Af netinu, 12. apríl 2019

Hér er fjallað um nýjan mælikvarða á þjóðarframleiðslu sem tekur tillit til stafrænna gæða.

Grein um söfnun bóka og „ógnina“ sem stafar af tiltektarmeistaranum Marie Kondo.

Eru bækur orðnar vinsæll „fylgihlutur“? Veit ekki hvað mér finnst um þessa þróun.

Hér er gömul en sígild tölfræðileg greining á frægð og frama Justin Timberlake.

Þegar Ray Dalio, stofnandi eins stærsta vogunarsjóðs heims, skrifar langa greinum að það þurfi að bylta kapítalismanum þá er vert að skoða það.

John Gray, góðvinur Leslistans, mælir hér með fimm bókum um trúleysi.

Þorgeir Þorgeirsson setur niður hugleiðingar sínar um August Strindberg, sænska höfundinn.

Hvernig nýtist stærðfræðin við varðveislu listaverka? Betur en ég hefði búist við.

Sá að Sjón, annar góðvinur Leslistans, tvítaði þessari áhugaverðu grein frá Guardian. Í henni er nokkuð hávært shout out á okkar eigin Árna Magnússon.

Flott grein í The New Yorker um mikilvægi „hægrar“ blaðamennsku.

Hvers konar list eru tölvuleikir? Eru tölvuleikir list? Hér er kafað í málið.

Besta ráðið til að auka framleiðni og ná árangri? Að gera ekkert. (KF.)

Af netinu, 5. apríl 2019

Eftir að ég lauk námi í New York fyrir um sjö árum síðan starfaði ég stuttlega á fjármáladeild hjá Mary Boone Gallery sem var stýrt af miklum reynslubolta í listbransanum. Mary reyndist á endanum ansi erfiður yfirmaður og ég fann mig knúinn til að hætta störfum hjá henni eftir stutta dvöl. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar hún kenndi mér að forðast „red flags“ hjá skattayfirvöldum, hvernig hún blandaði saman persónulegu fjármálum sínum við bókhald fyrirtækisins og eins allar sögurnar af gamla rafvirkjanum hennar, honum Jean-Michel Basquiat. Svo frétti ég af því nýlega að hún hefði verið dæmd í fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Af því tilefni var skrifaður um hana ítarlegur prófíll í New York Times, sem ég verð að viðurkenna að er ekki alveg samkvæmt sannleikanum (svolítið fegruð mynd af frúnni) en sumt í honum er ansi nærri lagi. Eins og t.d. þessi lína hér: “Her eyes are dark and intense. When she is happy, the gaze is kind enough to reach across an avenue. When she is angry or afraid, it can be hard to meet.

Hér er forvitnileg grein í Guardian um konu sem greinarhöfundur kveður vera raunverulega listamanninn á bak við þvagskálina frægu sem franski listamaðurinn Marcel Duchamp er hvað þekktastur fyrir.

Bubbi Morthens, góðvinur Leslistans, skrifaði lesendabréf í Fréttablaðið í gær sem er alveg virkilega gott og ég vona að sem flestir lesi það. Í því fjallar hann um mótlæti og hvernig hann náði árangri í lífinu þrátt fyrir að gert hafi verið lítið úr honum vegna skrifblindu. Í greininni hvetur hann ungt fólk til dáða eins og honum einum er lagið: “Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragðtegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur.

Svo virðist sem  ungir Bandaríkjamenn séu farnir að stunda töluvert minna kynlíf en jafnaldrar þeirra gerðu hér áður fyrr. Farið er yfir þessa geigvænlegu þróun í fínni grein í Washington Post. Hvernig ætli staðan sé á Íslandi?

Ritstjóri NYRB var látinn fara fyrir ekki svo löngu fyrir að hafa birt grein eftir Kanadískan útvarpsmann sem var sakaður um kynferðislega áreitni. Hér fjallar hann um málið í mjög forvitnilegri grein. Hvað sem manni finnst um kauða og það sem hann gerði sem ritstjóri þá er ég býsna sammála eftirfarandi línu úr greininni: „Silencing people we don’t like will make it easier for others to silence the people we do.

