Af netinu, 15. mars 2019

Í síðasta lista vísaði ég á grein sem sagði frá íslandsför Arthur Koestler og minntist á veitingastað sem Koestler kvað nefnast Nausea og ölvaðan mann sem var kynntur sem „þjóðskáld“ Íslendinga. Við fengum nokkrar frábærar ábendingar frá lesendum um hvaða veitingastað væri að ræða og hvert „þjóðskáldið“ væri. Allir voru sammála um að veitingastaðurinn væri Naustið – enda ekki um marga aðra veitingastaði á Íslandi að ræða á þessum tíma. Ekki voru allir sammála um þjóðskáldið en ýmis nöfn bar á góma. (Þeim deilum við hins vegar ekki nema í einkaskilaboðum, af virðingu við umrædda menn.) Við þökkum kærlega fyrir ábendingarnar, kæru áskrifendur. Það er frábært að geta átt í góðu spjalli við ykkur og við tökum að vanda fagnandi á móti hvers kyns skilaboðum og ábendingum.

Hér er greinargott, djúpt og merkilegt viðtal við John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump og sigurvegara Mottumars þetta árið (og öll önnur ár ef út í það er farið).

Hér eru nokkuð áhugaverðar skrifráðleggingar frá Jordan Peterson – kanadíska sálfræðingnum sem allir voru að tala um á síðasta ári.

Og fleiri skrifráðleggingar: Hér koma góð ráð fyrir þá sem vilja skrifa skáldsögu.

Er eitthvað sameiginlegt með bókaútgáfu og sprotafjármögnun? Þessi greinkafar í málið.

Ég hef aldrei náð að átta mig almennilega á því hvort bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney er snillingur eða brjálæðingur. Í tilefni frumsýningar nýrrar myndar eftir hann veltir blaðamaður Washington Postfyrir sér hvort hann sé jafnvel einhvers konar költ-leiðtogi.

Hef alltaf gaman af tæknifjárfestinum Marc Andressen og því sem hann hefur að segja. Hér er gömul en greinilega sígild grein eftir hann þar sem hann fer yfir hvernig honum tekst að vera pródúktífur.

Talandi um Marc Andressen, sem er að öðrum ólöstuðum einn þeirra sem gerðu internetið að því sem það er í dag, þá sá ég nýlegt viðtal við hann sem er býsna gott. Í viðtalinu fjallar hann ekki einungis um tækni og viðskipti heldur um samleið viðskipta og lista – hvernig maður gerir hugmynd að veruleika og vekur athygli á þeirri hugmynd.

Fortnite er framtíðin – a.m.k. að mati höfundar þessarar greinar. (KF.)

Claire Lowdon veltir fyrir sér hinum geysivinsælum verkum Yuval Noah Harari, Sapiens og Homo Deus, leitar skýringa á vinsældum þeirra og metur hvort þau eru athyglinnar verð. Sjálfur er ég mjög tvíbentur, klofinn jafnvel. Mér fannst Sapiens áhugaverð tilraun (auðvitað misheppnuð) og sú síðari áleitin en einhvern veginn eins og skrifuð af auglýsingastofu.

Sagnfræðingurinn Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar á bráðskemmtilegan hátt um túristasprengjuna á Íslandi – á 19. öld!

Er Greta Thunberg stærsta hetja samtímans? Sennilega. Og fær hún friðarverðlaun Nóbels? Ja, hví ekki bara?

Siri Hustved segist skrifa fyrir lífi sínu. Hún var að gefa út nýja skáldsögu, Memories of the Future.

Ragnheiður Birgisdóttir skrifar um loftslagsmálin í Stúdentablaðið.

Brátt hefur göngu sína nýtt menningartímarit: Skandali. Af því tilefni tók Eiríkur Örn Norðdahl viðtal við einn af ritstjórum tímaritsins, Ægi Þór Jähnke.Heita má á verkefnið á Karolina Fund (og tryggja sér í leiðinni eintök af fyrstu tveimur tölublöðunum). Þá tekur Skandali við efni í fyrsta tölublað til 31. mars næstkomandi (skandali.timarit@gmail.com). Leslistinn fagnar vitaskuld þessu nýja systkini sínu í menningunni.


Augu og eyru:

Á RÚV hefur hafið göngu sína ný þáttaröð um loftslagsbreytingar á jörðinni, Hvað höfum við gert? Hvað veldur loftslagsbreytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim? Stórar spurningar og vonandi að þeim verði svarað í eitt skipti fyrir öll í þessari þáttaröð, sem lofar góðu.

