Bækur, 26. apríl 2019

Ég er hálfnaður gegnum tvær bækur. Önnur er Falter eftir Bill McKibben, aktívista og umhverfissinna sem ég vitna oft (og kannski vandræðalega oft) til. Sú nýjasta frá honum er læsileg og léttleikandi úttekt á loftslagsbaráttu síðustu áratuga og stöðunni í dag; fyrir þá sem eru á kafi í málefninu (tortímingunni og heimsendi) er hér kannski ekki að finna svo ýkja margar hugljómanir, en ég mæli sérstaklega með henni fyrir þá sem vilja lesa gott, en ekki of þungbært, yfirlitsrit. Þá er ég að lesa skáldsöguna Lost Children Archive eftir hina svimandi kláru Valeriu Luiselli frá Mexíku; það er höfundur með öflugt vinnsluminni í heilanum en einnig stórt hjarta. Þetta er fyrsta bókin sem hún ritar ekki á móðurmálinu, spænsku, heldur á ensku, og það gerir hún með miklum glæsibrag. Bókin lýsir ferðalagi fjölskyldu þvert yfir Bandaríkin, frá norðri til suðurs, og tekur sérstaklega fyrir straum innflytjenda frá Suður-Ameríku, einkum barna. Bygging verksins er um margt áhugaverð; notkun lista, ljósmynda, ólíkra radda og sjónarhorna. Það tók mig nokkrar síður að kveikja á perunni, en ég er óðum að komast á þá skoðun að hér sé um að ræða hálfgert meistaraverk, og stórt framfarastökk frá fyrstu skáldsögu Luiselli, Faces in the Crowd. Bók sem mætti alveg koma (og ég veit að það er óskhyggja) út á íslensku. (SN.)


Óskalistinn:

Ég sperri alltaf eyru þegar George Packer lætur að sér kveða (hann skrifaði hina frábæru The Unwinding; magnaða greiningu á bandarísku samfélagi 20. aldar) og nú var að koma frá honum nýtt verk: Our Man: Richard Holbrooke and the End of the American Century. Veit ekkert um hana en hyggst grennslast fyrir um málið.

Náttúruverndarsinni og Gaja-spekingurinn Barry Lopez, einna þekktastur fyrir Of Wolves and Men frá 1978, sendir frá sér stórt verk sem hefur, að sögn höfundar, verið í smíðum síðustu þrjátíu árin: Horizon. Þvílíkt langlundargeð!

Loks er komið út ritgerðasafnið White eftir Bret Easton Ellis. Þar leiðir kappinn, sem er auðvitað þekktastur í dag fyrir skáldsöguna American Psycho, lesendum fyrir sjónir hvað Bandaríkin eru siðferðilega gjaldþrota, menningarlega snautt og ógeðslegt samfélag. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s