Hvernig skapar maður verðmæti? Ég rambaði á gamla grein eftir tæknifjárfestinn fræga Paul Graham sem svarar þeirri spurningu býsna ítarlega: „Someone graduating from college thinks, and is told, that he needs to get a job, as if the important thing were becoming a member of an institution. A more direct way to put it would be: you need to start doing something people want. You don’t need to join a company to do that. All a company is is a group of people working together to do something people want. It’s doing something people want that matters, not joining the group.

Ég hef verið mikill aðdáandi Michael Jackson alveg frá því að ég man eftir mér. Þess vegna hefur mér fundist býsna erfitt að heyra umræðu síðustu daga eftir að ný heimildarmynd leiðir í ljós að hann hafi að öllum líkindum verið barnaníðingur. Halldór Armand skrifaði á dögunum góðan pistil um málið.

Hvað verður um menningu á internetinu? Eru þetta andstæðar fylkingar? Tyler Cowen, góðvinur Leslistans, veltir þessu fyrir sér í ansi djúpri grein. (KF.)

Óskar Arnórsson sendir Leslistanum góða ábendingu frá New York, um ágætis spjall í héraðssneplinum The New York Times við góðvin Leslistans, ævisagnahöfundinn merka Robert Caro. Tilefnið er útgáfa nýrrar bókar eftir Caro, Working, þar sem hann lýsir aðferðum sínum við skrif og heimildaöflun. Óskar segir meðal annars um viðtalið: „Eitthvað svo undarlegt að sjá einhvern tileinka líf sitt því að skrifa um tvo menn. Lyndon B. Johnson var forseti í fjögur ár, en Caro er búinn að vera 40 ár að skrifa um hann. Uppáhaldssetningin mín? It’s probably the understatement of all time, but I have not rushed these books.“ (SN.)


Augu og eyru:

Hér er mjög gott og virkilega djúpstætt viðtal við rithöfundinn Neil Gaiman um starf rithöfundarins. Það verður reyndar aðeins of ítarlegt þegar hann heldur langa ræðu um hvernig penna og hvernig skrifblokk hann notar við skriftir, en það er reyndar alveg fyndið eftir á að hyggja. Hugsa að þetta sé sérstaklega gaman fyrir aðdáendur hans. Undir lokin fjallar hann um góðvin sinn heitinn, Terry Pratchett, og samstarf þeirra. Mæli með þessu.

Svo hlustaði ég líka á nokkuð sem ég held að hljóti að enda sem eitt allra dýpsta og áhugaverðasta hlaðvarpsviðtal sem rekur á mínar fjörur þetta árið. Í því ræðir hagfræðingurinn Russ Roberts við heimspekinginn Jacob Stegenga um bók hins síðarnefnda, Medical Nihilism. Í bókinni lítur hann gagnrýnum augum á læknisfræðilegar rannsóknir og telur hann að inngrip lækna séu alltof tíð. Ég er harðákveðinn í að lesa bókina eftir að ég hlustaði á þetta viðtal. (KF.)

Mér var bent á Guðmundarkviðu: sögu þjóðar, hlaðvarp þar sem Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, leikstjóri og tónlistarmaður lítur sér nær og rannsakar ættarsögu sína sjö kynslóðir aftur til að reyna að komast að því hvort, og þá hvað, af sorgum og áföllum forfeðra hans og og formæðra gætu setið í honum, líkt og segir í lýsingu Ríkisútvarpsins. Við erfum hæfileika, útlit og húmor en getum við erft sorgir og áföll? Ég hlustaði á fyrsta þátt og þetta fer vel af stað. (SN.)

Af netinu, 29. mars 2019

Einu sinni skrifaði ég óútgefið, óagað og óklárað skáldsöguuppkast sem gerðist í framtíðinni og var að mestu leyti sviðsett í „Nýju-Nýju Jórvík“; Manhattan-eyja var svo til sokkin í sæ og efstu stigar þjóðfélagsins höfðust við, bókstaflega, í efstu lögum borgarinnar, í svifhúsum sem sveimuðu yfir skýjakljúfunum. Hinir lægra settu og fátæku sigldu svo um neðstu lögin í göndólum og kajökum, og drukknuðu reglulega. Hér sé ég að Kim Stanley Robinson hefur skrifað skáldsögu, New York 2140, sem gerist í afar svipuðum heimi. Í nefndri grein er jafnframt tekið fram að vísindamenn ættu að hlusta í auknum mæli á listamenn – kannski verður hugarflugið okkar eina von í harðneskjulegri framtíð?