Fyrir latínugrána ætti þetta hlaðvarp svo að reynast happafundur. Allt frá árinu 1989 hefur útvarpsstöð ein í Finnlandi sent út vikulegan þátt með ýmsum fréttaskýringum … á latínu! (SN.)

Skemmtilegt viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson. Nafn hans verður án vafa mun meira áberandi í framtíðinni. (KF.)

Af netinu, 8. mars 2019

Stórtækur listaverkaþjófur leysir frá skjóðunni í skemmtilegu viðtali við GQ.

Þar sem áskrifendur Leslistans eru upp til hópa skapandi og áhugavert fólk fannst mér tilefni til að minna á að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Rambaði á brot úr æviminningum rithöfundarins David Pryce Jones þar sem hann ræðir um kynni sín af ungverska rithöfundinum Arthur Koestler, sem er einn af mínum eftirlætis rithöfundum. Mér þótti alveg sérstaklega gaman að sjá að niðurlag þessa greinarstúfs fjallar um hálf súrrealíska Íslandsför þeirra tveggja í tengslum við skákeinvígi Spasskí og Fischer ‘72. Hér er einn bútur:
“Could the restaurant where we took our meals really have been called Nausea? The place had its comic turn too. A man alleged to be the Icelandic national poet was lying at the foot of the bar. Every so often he would haul himself up, point a finger and bellow, “I know you! You are Hungarian, yes! But not Koestler — your name is Istvan Szabo!” and then relapse to his position on the floor.”
Veit einhver hvaða veitingastað hann gæti verið að vísa í? Eða hvaða skáld hefði verið flokkað sem þjóðskáld Íslands árið 1972? 

Fjárfestirinn og hugsuðurinn Naval Ravikant er hér með ágætis hugleiðingar um auðævi.

Svakaleg greining á því hvernig viðskiptamódel samfélagsmiðla eru með allt öðru sniði en hjá öðrum fyrirtækjum.

Flott hugleiðing frá Kolbeini Hólmari Stefánssyni um fátækt íslenskra öryrkja.

Rory Sutherland, vinur okkar, hittir naglann á höfuðið í nýjasta pistli sínumsem fjallar m.a. um af hverju það tók okkur svona langan tíma að skella hjólum á ferðatöskur.

Ég ætlaði að hlusta á lag eftir R Kelly en hætti snarlega við eftir að ég las þessa fínu grein eftir Steinunni Ólínu Hafliðadóttur um hvort hægt sé raunverulega að skilja list frá listamanni. (KF)

Við fengum ábendingu frá Hlín Agnarsdóttur, um The Dictionary of Obscure Sorrow. Ansi skemmtilegt fyrir hungraða orðháka.

Er það kannski fyrst og fremst grimmdin sem gerir okkur mennsk?

Um The Spirit of Science Fiction, nýjustu ensku þýðinguna á verki eftir Roberto Bolaño.

Steindór Grétar Jónsson skrifar um fjóra unga listamenn sem kjósa að búa í Berlín frekar en á Íslandi. Mjög skemmtileg grein og það væri gaman að sjá oftar jafn djúpa umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. (SN.)


Augu og eyru:


Ég er búinn að hlusta á tvö ágæt viðtöl við hinn stórtæka bandaríska fjárfesti Howard Marks sem er einna þekktastur fyrir kjarnyrt minnisblöð sín sem hann hefur birt í nokkur ár. Hann er virkilega fær í því að koma flóknum skilaboðum áleiðis í einföldu máli og það sem hann skrifar getur hæglega náð til fleiri en þeirra sem hafa áhuga á fjárfestingum og viðskiptum. Hér er hann í samtali við Barry Ritholtz og hér spjallar hann við Shane Parrish.

Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðastjórnmálum er þetta viðtal við stjórmálaspekúlantinn Peter Zeihan alveg stórkostlegt áheyrnar. Í viðtalinu ræðir hann um hvernig heimsskipulagið eins og við þekkjum það stefnir í að liðast í sundur og færir sannfærandi rök fyrir því að viss lönd muni standa sterkari eftir og að öðrum hnigni. Ég mæli mikið með þessu spjalli – það fékk mig til að hugsa með allt öðrum hætti um stöðu alþjóðamála. (KF.)

