Af netinu: 3. maí 2019

Hér er fjallað um fimm bækur sem varpa ljósi á klassískan uppruna verka Shakespeares. Mjög forvitnilegt.

Hvernig býr maður til 10.000 ára stofnanir? Gaman að einhver skuli spyrja svo stórra spurninga.

Í síðasta lista vísaði ég á ágæta grein þar sem talað var gegn hlaðvörpumHér er önnur svipuð grein þar sem greinarhöfundur finnur hljóðbókum allt til foráttu.

Það komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu að breski stjórnmálamaðurinn og heimspekingurinn Roger Scruton var rekinn úr Íhaldsflokknum eftir að hafa látið ósæmileg ummæli flakka í viðtali við New Statesman. Síðar kom í ljós að sá, sem tók viðtalið, hefði tekið það sem Scruton lét flakka í viðtalinu úr samhengi. Hér er farið ítarlega yfir þetta furðulega mál en niðurlag greinarinnar ratar, að mínu viti, beint í mark:
“Our world is replete with complex matters that need discussing. We need philosophers, thinkers and even politicians of courage to help us find our way through this. We live in the age of character assassination. What we now desperately need is a counter-revolution based on the importance of individuals over mobs, the primacy of truth over offence, and the necessity of free-thought over this bland, dumb and ill-conceived uniformity.”

Ég (Kári) skrifaði í Markaðinn í vikunni um áhættustýringu fyrirtækja, ef einhver lesandi Leslistans kynni að hafa áhuga á slíku.

Hér er listi yfir vanmetna hæfileika.

Góð greining hér á stöðu listmarkaðarins.

Hvað er hægt að læra af munkum um að starfa í stafrænum heimi? Heilmargt að mati höfundar þessarar greinar.

Hér er farið ítarlega yfir kvilla sem gæti verið rótin af fjölmörgum veikindum sem nútímamaðurinn glímir við.

Skemmtilegt viðtal við píanistann fræga Víking Ólafsson í Guardian um Bach plötuna sem hann gaf út fyrir ekki svo löngu síðan og hefur verið mærð á þessum vettvangi.
(KF.)

Françoise Sagan, höfundur Bonjour, tristesse, er hér í gömlu viðtali við The Paris Review.

Og hér er ansi langt og innilegt viðtal, nýtt af nálinni, við leikkonuna Anjelicu Huston.

Jim Bendell nefnist prófessor einn sem öðlaðist talsverða frægð fyrir að leiða að því rök að við, sem nú erum uppi á tímum loftslagsbreytinga og vistfræðilegs hruns í náttúrunni, þurfum að aðlaga okkur með djúpstæðum hætti, bæði vitsmunalega og veraldlega, að gjörbreyttum lífsskilyrðum á jörðinni (á ensku notar hann hugtakið deep adaptation). Fyrir skrif sín hefur Bendell hlotið bæði lof – meðal annars fyrir að tala á raunsæjan hátt um staðreyndir – og last. Gagnrýnisraddirnar, til að mynda þessi hér, herma að ef við einfaldlega föllumst á og sættum okkur við að hinn náttúrulegi heimur sé að tortímast – jafnvel nú þegar glataður – þá sé hætt við að björgunaraðgerðir og frekari tilraunir til að breyta lífsstíl okkar verði framkvæmdar með hangandi hendi og hálfum hug og fari þar með fyrir bí („Þetta er hvort sem er allt til einskis“) og þá er voðinn vís og útséð um að við, sem tegund, þraukum ekki mikið lengur. Enn sé tími til aðgerða. En hvað er bjartsýni og hvað er raunsæi? Verðum við ekki að trúa því að aðgerðir okkar hafi jákvæð áhrif? Ég hef áður imprað á frönskum bókum þar sem höfundarnir mæla á svipaða lund og Bendell og tala um eins konar hruninn heim: Comment tout peut s’effondrer (Hvernig allt getur hrunið) og Une autre fin du monde est possible; vivre l’effondrement (et pas seulement) (Önnur heimslok eru möguleg; að lifa hrunið (og rúmlega það)).) Eflaust lifum við á tímum hrunsins (og þá er ég ekki að tala um eitthvert smávægilegt bankahrun árið 2008 heldur miklu viðameiri hörmungar).

Í beinu framhaldi af þeirri glaðværu nótu: Höfundurinn og náttúruverndnarsinn Mark Boyle kveðst hafa lifað um þriggja ára skeið án þess að nota peninga, og nú býr hann utan nútímasamfélagsins á Írlandi án þess að nota neins konar nútímatækni. Sem sagt, mikill töffari. (Ég öfunda hann í hið minnsta af kjarkinum og því að láta slíkan draum rætast. Að komast burt, orti Sigfús Daðason; þessum manni virðist hafa tekist það.) Áður en Boyle tók af skarið starfaði hann í fjármálaheiminum,  og segist hafa óttast á þeim tíma að líða í gegnum ævina án þess að finna nokkurn tímann fyllilega til lífsins, eins og hálgerð vofa. Hér mælir Boyle, í fróðlegu spjalli, með fimm bókum sem fjalla á einn eða annan hátt um óbyggðir eða villta náttúru. Þeirra á meðal er The Road eftir Cormac McCarthy, sem til er í vandaðri íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. (SN.)


Fyrir augu og eyru:

Michael Lewis fjallar um Salvator Mundi – dýrasta málverk allra tíma – í nýja hlaðvarpinu sínu. Virkilega forvitnilegt.

Hér er skemmtilegt viðtal við Austen Allred, stofnanda Lambda School sem er nýstárleg leið fyrir fólk til að mennta sig. Skólinn er gjaldfrjáls í upphafi en síðan borga nemendur hluta af tekjum sínum að námi loknu ef þau ná að þéna meira en 50.000 dollara í árstekjur. Í viðtalinu ræðir hann bæði um skólann og stöðu menntunar á gervihnattaöld. Mjög forvitnilegt.

Þetta samtal er verulega gagnlegt ef þú hefur áhuga á að verða betri í mannlegum samskiptum. (KF.)

Skemmtilegt: Paul Holdengräber rabbar við portúgalska rithöfundinn António Lobo Antunes. Myndskreytt af Flash Rosenberg. (SN.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s