„Við megum aldrei gleyma því að mark­að­ur­inn er góður leið­bein­andi en afleitur hús­bónd­i,“skrifar Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, og bendir á skort á samkennd og ábyrgð, sem áður hélt samfélögum saman, í nútímanum. „Nú er komið rof í þetta sam­fé­lags­lega lím, bæði innan þjóð­fé­laga sem og alþjóð­lega. Ofur áhersla hefur of lengi verið lögð á fram­gang ein­stak­lings­ins, for­gang hans og afkomu sem og rúm­gott sam­fé­lags­legt oln­boga­rými. Það er orðið lofs­yrði að skara eld að eigin köku.“
 

Gervigreindar-„listamaðurinn“ (listavélin? listfengi algóritminn?) AICAN hélt í samstarfi við Dr. Ahmed Elgammal sólósýningu í HG Contemporary-safninu í Chelsea nú nýlega, Faceless Portraits Transcending Time. Sumar myndirnar eru ansi flottar.Hér er svo án vafa áhugaverðasta greininn sem ég las í vikunni um samband myglusvepps og rafgeislunar.

Grein sem potar aðeins í nokkuð sem ég hef stundum velt fyrir mér: Hvernig stendur á því að næringarséní, hugsjóna-hipsterar og auglýsingastofur hafa gert aðfinnslur við nánast allt í ísskápnum okkar og forðabúrinu – fitu, sykur, kjöt, brauð, glúten, gos, vín, ost, jógúrt – en alltaf heldur kaffi áfram að skipa heiðurssess í lífi okkar?

Áhugavert um ellikerlingu: sífellt koma út fleiri og fleiri bækur um ellina og þau hryðjuverk sem hún vinnur á líkama og sál okkar. Er jákvætt að flest okkar séu að lifa lengur og lengur? Eða er einungis verið að draga dauðann á langinn? (SN.)

Hér er stórgott viðtal við myndlistarmanninn Luc Tuymans sem virðist vera nokkuð svartsýnn á stöðu heimsmála.

Svo er hér að finna ítarlega lýsingu á því hvernig dýr listaverk eru flutt á milli landa.

Heyrði fregnir af því að von væri á nýju safni tileinkað Dieter Roth á Seyðisfirði. Fagna því mjög mikið.

Teiknarinn Lóa Hjálmtýsdóttir var að birta mjög skemmtilega seríu um Reykjavík frá augum túrista í Guardian. Mæli með.

Það má segja ansi margt slæmt um Trump en svo virðist sem það sé orðum aukið að hann sé á einhvern hátt hliðhollur nýnasistum. Hér er farið yfir ummæli sem voru höfð eftir honum í kjölfar Charlottsville mótmælanna árið 2017 sem voru greinilega röng.

Sálfræðingurinn Jonathan Haidt er hér í löngu og góðu viðtali um aumingjavæðingu ungu kynslóðarinnar. Virkilega forvitnilegt.

Internetið hefur fjölgað starfsmöguleikum svo um munar – flestir vita bara ekki af því. Hér er rætt um það.

Um dauða, skatta og nokkra aðra hluti. Frábær greining Morgan Housel sem tekst einhvern veginn alltaf að láta texta um fjármál og fjárfestingar hljóma eins og ódauðlega lífsspeki.

Hvað eiga þorskar og menn sameiginlegt? Mun meira en ég bjóst við. (KF.)

 

Augu og eyru:

Kári fór í útvarpið og rabbaði um engin smáræðis tíðindi úr listheiminum: Met-safnið í New York mun frumsýna nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson í sumar!

Einhvern tímann velti ég því fyrir mér hvernig segja mætti „brain drain“ á íslensku. Svo fékk ég svarið: Spekileki nefnist útvarpsþáttur í umsjón Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur. Þar er spurt hvort spekileki ógni íslenska heilbrigðiskerfinu.

Góður maður benti mér á hlaðvarp sem ku vera skemmtilegt: The Rewatchables. Þar fara kvikmyndafróðir menn ofan í saumana á vinsælum bíómyndum frá Hollywood, mestmegnis hágæða poppmenningu frá níunda og tíunda áratuginum. (SN.)

