Bækur, 3. maí 2019

Eru hlutir ekki fallegir þegar útlit og notagildi fara saman? Í The Beauty of Everyday Things (þýðing úr japönsku) skilgreinir Soetsu Yanagi japanska hugtakið mingei – ekki auðvelt verk, líkt og gildir um svo mörg japönsk hugtök – svo að það nái yfir fallega og einfalda hluti sem tilheyra alþýðlegu handverki og hafa hagnýtt notagildi.
One essential feature should be that the objects honestly fulfil the practical purpose for which they were made. In contrast, look at the machine-made objects that inundate our lives in recent years, which have fallen victim to commercialism and the profit motive, usefulness shunted aside. Among these objects ostenisibly made for practical use, there are many that are nothing more than frauds and fakes, displaying no attempt at honest usability.
Þegar ég las fyrrfarandi orð varð mér hugsað til greinarkorns, sem ég birti um daginn á Stundinni, og fjallaði meðal annars um þáttinn „Heimsókn“, þar sem gægst er inn í heimkynni valinkunnra Íslendinga. Ég hafði ekki náð að færa í orð, almennilega, hvað sló mig við að renna hratt í gegnum nokkur myndskeið með leiftrum frá ólíkum heimilum – og hvers vegna ég kom sjaldan auga á nokkra fegurð – en nú get ég það. Útlit og notagildi ættu að fara saman; það hefur mér alltaf fundist. En við, í okkar útlitsmiðaða heimi, leggjum langmesta áherslu á hvernig hlutirnir líta út og hvernig við komum fyrir; oft er notagildið aukaatriði, og jafnvel hverfandi – ekkert. Og hvað verður þá um fegurðina? Hún gufar líka upp og eftir stendur ekkert nema grafhýsi. Þess vegna fyllist ég líka ævinlega hryggð þegar ég sé bækur sem fyrst og síðast eru stofustáss til útstillingar, ljósmyndadoðrantar á kaffiborði og svo framvegis; hlutir þarfnast þess að eiga sér tilveru og hlutverk, rétt eins og við mannfólkið, eigi fegurð þeirra (og okkar) að koma fram. Ég mæli með ofannefndri bók, sem er þýð og greið lesning og tekur fyrir fjöldamörg japönsk hugtök, sem flest, ef ekki öll, ættu að vera samfélagi Leslistans nokkuð framandi.

Það kom flatt upp á marga nú í vikunni þegar Ian McEwan, breskur rithöfundur, hlaut alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. McEwan er á bókatúr um Bandaríkin, til að kynna nýjustu skáldsögu sína, Machines Like Me, og gat því ekki veitt verðlaununum viðtöku; ófáa grunaði að hann hefði raunar aldrei heyrt Halldórs Laxness getið fyrr en honum hlotnaðist áðurnefnd vegsemd. En hvað um það, eflaust er hinum alþjóðlegu verðlaunum ætlað að auglýsa HKL og halda nafni hans á lofti utan landsteinanna, og er það ekki bara gott og blessað? McEwan finnst mér vera höfundur yfir meðallagi – skrítin blanda af reyfarahöfundi, vísindagrúskara og tólf vasaklúta-eldhússrómansaskáldi – og ég ákvað að gera heiðarlegu atlögu við áðurnefnda skáldsögu, Machines Like Me. Sú gerist í alternatífri útgáfu af níunda áratuginum á Englandi og fjallar um hálfgert dauðyfli sem, af heldur óljósum ástæðum, ákveður að spandera nýfengnum peningaarfi í glænýja tegund af vélmenni. Smám saman kviknar ástarþríhyrningur á milli okkar manns, konunnar í lífi hans (sem er líka mikið dauðyfli) og vélmennisins (almesta dauðyflið). Skrítin bók. Þunglamaleg og hæg, og það örlaði lítt á frumlegum pælingum um þó áleitið svið: samskipti manna við tæknina. Mig langaði að sökkva inn í söguna en hið lífræna/rafknúna tríó vakti bara einhvern veginn engan áhuga hjá mér; loks lagði ég bókina því frá mér guðslifandi feginn, þá aðeins hálfnaður gegnum hana. Mæli frekar með t.d. The Comfort of Strangers, annarri skáldsögunni McEwan, eða Friðþægingu, sem til er í íslenskun Rúnars Helgis Vignissonar (sem greinilega er iðinn við kolann og skýtur hér öðru sinni upp kollinum í Leslista #63). Kannski breytist skoðun mín á Vélmennum af mínu sauðahúsi ef ég í angist minni og örvæntingarfullri leit eftir hugarfóðri manna mig einn góðan veðurdag mig upp í að lesa seinni hálfleikinn… (SN.)


Óskalistinn:

Forlagið tilkynnti nýlega um sigurvegara í handritasamkeppni sinni „Nýjar raddir“. Sá sem hlaut verðlaunin þetta árið heitir Birnir Jón Sigurðsson fyrir smásagnasaafnið Strá sem hægt er að nálgast hér.

Why Culture Matters Most er bókartitill sem vekur strax áhuga minn. Bókin fjallar um menningu sem lím og drifkraft allra samfélaga. Mjög mikilvæg umræða að mínu mati. (KF.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s