Af netinu, 1. mars 2019

Við viljum vekja athygli á því að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Þetta er alveg dásamleg umfjöllun frá þúsundþjalasmiðnum og gáfumenninu Stephen Wolfram um hvernig hann fer að því að vera svona pródúktífur. Mögulega það nördalegasta sem ég hef lesið í langan tíma.

Rambaði á sígilt minnisblað frá Winston Churchill sem ég hef heyrt mikið um en aldrei lesið. Í því fjallar hann um hvað það skiptir miklu máli að vera hnitmiðaður og stuttorður.

Shane Parrish frá Farnam Street skrifar hér um hvernig maður á að lesa betur.

Halldór Armand flutti pistil í Lestinni í vikunni sem hefur aldeilis slegið í gegn. Þetta er djúp rýni á íslenskt samfélag sem vekur mann til umhugsunar. Mæli með þessu og öllum öðrum pistlum eftir hann.

Talandi um Dóra. Hann sendi okkur góða ábendingu í vikunni:
Þessi grein eftir Snorra Pál er ekki bara framúrskarandi vel skrifuð heldur verulega opinberandi og áleitin. Þá er vefsíðan adstandaupp.com þar sem hún birtist ekki síður áhugaverð og mikilvæg.”

Ég las enn eina fréttina í vikunni um hvernig 4-daga vinnuvika skilar bæði betri afköstum og meiri starfsánægju. Svo rambaði ég á þessa ágætu grein þar sem höfundur kafar ofan í rannsóknina sem fréttin byggir á og sér að ekki er allt með felldu. Blaðamenn mættu taka sér þessi vinnubrögð til fyrirmyndar.

Ég hef lengi furðað mig á því af hverju W.H. Auden þoldi ekki sín frægustu ljóð, “Spain” og “September 1st 1939”. Þessi grein kafar í málið.

Steinar Þór Ólafsson hefur verið að flytja áhugaverða pistla á RÚV upp á síðkastið um skrifstofumenningu. Hans nýjasti fjallar um tölvupóstinn og er bæði fróðlegur og skemmtilegur.

Greinarhöfundur New York Times fjallar hér um hvernig Netflix stuðlar að menningarlegri alþjóðavæðingu. Góðir og umhugsunarverðir punktar.

David Hockney ræðir hér um Vincent van Gogh og snilligáfu hans. Segir m.a. að hann hafi verið svo mikill snillingur að hann hefði getað búið til meistaraverk úr hverju sem er, jafnvel þótt hann væri lokaður inni í litlausu bandarísku mótelherbergi. Sammála því.

Ég hef verið að lofa rithöfundinum John Williams í nokkrum Leslistum. Fannst því forvitnilegt að lesa þessa grein þar sem er beinlínis hraunað yfir hann. (KF.)

Haruki Murakami í löngu viðtali. Mjög lipurlega skrifað og skemmtilegt.

Heimur mannkyns er hannaður fyrir karla, ekki konur. Stundum skerðir sú staðreynd jafnvel lífslíkur kvenna.

Högni Egilsson skýrir, í beittri grein, frá því hvers vegna við eigum að hætta að veiða hvali.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um nýjan einleik Friðgeirs Einarssonar, Club Romantica. Sá lofar góðu. (SN.)


Augu og eyru:


Hef í einhvern tíma verið að hlusta á ágætt hlaðvarp sem markaðsgúruinn Seth Godin heldur úti. Hér fjallar hann um af hverju þú ættir að skrifa bók. (KF.)
 

Sally Rooney, höfundur Conversations with Friends, sem kom út á síðasta ári á íslensku sem Okkar á milli, er hér í ágætis stuði á Louisiana-stöðinni. Setur fram skemmtilegar hugleiðingar um bækur sem markaðsvöru, fólkið sem les bækur og tilheyrir þar með vissri stétt, og hvernig markaðssetning bóka sem neysluvöru dregur úr pólitískum slagkrafti þeirra. (SN.)

Af netinu, 22. febrúar 2019

TLS skrifar hér skemmtilega yfirferð um heimspeki Iris Murdoch.

LA Review of Books er hér með til umfjöllunar forvitnilega bók um ævi og störf Isaiah Berlin, sem ég fjalla mikið um á þessum vettvangi og er hvergi nærri hættur.

Sjón velur í samtali við Vulture 10 uppáhalds bækurnar sínar. Ég þekki þær fæstar og finnst listinn því mjög áhugaverður. Svo má ekki gleyma því að hann gekk í ráðuneyti Leslistans á dögunum.