Fyrir þá sem hafa áhuga á lífi hins vinnandi manns þá mæli ég með hlaðvarpinu Work Life með sálfræðingnum Adam Grant sem ég hef áður vísað í á þessum vettvangi. Í nýjasta þættinum fjallar hann um hversu slæm hugmynd það er að fylgja ástríðu sinni þegar kemur að því að velja starfsvettvang til framtíðar. 

Pókerspilarinn frægi Annie Duke fjallar hér í skemmtilegu viðtali um skilvirka ákvarðanatöku. Spjallið er svolítið miðað að fólki í fjárfestingabransanum en það á klárlega við um alla sem vilja taka skynsamlegri ákvarðanir. (KF.)

Af netinu, 22. mars 2019

Maður bjóst svo sem við því að gervigreindin myndi taka af okkur öll helstu störfin í framtíðinni en ekki grunaði mig að hún gæti leyst ljóðskáldin af hólmi!

Hér er nokkuð góður listi af bókum um listina við gerð borga.

Hef alltaf gaman af skrifráðleggingum þótt ég hunsi þau yfirleitt þegar ég skrifa sjálfur. Hér eru ansi góð ráð frá rithöfundinum Elmore Leonard.

Hér er djúp og merkileg umfjöllun um quantum computing. Þessi tækni er svo ný af nálinni að ég get ekki fundið neina almennilega íslenska þýðingu á fyrirbærinu. Skora á ykkur, kæru lesendur, að finna góða þýðingu!

Af hverju er Bernard Henri Levy álitinn svona klár? Þessi grein reynir að svara því.

Fín umfjöllun um dauða kaloríunnar og megrunarvísindi.

Ertu að leysa rétta vandamálið? Góð hugleiðing hér um einmitt það.

Mjög fínn pistill eftir Russ Roberts, vin Leslistans og umsjónarmann hlaðvarpsins Econtalk, um takmörk hagfræðinnar.

Rory Sutherland, annar góðkunningi Leslistans, skrifar góðan pistil um greindarvísitöluna og takmörk hennar. (KF.)

Áhugaverð hugleiðing um stærð þeirra dýra sem best vegnar á jörðinni. Það segir sig sjálft að oft er styrkur að vera stór. Maður er síður útsettur fyrir árásum og á auðveldara með að afla sér fæðu. Kannski útskýrir það að einhverju leyti hvers vegna mörg nútímadýr eru stærri en forverar þeirra: í slíkum tilfellum hefur tegundin smám saman stækkað í aldanna rás, og nefnist sú þróunarhneigð regla Cope í höfuðið á steingervingafræðingnum Edward Drinker Cope sem uppi var á 19. öld. Hvalir og höfrungar eru til að mynda komnir af spendýri á stærð við kött, forsögulegri veru sem undi sér til jafns á landi og í vatni. En hvers vegna eru öll dýr þá ekki feykistór? Hví er sem smærri tegundum vegni jafnvel betur um þessar mundir? Í fyrrnefndri grein eru settar fram mögulegar skýringar. Algengara er að nýjar tegundir spretti upp í smárri mynd, og eins þurrka fjöldaútrýmingar (líkt og sú sem nú stendur yfir af mannavöldum) frekar út stærri tegundir. Þarna leynist til að mynda skýringin á því hvers vegna hin svokallaða „megafána“ hvarf (loðfílar, risastór letidýr í Norður-Ameríku, vambar í Ástralíu sem voru á stærð við hesta, fleiri hressar tegundir): við drápum þær. Eitt sérstaklega ýkt dæmi: útþurrkun Steller-sjávarkýrinnar, sem „uppgötvaðist“ árið 1741 og var veidd af miklum móð og höfð í soðið uns hún þurrkaðist út – á aðeins 27 árum!

