Af netinu, 22. mars 2019

Maður bjóst svo sem við því að gervigreindin myndi taka af okkur öll helstu störfin í framtíðinni en ekki grunaði mig að hún gæti leyst ljóðskáldin af hólmi!

Hér er nokkuð góður listi af bókum um listina við gerð borga.

Hef alltaf gaman af skrifráðleggingum þótt ég hunsi þau yfirleitt þegar ég skrifa sjálfur. Hér eru ansi góð ráð frá rithöfundinum Elmore Leonard.

Hér er djúp og merkileg umfjöllun um quantum computing. Þessi tækni er svo ný af nálinni að ég get ekki fundið neina almennilega íslenska þýðingu á fyrirbærinu. Skora á ykkur, kæru lesendur, að finna góða þýðingu!

Af hverju er Bernard Henri Levy álitinn svona klár? Þessi grein reynir að svara því.

Fín umfjöllun um dauða kaloríunnar og megrunarvísindi.

Ertu að leysa rétta vandamálið? Góð hugleiðing hér um einmitt það.

Mjög fínn pistill eftir Russ Roberts, vin Leslistans og umsjónarmann hlaðvarpsins Econtalk, um takmörk hagfræðinnar.

Rory Sutherland, annar góðkunningi Leslistans, skrifar góðan pistil um greindarvísitöluna og takmörk hennar. (KF.)

Áhugaverð hugleiðing um stærð þeirra dýra sem best vegnar á jörðinni. Það segir sig sjálft að oft er styrkur að vera stór. Maður er síður útsettur fyrir árásum og á auðveldara með að afla sér fæðu. Kannski útskýrir það að einhverju leyti hvers vegna mörg nútímadýr eru stærri en forverar þeirra: í slíkum tilfellum hefur tegundin smám saman stækkað í aldanna rás, og nefnist sú þróunarhneigð regla Cope í höfuðið á steingervingafræðingnum Edward Drinker Cope sem uppi var á 19. öld. Hvalir og höfrungar eru til að mynda komnir af spendýri á stærð við kött, forsögulegri veru sem undi sér til jafns á landi og í vatni. En hvers vegna eru öll dýr þá ekki feykistór? Hví er sem smærri tegundum vegni jafnvel betur um þessar mundir? Í fyrrnefndri grein eru settar fram mögulegar skýringar. Algengara er að nýjar tegundir spretti upp í smárri mynd, og eins þurrka fjöldaútrýmingar (líkt og sú sem nú stendur yfir af mannavöldum) frekar út stærri tegundir. Þarna leynist til að mynda skýringin á því hvers vegna hin svokallaða „megafána“ hvarf (loðfílar, risastór letidýr í Norður-Ameríku, vambar í Ástralíu sem voru á stærð við hesta, fleiri hressar tegundir): við drápum þær. Eitt sérstaklega ýkt dæmi: útþurrkun Steller-sjávarkýrinnar, sem „uppgötvaðist“ árið 1741 og var veidd af miklum móð og höfð í soðið uns hún þurrkaðist út – á aðeins 27 árum!

W. S. Merwin, bandaríska jóðskáldið, lést í vikunni. Gyrðir Elíasson hefur unnið það þjóðþrifaverk að íslenska nokkur ljóða hans (Tunglið braust inn í húsið, 2013). Hér er viðtal, sem fyrst birtist í The Paris Review árið 1987, þar sem Merwin ræðir skrif, sköpun, náttúruna. 
„As a child, I used to have a secret dread—and a recurring nightmare—of the whole world becoming city, being covered with cement and buildings and streets. No more country. No more woods. It doesn’t seem so remote, though I don’t believe such a world could survive, and I certainly would not want to live in it.“ 

Jóhann Helgi Heiðdal var í stuði í vikunni. Hér skrifar hann á naskan og kraftmikinn hátt um ungan franskan höfund, Édouard Louis, sem ég hef áður fjallað um í Leslistanum (og olli mér raunar vonbrigðum). Og hér skrifar JHH svo langa og kræsilega úttekt á Sögu tveggja borga eftir Dickens, sem nýlega kom út í þýðingu Þórdísar Bachman (sjálfur hef ég ekki enn lesið þýðinguna).

Ana Stanićević skrifar um skrif. „[T]il hvers að skrifa um bókmenntir þegar hlýnun jarðar ógnar tilveru okkar og við erum í hættuástandi sem ætti að gera eitthvað við núna strax, þó að það sé kannski þegar of seint?“

Ein erfiðasta lesning vikunnar: Útlendingastofnun (skýtur þetta heiti ekki skökku við í samtímanum?) ákvað að senda sýrlenskan leikskólakennara úr landi. (Og ég sem hélt einmitt að það væri vöntun á góðum leikskólakennurum á landinu). Úr greininni: 
„Hún kall­ar sig Sophiu þar sem hún tel­ur ekki óhætt að gefa op­in­ber­lega upp sitt rétta nafn af ótta við of­sókn­ir. Hún er ekkja og móðir fimm barna. Eig­in­mann­inn missti hún í stríðinu fyr­ir nokkr­um árum. Hún varð viðskila við börn­in í Sýr­landi þar sem þau dvelja enn. Nú eru liðin meira en þrjú ár síðan hún sá þau síðast.“ 

Anton Helgi Jónsson heldur úti skemmtilegri og margslunginni heimasíðu, þar sem má núorðið nálgast heildarsafn ljóða skáldsins í margvíslegu formi; sem texta á skjá, í hljóðformi, myndrænar útfærslur. Geta ljóð á vef veitt sömu lestrarupplifun og þau sem birtast í bók? Hentar vefurinn sumum ljóðum en ekki öðrum?

Falleg og vel rituð hugleiðing eftir Kathryn Schulz, um þema sem mörgum virðist hugleikið um þessar mundir – bókasafn föðurins.

Löng og sláandi grein um ástandið í Baltimore, sem er, eins og sakir standa, efalaust blóðugusta borg Bandaríkjanna.

The Dark Mountain er tímarit sem kemur út tvisvar á ári og er enn fremur netútgáfa. Þau lýsa markmiðum sínum meðal annars svo: „We intend to challenge the stories which underpin our civilisation: the myth of progress, the myth of human centrality, and the myth of our separation from ‘nature’.“ Þarna birtist margt áhugavert, fyrir þá sem vilja öðru hverju flýja mannhverfa rörhugsun. (SN.)


Augu og eyru:

Bill Frisell er að mínu viti einn mesti listamaður samtímans. Hér leikur hann á raflútu sína ásamt kontrabassaleikaranum unga, Thomas Morgan, og situr milli laga fyrir svörum, en svarar með semingi eins og hans er vandi. (SN.)

Hef lesið ansi mikið gagnlegt eftir Jason Fried, framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Basecamp. Hann skrifar og talar reglulega um vinnuumhverfi nútímamannsins og mikilvægi þess að róa það niður. Hér er hann í flottu viðtali.

Hér er mjög gott viðtal við Brian Koppelman, höfund sjónvarpsþáttaraðarinnar Billions og handritshöfund kvikmynda á borð við Ocean’s 13 og Rounders. Í viðtalinu fjallar hann um starfsumhverfi listamanna almennt þótt hann tali fyrst og fremst um gerð sjónvarpsþáttaraða. Mjög fróðlegt áheyrnar bæði fyrir starfandi listamenn og listunnendur. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s