Annar góðvinur Leslistans, Jóhann Helgi Heiðdal, skrifar í Starafugli rýni um nýjustu kvikmynd Lars Von Trier. Ég hef  verið á báðum áttum með hvort ég ætli mér að sjá hana en grein Jóhanns gerir mig mjög áhugasaman.

Þetta er bæði spennandi og ógnvænleg lesning. Nýr gervigreindarbúnaður er farinn að skrifa ansi sannfærandi texta. Mun Leslistinn brátt vera skrifaður af gervigreindarhugbúnaði? Er hann það kannski nú þegar? Starafugl fjallaði einnig stuttlega um málið í vikunni.

Mjög skemmtilegt viðtal við hershöfðingjann fræga Stanley McChrystal.

Hvað geta taugavísindin kennt okkur um listina? Ég er ekki viss um að það sé mikið en þessi grein færir sannfærandi rök fyrir hinu gagnstæða.

Börnin mín hafa tekið ástfóstri við nýtt leikfangaæði, svokallaðar LOL dúkkur, sem ég er ekki hrifinn af. Svo virðist sem fjörið snúist aðallega í kringum andartakið þar sem leikfangið er opnað – ekki endilega leikfangið sjálft. Það kom mér því ekki mjög á óvart þegar ég las í ágætri grein um þessar dúkkur að tilurð þeirra megi rekja til vinsælla myndbanda á Youtube þar sem börn opna leikföng í gríð og erg. Nú veit ég hvernig foreldrum mínum leið yfir ruglinu sem ég hafði gaman af þegar ég var lítill.

Ég fjallaði fyrir ekki svo löngu um bókina Stoner eftir John Williams (ekki tónskáldið) sem ég hafði mikið gaman af. Hér er að finna vandað viðtal við eiginkonu Williams um þennan frábæra rithöfund.

Karl Lagerfield lést fyrir nokkrum dögum. Ég hef í raun ekki mikla skoðun á honum. Heyri að hann hafi ekki borið mikla virðingu fyrir konum en einnig að hann hafi verið merkilegur hönnuður og bókasafnari. Hér er gamall prófíll um hann úr The New Yorker sem varpar einhverju ljósi á þennan furðulega mann.

Rambaði á þessa frétt um fjárfestingasjóð í eigu Peter Thiel sem virðist vera mjög undarlega rekinn. Rak sérstaklega augun í neðangreinda klausu sem lýsir „vandamáli“ sem ég væri til í að glíma við:
“Royan was known internally for a “book ordering problem” — a former employee said that “unbelievable amounts of books” would be delivered each week to the office by Amazon to maintain the firm’s extensive library.” (KF.)

Tvær hæfileikaríkar nöfnur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Kristín Ómarsdóttir og Kristínar Eiríksdóttir. Leslistinn óskar þeim hjartanlega til hamingju!

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur skrifar um vörslumenn víðernanna– okkur Íslendinga.

David Wallace-Wells kveður löngu orðið tímabært að panikkera. (SN.)


Augu og eyru:

Mér hefur lengi þótt tölvuleikjaiðnaðurinn ansi áhugaverður bransi, þó ég sé fyrir löngu hættur að spila tölvuleiki sjálfur. Fannst þess vegna mjög gaman að hlusta á þetta viðtal við forstjóra Activision Blizzard, eins stærsta tölvuleikjaframleiðanda heims.

Það gladdi mig verulega þegar gáfumannatímaritið Edge tilkynnti í vikunni að það hefði stofnað hlaðvarp í kringum viðtölin sem þar eru tekin reglulega við „gáfaðasta“ fólkið í heiminum.

Svo þótti mér frábært að hlusta á þetta viðtal við rithöfundinn Jim Collins sem er þekktur fyrir vandaðar viðskiptabækur sínar. (KF.)

 

Af netinu, 15. febrúar 2019

Hér er forvitnileg grein um Andy Warhol.

Fann mjög skemmtilegt íslenskt fréttabréf þar sem birtar eru margvíslegar hugleiðingar um gögn og allt sem þeim tengist. Mæli með skráningu.

Hér er lærdómsrík frásögn frá manni sem reyndi að stofna fyrirtæki með milljarð dollara veltu að markmiði – og mistókst.