W. S. Merwin, bandaríska jóðskáldið, lést í vikunni. Gyrðir Elíasson hefur unnið það þjóðþrifaverk að íslenska nokkur ljóða hans (Tunglið braust inn í húsið, 2013). Hér er viðtal, sem fyrst birtist í The Paris Review árið 1987, þar sem Merwin ræðir skrif, sköpun, náttúruna. 
„As a child, I used to have a secret dread—and a recurring nightmare—of the whole world becoming city, being covered with cement and buildings and streets. No more country. No more woods. It doesn’t seem so remote, though I don’t believe such a world could survive, and I certainly would not want to live in it.“ 

Jóhann Helgi Heiðdal var í stuði í vikunni. Hér skrifar hann á naskan og kraftmikinn hátt um ungan franskan höfund, Édouard Louis, sem ég hef áður fjallað um í Leslistanum (og olli mér raunar vonbrigðum). Og hér skrifar JHH svo langa og kræsilega úttekt á Sögu tveggja borga eftir Dickens, sem nýlega kom út í þýðingu Þórdísar Bachman (sjálfur hef ég ekki enn lesið þýðinguna).

Ana Stanićević skrifar um skrif. „[T]il hvers að skrifa um bókmenntir þegar hlýnun jarðar ógnar tilveru okkar og við erum í hættuástandi sem ætti að gera eitthvað við núna strax, þó að það sé kannski þegar of seint?“

Ein erfiðasta lesning vikunnar: Útlendingastofnun (skýtur þetta heiti ekki skökku við í samtímanum?) ákvað að senda sýrlenskan leikskólakennara úr landi. (Og ég sem hélt einmitt að það væri vöntun á góðum leikskólakennurum á landinu). Úr greininni: 
„Hún kall­ar sig Sophiu þar sem hún tel­ur ekki óhætt að gefa op­in­ber­lega upp sitt rétta nafn af ótta við of­sókn­ir. Hún er ekkja og móðir fimm barna. Eig­in­mann­inn missti hún í stríðinu fyr­ir nokkr­um árum. Hún varð viðskila við börn­in í Sýr­landi þar sem þau dvelja enn. Nú eru liðin meira en þrjú ár síðan hún sá þau síðast.“ 

Anton Helgi Jónsson heldur úti skemmtilegri og margslunginni heimasíðu, þar sem má núorðið nálgast heildarsafn ljóða skáldsins í margvíslegu formi; sem texta á skjá, í hljóðformi, myndrænar útfærslur. Geta ljóð á vef veitt sömu lestrarupplifun og þau sem birtast í bók? Hentar vefurinn sumum ljóðum en ekki öðrum?

Falleg og vel rituð hugleiðing eftir Kathryn Schulz, um þema sem mörgum virðist hugleikið um þessar mundir – bókasafn föðurins.

Löng og sláandi grein um ástandið í Baltimore, sem er, eins og sakir standa, efalaust blóðugusta borg Bandaríkjanna.

The Dark Mountain er tímarit sem kemur út tvisvar á ári og er enn fremur netútgáfa. Þau lýsa markmiðum sínum meðal annars svo: „We intend to challenge the stories which underpin our civilisation: the myth of progress, the myth of human centrality, and the myth of our separation from ‘nature’.“ Þarna birtist margt áhugavert, fyrir þá sem vilja öðru hverju flýja mannhverfa rörhugsun. (SN.)


Augu og eyru:

Bill Frisell er að mínu viti einn mesti listamaður samtímans. Hér leikur hann á raflútu sína ásamt kontrabassaleikaranum unga, Thomas Morgan, og situr milli laga fyrir svörum, en svarar með semingi eins og hans er vandi. (SN.)

Hef lesið ansi mikið gagnlegt eftir Jason Fried, framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Basecamp. Hann skrifar og talar reglulega um vinnuumhverfi nútímamannsins og mikilvægi þess að róa það niður. Hér er hann í flottu viðtali.

Hér er mjög gott viðtal við Brian Koppelman, höfund sjónvarpsþáttaraðarinnar Billions og handritshöfund kvikmynda á borð við Ocean’s 13 og Rounders. Í viðtalinu fjallar hann um starfsumhverfi listamanna almennt þótt hann tali fyrst og fremst um gerð sjónvarpsþáttaraða. Mjög fróðlegt áheyrnar bæði fyrir starfandi listamenn og listunnendur. (KF.)

