Bækur, 15. mars 2019

Ég hef átt Sjálfsævisögu Benjamin Franklin í nokkuð mörg ár og reynt að lesa hana nokkrum sinnum án þess að komast almennilega inn í hana. Eintakið sem ég á geymir einnig úrval ritgerða eftir hann og það var ekki fyrr en ég byrjaði á öfugum enda bókarinnar sem ég fór fyrst að hafa gaman af henni. Þar er að finna ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt samansafn af hugleiðingum þessa merka manns sem eru bæði gagnlegar og skemmtilegar. Það sem mér fannst persónulega skemmtilegast að lesa voru spakmæli sem hann birti undir dulnefninu Richard Saunders í almanakinu Poor Richard’s Almanack. Maður lærir heilmikið um sögu Bandaríkjanna af þessari bók og ég er vís til þess að grípa til hennar með reglulegu millibili á næstunni. (KF.)

Hvernig lifir maður í heimi þar sem allt er að deyja? David Wallace-Wells, sem ritað hefur svo ötullega um umhverfismál á síðustu árum, tekst að nokkru leyti á við þá spurningu í nýrri bók sinni, The Uninhabitable Earth: Life After Warming. Efnisins vegna er þetta ekki auðveld lesning, en þó er bókin aðgengileg og rituð á máli leikmanna. Wallace skirrist ekki við að orða óhugnanlegar staðreyndir á blákaldan hátt:
„We have already exited the state of environmental conditions that allowed the human animal to evolve in the first place, in an unsure and unplanned bet on just what that animal can endure. The climate system that raised us, and raised everything we know as human culture and civilisation, is now, like a parent, dead.“ (24)
Síðar í bókinni merkti ég einnig við þessar línur: „There is nothing to learn from global warming, because we do not have the time, or the distance, to contemplate its lessons; we are after all not merely telling the story but living it. […] One 2018 paper sketches the math in horrifying detal. In the journal Nature Climate Change, a team led by Drew Shindell tried to quantify the suffering that would be avoided if warming was kept to 1.5 degrees, rather than 2 degrees––in other words, how much additional suffering would result from just that additional half-degree of warming.“ Svarið: Mörg hundruð milljónir mannslífa. Hvað dóu aftur margir í helförinni? Fyrri heimsstyrjöldinni? Tölurnar blikna í samanburði. Það sem veitir manni von er vitundarvakningin meðal fólks, einkum hinna yngri, sem er að verða úti um allan heim. (SN.)


Óskalistinn:

Sá nýlega að það væri komin út ný íslensk þýðing á bókinni Lacci eftir ítalska rithöfundinn Domenico Starnone. Ég hafði til umfjöllunar í gömlum Leslistaenska þýðingu á þessari skemmtilegu bók. Mér fannst hún það góð að ég hefði ekkert á móti því að kafa í þessa nýju þýðingu eftir Höllu Kjartansdóttur. Svo heyri ég að Starnone sjálfur verður gestur bókmenntahátíðar. Gaman. (KF.)

LEXÍA er ný íslensk-frönsk orðabók, verkefni á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í nánu samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þann fjórða apríl næstkomandi verður orðabókin kynnt sérstaklega fyrir frankófílum og öðrum áhugasömum í Alliance Française. „Ritstjóri og verkefnisstjóri LEXÍU, Rósa Elín Davíðsdóttir, kemur og talar um orðabókina og gefur nokkur sýnishorn úr henni ásamt því að spjalla almennt um þær áskoranir sem fylgja því að þýða á milli íslensku og frönsku,“ segir á síðu Alliance Française. Génial, alveg hreint. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s