Robert Ryman er látinn. Algjör meistari og flottur myndlistarmaður – fullkomlega sjálflærður. Góð minningargrein um hann í NYT.

Áhugaverður leslisti um borgir og borgarskipulag, fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

Ég er hjartanlega sammála höfundi þessarar greinar – enda fjallar hún um mikilvægi góðs nætursvefns. Yngsta dóttir mín mætti gjarnan lesa hana líka.

Og fyrst börn ber á góma. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna gerðar eru reglulegar mælingar á lestrarhraða barna í stað t.d. mælinga á lesskilningi. Hér er fínt viðtal við Hermund Sigmundsson, sálfræðiprófessor, sem skrifaði fína grein um þetta mál í síðasta Sunnudagsmogga.

Og fyrst lestur ber á góma. Hér er ágætis grein um hvernig lestrarvenjur okkar breytast á internetöldinni. (KF.)

Ný íslensk bókmenntaverðlaun – fyrir erlenda höfunda.

Falleg hugleiðing í The New Yorker eftir Oliver Sacks. Texti sem hann ritaði skömmu fyrir andlát sitt. Fjallar yfirvofandi dauða hans (sem Sacks óttast ekki) og jafnframt (yfirvofandi?) dauða þeirrar menningar sem hann lifði og hrærðist í.

Sorgarfréttir: Tomi Ungerer, mikill uppáhalds-listamaður, barnabókahöfundur og teiknari, er látinn. Hann sendi frá sér meira en 150 bækur á ótrúlega frjórri ævi.

Góðar fréttir frá New York: Amazon-risinn hættir við að reisa nýjar höfuðstöðvar á Long Island – vegna þrýstings og mótmæla frá stjórnvöldum og staðarfólki. Peningafólk fær greinilega ekki alltaf sínu framgengt.

Og fleiri góðar fréttir frá New York. Nokkru áður en ég fluttist frá borginni tók ég að heyra slúður um að til stæði að loka eftirlætis-bókabúðinni minni þar, McNally Jackson í Soho. Þar er einnig kaffihús sem gleypt hefur stóra sneið af lífi mínu. Sem sagt: ég get ekki ímyndað mér New York án þessarar bókabúðar. Mér skildist að leigusamningurinn hjá þeim væri að renna út og eigendur húsnæðisins vildu (að sjálfsögðu) skrúfa upp leiguna, meira en tvöfalda hana, hrekja þannig burt bækurnar og fá til dæmis banka, skó eða gleraugu í staðinn. Hér kemur hins vegar fram að þau áform hafi breyst. Búðin verður áfram í Soho. Og tvær nýjar eru meira að segja í bígerð, ein á Manhattan, hin í Brooklyn (og nýlega spratt upp enn önnur í Brooklyn). Er þá enn von í heiminum?

Um Dansað í Odessa eftir Ilya Kandinsky, í þýðingu Sigurðar Pálssonar.

Ráðunautur Leslistans, Þórarinn Eldjárn, segir að íslenskan sé stórmál.

Tveir vinir mínir ferðuðust meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ræddu við fólk sem varð á vegi þeirra. Birtu svo nýlega grein um þá reynslu sína í Time Magazine. (SN.)


Augu og eyru:

Mig langar að benda á frábæra heimildarmynd um hinn einstaka Tomi Ungerer, Far Out Isn’t Far Enough: The Tomi Ungerer Story. Ævi Ungerers er ekki síður áhugaverð en allar bækurnar hans. Til rökstuðnings: Á sjöunda áratuginum fluttist hann til New York borgar og sló þar í gegn sem barnabókahöfundur. Meðfram því hélt hann svo einhverju sinni sýningu á klámfengnum teikningum (eins og allir góðir barnabókahöfundar ættu reglulega að gera) – sýningin fór svo fyrir brjóstið á frómum siðferðispostulum útgáfubransans að Ungerer var bókstaflega hrakinn burt frá Bandaríkunum. Hann bjó um skeið í Kanada en varði síðustu áratugum ævi sinnar á Írlandi. Hugur hans var fjársjóðskista. (SN.)

Af netinu, 8. febrúar 2019

Gengur þú með bók í maganum? Hér er góð grein um af hverju þú ættir ekki að skrifa bók.

Vissuð þið að það er til sérstakur iðnaður í kringum svefnbókmenntir, þ.e. bækur sem eru beinlínis skrifaðar í því skyni að svæfa lesendur? Galdurinn, að mati reynslubolta í faginu, er að hafa bækurnar ekki of spennandi – en að sama skapi ekki of leiðinlegar.