Af netinu, 15. mars 2019

Í síðasta lista vísaði ég á grein sem sagði frá íslandsför Arthur Koestler og minntist á veitingastað sem Koestler kvað nefnast Nausea og ölvaðan mann sem var kynntur sem „þjóðskáld“ Íslendinga. Við fengum nokkrar frábærar ábendingar frá lesendum um hvaða veitingastað væri að ræða og hvert „þjóðskáldið“ væri. Allir voru sammála um að veitingastaðurinn væri Naustið – enda ekki um marga aðra veitingastaði á Íslandi að ræða á þessum tíma. Ekki voru allir sammála um þjóðskáldið en ýmis nöfn bar á góma. (Þeim deilum við hins vegar ekki nema í einkaskilaboðum, af virðingu við umrædda menn.) Við þökkum kærlega fyrir ábendingarnar, kæru áskrifendur. Það er frábært að geta átt í góðu spjalli við ykkur og við tökum að vanda fagnandi á móti hvers kyns skilaboðum og ábendingum.

Hér er greinargott, djúpt og merkilegt viðtal við John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump og sigurvegara Mottumars þetta árið (og öll önnur ár ef út í það er farið).

Hér eru nokkuð áhugaverðar skrifráðleggingar frá Jordan Peterson – kanadíska sálfræðingnum sem allir voru að tala um á síðasta ári.

Og fleiri skrifráðleggingar: Hér koma góð ráð fyrir þá sem vilja skrifa skáldsögu.

Er eitthvað sameiginlegt með bókaútgáfu og sprotafjármögnun? Þessi greinkafar í málið.

Ég hef aldrei náð að átta mig almennilega á því hvort bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney er snillingur eða brjálæðingur. Í tilefni frumsýningar nýrrar myndar eftir hann veltir blaðamaður Washington Postfyrir sér hvort hann sé jafnvel einhvers konar költ-leiðtogi.

Hef alltaf gaman af tæknifjárfestinum Marc Andressen og því sem hann hefur að segja. Hér er gömul en greinilega sígild grein eftir hann þar sem hann fer yfir hvernig honum tekst að vera pródúktífur.

Talandi um Marc Andressen, sem er að öðrum ólöstuðum einn þeirra sem gerðu internetið að því sem það er í dag, þá sá ég nýlegt viðtal við hann sem er býsna gott. Í viðtalinu fjallar hann ekki einungis um tækni og viðskipti heldur um samleið viðskipta og lista – hvernig maður gerir hugmynd að veruleika og vekur athygli á þeirri hugmynd.

Fortnite er framtíðin – a.m.k. að mati höfundar þessarar greinar. (KF.)

Claire Lowdon veltir fyrir sér hinum geysivinsælum verkum Yuval Noah Harari, Sapiens og Homo Deus, leitar skýringa á vinsældum þeirra og metur hvort þau eru athyglinnar verð. Sjálfur er ég mjög tvíbentur, klofinn jafnvel. Mér fannst Sapiens áhugaverð tilraun (auðvitað misheppnuð) og sú síðari áleitin en einhvern veginn eins og skrifuð af auglýsingastofu.

Sagnfræðingurinn Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar á bráðskemmtilegan hátt um túristasprengjuna á Íslandi – á 19. öld!

Er Greta Thunberg stærsta hetja samtímans? Sennilega. Og fær hún friðarverðlaun Nóbels? Ja, hví ekki bara?

Siri Hustved segist skrifa fyrir lífi sínu. Hún var að gefa út nýja skáldsögu, Memories of the Future.

Ragnheiður Birgisdóttir skrifar um loftslagsmálin í Stúdentablaðið.

Brátt hefur göngu sína nýtt menningartímarit: Skandali. Af því tilefni tók Eiríkur Örn Norðdahl viðtal við einn af ritstjórum tímaritsins, Ægi Þór Jähnke.Heita má á verkefnið á Karolina Fund (og tryggja sér í leiðinni eintök af fyrstu tveimur tölublöðunum). Þá tekur Skandali við efni í fyrsta tölublað til 31. mars næstkomandi (skandali.timarit@gmail.com). Leslistinn fagnar vitaskuld þessu nýja systkini sínu í menningunni.


Augu og eyru:

Á RÚV hefur hafið göngu sína ný þáttaröð um loftslagsbreytingar á jörðinni, Hvað höfum við gert? Hvað veldur loftslagsbreytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim? Stórar spurningar og vonandi að þeim verði svarað í eitt skipti fyrir öll í þessari þáttaröð, sem lofar góðu.

