tók okkur svona langan tíma að skella hjólum á ferðatöskur.

Ég ætlaði að hlusta á lag eftir R Kelly en hætti snarlega við eftir að ég las þessa fínu grein eftir Steinunni Ólínu Hafliðadóttur um hvort hægt sé raunverulega að skilja list frá listamanni. (KF)

Við fengum ábendingu frá Hlín Agnarsdóttur, um The Dictionary of Obscure Sorrow. Ansi skemmtilegt fyrir hungraða orðháka.

Er það kannski fyrst og fremst grimmdin sem gerir okkur mennsk?

Um The Spirit of Science Fiction, nýjustu ensku þýðinguna á verki eftir Roberto Bolaño.

Steindór Grétar Jónsson skrifar um fjóra unga listamenn sem kjósa að búa í Berlín frekar en á Íslandi. Mjög skemmtileg grein og það væri gaman að sjá oftar jafn djúpa umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. (SN.)


Augu og eyru:


Ég er búinn að hlusta á tvö ágæt viðtöl við hinn stórtæka bandaríska fjárfesti Howard Marks sem er einna þekktastur fyrir kjarnyrt minnisblöð sín sem hann hefur birt í nokkur ár. Hann er virkilega fær í því að koma flóknum skilaboðum áleiðis í einföldu máli og það sem hann skrifar getur hæglega náð til fleiri en þeirra sem hafa áhuga á fjárfestingum og viðskiptum. Hér er hann í samtali við Barry Ritholtz og hér spjallar hann við Shane Parrish.

Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðastjórnmálum er þetta viðtal við stjórmálaspekúlantinn Peter Zeihan alveg stórkostlegt áheyrnar. Í viðtalinu ræðir hann um hvernig heimsskipulagið eins og við þekkjum það stefnir í að liðast í sundur og færir sannfærandi rök fyrir því að viss lönd muni standa sterkari eftir og að öðrum hnigni. Ég mæli mikið með þessu spjalli – það fékk mig til að hugsa með allt öðrum hætti um stöðu alþjóðamála. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s