Við Sverrir höfum rætt ansi oft um bókina Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson á þessum vettvangi og erum báðir mjög ánægðir með hana. Þetta umfjöllunarefni virðist vera vinsælt út fyrir landsteinana. Blaðamaður Financial Times skrifar hér ansi fína grein um það þegar hann þurfti að róta í bókasafni föður síns að honum látnum.

Hér er býsna forvitnilegt viðtal við manninn sem stýrir norska olíusjóðnum. Skemmtilegt að lesa að hann er menntaður í heimspeki, lögfræði, stjórnmálum, hagfræði og viðskiptum. Virðist býsna klár og áhugaverður af þessu viðtali að dæma.

Nú hef ég bæði mjög gaman af myndlist og bókmenntum, en finnst ekki margar bækur um myndlist neitt sérlega góðar. Þótti þess vegna gaman að lesa þetta viðtal við listgagnrýnandann Andrew Graham Dixon þar sem hann mælir með fimm bókum um myndlist – allt verkum sem ég hafði aldrei heyrt um áður.

Sverrir talaði um bókina The Age of Surveillance Capitalism eftir Shoshönu Zuboff í síðasta Leslista og vakti áhuga minn á henni. Svo sá ég að tveir hugsuðir og rithöfundar, sem ég hef miklar mætur á, birtu gagnrýni um bókina í vikunni; annars vegar breski heimspekingurinn John Gray og hins vegar hvítrússneski rithöfundurinn Evgeny Morozov.  

Ég hef oft átt í miklum rökræðum við sjálfan mig um hvort ég fíli bandaríska myndlistarmanninn Jeff Koons eða hvort ég þoli hann ekki. Þetta frábæra viðtalvið hann fékk mig ekki endilega til að komast til botns í þeim vangaveltum, en það var helvíti áhugavert.

Annað þessu tengt. Hver kannast ekki við það þegar krakkarnir sletta kornflexi á 100 milljón dollara Basqiat málverkið sitt um borð í fjölskyldusnekkjunni? Þið getið vælt eins og þið viljið um flóttafólk og loftslagsbreytingar en hugur minn er hjá auðmönnum sem slysast til að skemma verðmætu listaverkin sín. Hér er skemmtileg grein í Guardian um þetta aðkallandi vandamál.

Friedrich Nietzche hefur af einhverjum ástæðum oft verið álitinn ofstækismaður, ruddi og brjálæðingur. Ný ævisaga um hann færir hins vegar rök fyrir því að hann hafi víst verið algjört ljúfmenni. (KF.)

Ég strengdi þess áramótaheit, af siðferðisástæðum, að byrja aftur að borða kjöt – eða öllur heldur: geta borðað hvað sem er, gerast alæta. (Það hefur reyndar ekki gengið vel.) Hér skrifar íslenskur karlmaður aftur á móti um veganisma – og karlmennsku.

Statistík fyrir áhugafólk um listamannalaunin. Birtist á Starafugli.

Því er ekki tekið út með sældinni að vera offitusjúklingur.

Magnús Guðmundsson skoðar ljóðabækur sem skolaði upp á strendur okkar í síðasta jólabókaflóði.

Nú ætlar fjölskylda J.D. Salingers loks að byrja að tutla út bókunum sem hann dundaði sér við að skrifa í einrúmi í hálfa öld. Sonur Salingers segir að verkin muni koma út næsta áratuginn. Ég fyllist, af einhverjum ástæðum, kvíða. (SN.)


Til að hlusta á:

Sá ágæti sjónvarpsmaður, Jón Ársæll, tekur viðtöl við öðruvísi, og þar með áhugavert, fólk í þáttaröðinni Paradísarheimt. Í þriðja og fjórða þætti spjallar hann meðal annars við ljóðskáldið unga, Soffíu Láru. Mjög gott. (SN.)

Mér fannst þetta viðtal við blaðamannin Celeste Headlee í Knowlegde Project hlaðvarpinu býsna gott. Hún ræðir um samræðulistina og hvað maður þarf að gera til að læra að hlusta betur á annað fólk. Ég heyrði ansi margar hollar áminningar í þessu viðtali og mig grunar að það geri öðrum gott. Hér er líka TED fyrirlestur frá henni (þoli oftast ekki TED fyrirlestra, en sumir eru ágætir, þar á meðal þessi). (KF.)