Fyrir latínugrána ætti þetta hlaðvarp svo að reynast happafundur. Allt frá árinu 1989 hefur útvarpsstöð ein í Finnlandi sent út vikulegan þátt með ýmsum fréttaskýringum … á latínu! (SN.)

Skemmtilegt viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson. Nafn hans verður án vafa mun meira áberandi í framtíðinni. (KF.)

Af netinu, 8. mars 2019

Stórtækur listaverkaþjófur leysir frá skjóðunni í skemmtilegu viðtali við GQ.

Þar sem áskrifendur Leslistans eru upp til hópa skapandi og áhugavert fólk fannst mér tilefni til að minna á að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Rambaði á brot úr æviminningum rithöfundarins David Pryce Jones þar sem hann ræðir um kynni sín af ungverska rithöfundinum Arthur Koestler, sem er einn af mínum eftirlætis rithöfundum. Mér þótti alveg sérstaklega gaman að sjá að niðurlag þessa greinarstúfs fjallar um hálf súrrealíska Íslandsför þeirra tveggja í tengslum við skákeinvígi Spasskí og Fischer ‘72. Hér er einn bútur:
“Could the restaurant where we took our meals really have been called Nausea? The place had its comic turn too. A man alleged to be the Icelandic national poet was lying at the foot of the bar. Every so often he would haul himself up, point a finger and bellow, “I know you! You are Hungarian, yes! But not Koestler — your name is Istvan Szabo!” and then relapse to his position on the floor.”
Veit einhver hvaða veitingastað hann gæti verið að vísa í? Eða hvaða skáld hefði verið flokkað sem þjóðskáld Íslands árið 1972? 

Fjárfestirinn og hugsuðurinn Naval Ravikant er hér með ágætis hugleiðingar um auðævi.

Svakaleg greining á því hvernig viðskiptamódel samfélagsmiðla eru með allt öðru sniði en hjá öðrum fyrirtækjum.

Flott hugleiðing frá Kolbeini Hólmari Stefánssyni um fátækt íslenskra öryrkja.

Rory Sutherland, vinur okkar, hittir naglann á höfuðið í nýjasta pistli sínumsem fjallar m.a. um af hverju það tók okkur svona langan tíma að skella hjólum á ferðatöskur.

Ég ætlaði að hlusta á lag eftir R Kelly en hætti snarlega við eftir að ég las þessa fínu grein eftir Steinunni Ólínu Hafliðadóttur um hvort hægt sé raunverulega að skilja list frá listamanni. (KF)

Við fengum ábendingu frá Hlín Agnarsdóttur, um The Dictionary of Obscure Sorrow. Ansi skemmtilegt fyrir hungraða orðháka.

Er það kannski fyrst og fremst grimmdin sem gerir okkur mennsk?

Um The Spirit of Science Fiction, nýjustu ensku þýðinguna á verki eftir Roberto Bolaño.

Steindór Grétar Jónsson skrifar um fjóra unga listamenn sem kjósa að búa í Berlín frekar en á Íslandi. Mjög skemmtileg grein og það væri gaman að sjá oftar jafn djúpa umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. (SN.)


Augu og eyru:


Ég er búinn að hlusta á tvö ágæt viðtöl við hinn stórtæka bandaríska fjárfesti Howard Marks sem er einna þekktastur fyrir kjarnyrt minnisblöð sín sem hann hefur birt í nokkur ár. Hann er virkilega fær í því að koma flóknum skilaboðum áleiðis í einföldu máli og það sem hann skrifar getur hæglega náð til fleiri en þeirra sem hafa áhuga á fjárfestingum og viðskiptum. Hér er hann í samtali við Barry Ritholtz og hér spjallar hann við Shane Parrish.

Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðastjórnmálum er þetta viðtal við stjórmálaspekúlantinn Peter Zeihan alveg stórkostlegt áheyrnar. Í viðtalinu ræðir hann um hvernig heimsskipulagið eins og við þekkjum það stefnir í að liðast í sundur og færir sannfærandi rök fyrir því að viss lönd muni standa sterkari eftir og að öðrum hnigni. Ég mæli mikið með þessu spjalli – það fékk mig til að hugsa með allt öðrum hætti um stöðu alþjóðamála. (KF.)

