Af netinu, 26. apríl 2019

Helvíti góð grein hér um samspil tækni og myndlistar.

Hvað á maður að lesa næst? Þetta er spurning sem allir lesendur Leslistans kannast við. Hér er að finna ansi gagnlega aðferð við val á næstu bók.

Hér er splunkunýtt viðtal við síunga fjárfestinn Warren Buffet.

Hlaðvörp virðast verða vinsælli með hverjum deginum og ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög mikill aðdáandi þeirra. Fannst þess vegna hressandi að lesa þessa grein þar sem höfundur finnur hlaðvörpum allt til foráttu.

Áhugaverð nálgun á íþróttamennsku.

Fannst ekki nógu mikið talað um þessa fínu grein Árna Heimis Ingólfssonar um Passíusálma Hallgríms Péturssonar: „Það er hins vegar grundvallarmisskilningur á sálmakveðskap Hallgríms Péturssonar – og raunar á öllum íslenskum sálmakveðskap 17. og 18. aldar – að slíkir textar hafi verið ortir til upplestrar. Sálmar voru ávallt sungnir, hvort heldur var í kirkju eða innan veggja heimilisins. Tónlistin var ekki aukaatriði sem bætt var við eftir á heldur sjálfur grundvöllur kveðskaparins.

Penguin Random House var að kynna áhugaverða nýjung. Þau ætla að bjóða upp á svokallað reader loyalty program – þ.e. að dyggir lesendur bóka, sem gefnar eru út af útgáfufyrirtækinu, geti unnið sér inn fríar bækur. Ef einhver lesenda Leslistans eru bókaútgefendur (sem ég er nokkuð viss um) þá mega þeir endilega skoða þetta. (KF.)

Ágætis yfirlitsgrein um Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Hvernig væri að loka bara fangelsum? Ruth Wilson Gilmore hefur skýra skoðun á því: „There should be no jails. They do not accomplish what they pretend to accomplish.

Frábær hugleiðing frá Rebeccu Solnit, sem hefst, líkt og svo margt þessa dagana, á Íslandi. Hún fjallar meðal annars um ómótstæðilegt aðdráttarafl hetjunnar (s.s. Gretu Thunberg) og ber það saman við kraft fjöldans þegar við komum mörg saman og vinnum að sameiginlegu markmiði. Hvort er fýsilegra og vænlegra til langtímaárangurs, hetjudýrkun eða samstaða?
„The standard action movie narrative require one exceptional person in the foreground, which requires the rest of the characters to be on the spectrum from useless to clueless to wicked, plus a few moderately helpful auxiliary characters. There are not a lot of movies about magnificent collective action, something I noticed when I wrote about what actually happens in sudden catastrophes—fires, floods, heat waves, freak storms, the kind of calamity that we will see more and more as the age of climate change takes hold. Disaster movies begin with a sudden upset in the order of things—the tower becomes a towering inferno, the meteor heads toward earth, the earth shakes—and then smooths it all over with a kind of father-knows-best here-comes-a-hero plotline of rescuing helpless women and subduing vicious men. Patriarchal authority itself is shown as the solution to disasters, or a sort of drug to make us feel secure despite them.“

Anthony Burgess ljóstrar því upp, í gamalli grein sem The Times Literary Supplement endurbirti nýlega, hvernig hann skrifaði ævisögu sína um D.H. Lawrence og fjallar jafnframt um ævisagnaskrif almennt. „The importance of cultivating the memory if one is going to be a writer cannot be stressed too often.“ Orð að sönnu, og kannski þörf áminning fyrir okkur gleymnu gúgglarana. (SN.)


Fyrir augu og eyru:

Margaret Atwood er hér í skemmtilegu spjalli við Tyler Cowen, góðvin Leslistans.

Ég var að hlusta á þennan ágæta fyrirlestur um hvað vestræn tæknifyrirtæki gætu lært af tekjumódeli kínverskra tæknifyrirtækja. Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert og vekur kannski einna helst áhuga lesenda Leslistans er það sem kemur fram á svona sirka mínútu 06:30. Þar er farið yfir fjölbreytilegt tekjumódel rafrænnar bókaútgáfu í Kína. Margt þarna sem rithöfundar og bókaútgefendur mættu skoða. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s