 

Af netinu, 1. febrúar 2019

Ef maður hefur áhuga á „að ná árangri“ (þá kannski sérstaklega sem frumkvöðull í hugbúnaðargeiranum) er þetta ágæt lesning. Fyrir okkur hin, dauðlegt fólk, er þetta fróðleg innsýn inn í heim metnaðarfullra.

Ragnar Kjartansson opnaði nýja sýningu í vikunni og af því tilefni var tekið skemmtilegt viðtal við hann fyrir Mbl.

Ég er mikill aðdáandi Costco, ekki endilega verslunarinnar sjálfrar heldur viðskiptamódelsins sem býr að baki hennar. Hér er ágæt glærukynning sem útskýrir kosti þess.

Dálkahöfundurinn og blaðamaðurinn Russel Baker lést nýlega og af því tilefni dró blaðamaður Atlantic fram nokkura ára gamalt viðtal við kauða. Ég kannaðist ekkert við hann áður en ég las viðtalið en mér fannst það virkilega skemmtilegt.

Það er greinilega ekki séríslenskt vandamál að eiga í erfiðleikum með að kaupa eigið húsnæði. Hér er ágæt erlend grein sem fer í saumana á vandamálinu.

Rory Sutherland skrifar hér algjöra neglu um skilvirknivæðingu auglýsingabransans. Get ekki beðið eftir að hlusta á hann tala í næstu viku.

Munuð þið eftir rokkstjörnunni Andrew WK? Hér er hann með frábært svar við hræðilegri spurningu. Hér er líka myndband með honum sem ætti að keyra helgina í gang fyrir ykkur. (KF.)

Pamela Anderson, fyrrum strandvörður, er hér í bitastæðu spjalli við tímaritið Jacobin og heimspekinginn Srećko Horvat um mótmælaölduna í Frakklandi, vandræði Evrópusambandsins, eigin aktívisma og margt fleira. (SN.)


Til að hlusta á:

Hallgrímur Helgason tók við íslensku bókmenntaverðlaununum og flutti skemmtilega ræðu. (SN.)

Talandi um Rory Sutherland, vin okkar. Ég var að uppgötva að hann væri með nýtt hlaðvarp á BBC. Búinn að hlusta á einn þátt og er vís til þess að klára alla seríuna á einu bretti.

Ég hlustaði í vikunni á stórgott viðtal við Josh Wolfe, sem er framkvæmdastjóri sprotasjóðs. Það sem mér fannst forvitnilegast við viðtalið var viðhorf hans til barnauppeldis og hvað hann telur barneignir eiga stóran hlut í að móta góðan stjórnanda. Annars ágætt spjall um hvernig maður á að taka ákvarðanir og hvernig maður á að tækla stór verkefni.

Ég hef stundum minnst á Patrick Collison, ungan frumkvöðul sem er einna þekktastur fyrir að hafa stofnað greiðslumiðlunarfyrirtækið Stripe. Þrátt fyrir að vera ungur að árum virðist hann bæði djúpur og víðlesinn. Fyrir ekki svo löngu minntist ég á frábæra grein eftir hann og Michael Nielsen, vin hans, þar sem þeir velta vöngum yfir því sem virðist vera minnkandi ábati af vísindum. Á mánudaginn síðastliðinn birtist svo viðtal við hann í uppáhalds hlaðvarpinu mínu, Econtalk, þar sem hann fjallar ítarlega um greinina og margt annað. Þetta var eiginlega með því besta sem ég hef hlustað á lengi – mæli mikið með þessu samtali.

Þetta var greinilega vika góðra hlaðvarpa hjá mér. Hef af og til hlustað á hlaðvarpið The Moment með handritshöfundinum Brian Koppelman. Nýlega tók hann viðtal við rithöfundinn Steven Pressfield sem er þekktur fyrir að skrifa skáldsögur og bækur um ritstíflu og hvernig rithöfundar og aðrir listamenn geta fundið leiðir til að útrýma henni. Ég las einmitt eina þeirra fyrir nokkrum árum sem ég mæli með. Hún kallast Nobody Wants To Reads Your Shit og er góð lesning fyrir hvern þann ætlar sér að starfa við einhvers konar ritstörf. Viðtalið fjallar einmitt um starf rithöfundarins, ritstífluna og hvernig atvinnumenn vinna bug á henni. (KF.)