Af netinu, 1. mars 2019

Við viljum vekja athygli á því að búið er að opna fyrir umsóknir hjá Samfélagssjóði Valitor sem styður við margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál. Ef þið lumið á áhugaverðu verkefni sem þarf á stuðningi á að halda þá mæli ég með því að þið skoðið. Hér er hægt að sjá fyrri úthlutanir.

Þetta er alveg dásamleg umfjöllun frá þúsundþjalasmiðnum og gáfumenninu Stephen Wolfram um hvernig hann fer að því að vera svona pródúktífur. Mögulega það nördalegasta sem ég hef lesið í langan tíma.

Rambaði á sígilt minnisblað frá Winston Churchill sem ég hef heyrt mikið um en aldrei lesið. Í því fjallar hann um hvað það skiptir miklu máli að vera hnitmiðaður og stuttorður.

Shane Parrish frá Farnam Street skrifar hér um hvernig maður á að lesa betur.

Halldór Armand flutti pistil í Lestinni í vikunni sem hefur aldeilis slegið í gegn. Þetta er djúp rýni á íslenskt samfélag sem vekur mann til umhugsunar. Mæli með þessu og öllum öðrum pistlum eftir hann.

Talandi um Dóra. Hann sendi okkur góða ábendingu í vikunni:
Þessi grein eftir Snorra Pál er ekki bara framúrskarandi vel skrifuð heldur verulega opinberandi og áleitin. Þá er vefsíðan adstandaupp.com þar sem hún birtist ekki síður áhugaverð og mikilvæg.”

Ég las enn eina fréttina í vikunni um hvernig 4-daga vinnuvika skilar bæði betri afköstum og meiri starfsánægju. Svo rambaði ég á þessa ágætu grein þar sem höfundur kafar ofan í rannsóknina sem fréttin byggir á og sér að ekki er allt með felldu. Blaðamenn mættu taka sér þessi vinnubrögð til fyrirmyndar.

Ég hef lengi furðað mig á því af hverju W.H. Auden þoldi ekki sín frægustu ljóð, “Spain” og “September 1st 1939”. Þessi grein kafar í málið.

Steinar Þór Ólafsson hefur verið að flytja áhugaverða pistla á RÚV upp á síðkastið um skrifstofumenningu. Hans nýjasti fjallar um tölvupóstinn og er bæði fróðlegur og skemmtilegur.

Greinarhöfundur New York Times fjallar hér um hvernig Netflix stuðlar að menningarlegri alþjóðavæðingu. Góðir og umhugsunarverðir punktar.

David Hockney ræðir hér um Vincent van Gogh og snilligáfu hans. Segir m.a. að hann hafi verið svo mikill snillingur að hann hefði getað búið til meistaraverk úr hverju sem er, jafnvel þótt hann væri lokaður inni í litlausu bandarísku mótelherbergi. Sammála því.

Ég hef verið að lofa rithöfundinum John Williams í nokkrum Leslistum. Fannst því forvitnilegt að lesa þessa grein þar sem er beinlínis hraunað yfir hann. (KF.)

Haruki Murakami í löngu viðtali. Mjög lipurlega skrifað og skemmtilegt.

Heimur mannkyns er hannaður fyrir karla, ekki konur. Stundum skerðir sú staðreynd jafnvel lífslíkur kvenna.

Högni Egilsson skýrir, í beittri grein, frá því hvers vegna við eigum að hætta að veiða hvali.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um nýjan einleik Friðgeirs Einarssonar, Club Romantica. Sá lofar góðu. (SN.)


Augu og eyru:


Hef í einhvern tíma verið að hlusta á ágætt hlaðvarp sem markaðsgúruinn Seth Godin heldur úti. Hér fjallar hann um af hverju þú ættir að skrifa bók. (KF.)
 

Sally Rooney, höfundur Conversations with Friends, sem kom út á síðasta ári á íslensku sem Okkar á milli, er hér í ágætis stuði á Louisiana-stöðinni. Setur fram skemmtilegar hugleiðingar um bækur sem markaðsvöru, fólkið sem les bækur og tilheyrir þar með vissri stétt, og hvernig markaðssetning bóka sem neysluvöru dregur úr pólitískum slagkrafti þeirra. (SN.)